Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 19
SKÁK SkákþingKópavogs 1985 Haraldur Baldursson sigurvegari 11. Bxf6 Rxf6 12. g5 Rd7 13. h4 b5 14. h5 b4 15. Rce2 Rc5 16. Rg3 Þegar þessi staða er athuguð kemur í ljós að óneitanlega væri þægilegra fyrir svart að hafa kóng sinn á hinum vængnum! 16. - a5 Dagana 17. feb.-19. mars sl. var Skákþing Kópavogs 1985 haldið í Kópavogsskóla. Teflt var í einum riðli, 7 umferðir eftirMonradkerfi. 13skák- menn kepptu um titilinn „Skákmeistari Kópavogs 1985“ og kom það í hlut Har- aldar Baldurssonar að státa afþeimtitli. Röð efstu manna varð þessi: 1. Haraldur Baldursson 6 2-3. Helgi Þorleifsson 5 2-3. Þröstur Einarsson 5 4. Pétur Viðarsson 4Vi Eins og sjá má á nöfnum efstu manna vantaði flesta af sterkustu skákmönnum Taflfélags Kópa- vogs, s.s. stórmeistarann Helga Ólafsson, Jörund Þórðarson, Guðna Sigurbjamason og Erling Þorsteinsson. Það skal tekið fram að þetta er alls ekki nefnt Haraldi til hnjóðs. Haraldur, sem er 20 ára gamall, hefur verið í mikillri framför að undanfömu og vel að þessum sigri kominn. Hann vann 6 skákir og tapaði einni, fyrir Þresti Einarssyni. Á skákþinginu var einnig teflt í unglingaflokki 14 ára og yngri. Þessir hrepptu efstu sætin: 1. Huldar Breiðfjörð 8Vi af 9 2. ísleifur Karlsson 7 3. Eyjólfur Gunnarsson 7 4. Tómas Einarsson 6Vi Huldar Breiðfjörð er því „Unglingameistari Kópavogs 1985“. Þess má geta að sunnudaginn 24. mars fer fram Hraðskákmót Kópavogs og samfara því verða verðlaun fyrir aðalkeppnina af- hent. Ein af úrslitaskákum mótsins var tefld í 5. umferð: Hvítt: Haraldur Baldursson Svart: Helgi Þorleifsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 1. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Nú er komin upp þekkt staða í Najdorf-afbrigðinu í Sikileyjar- vörn. Hér koma ýmsir mögu- leikar til greina, s.s. 7. - Db6 (eitraða-peðs afbrigðið) og7. - b5 (Poiugajevskí-afbrigðið). Svart- ur ákveður að tefla afbrigðið á „hefðbundinn“ hátt. 7. - Be7 8. Df3 Dc7 9. 0-0-0 Rbd7 10. g4 0-0?! Það verður að teljast frekar vafasamt að hróka „ofaní" sókn hvíts. í þessu afbrigði bíður svart- ur yfirleitt með hrókun til að sjá hvað hvítur ætlast fyrir. Það getur nefnilega komið sér vel að eiga möguleikann á langri hrókun. Best er 10. - b5 11. Bxf6 Rxf6 12. g5 Rd7 og staðan er tvísýn. 17. g6! fxg6 18. hxg6 h6 Hér kom til greina að leika 18. - hxgó!?, t.d. 19. Dg4 Hf6! (ekki 19. - e5? 20. Bc4+!) 20. Bc4!? og staðan er í járnum. 19. Rh5 Bf6? Tapar peði bótalaust. Eftir 19. - Bb7 má velta sér upp úr „rúll- uskautavaríantinum": 20. Bc4!? Bxe4 21. Rxe6 Bxf3 22. Rxc7+ Kh8 (22. - d5 23. Rxd5!) 23. Hdel! og hvítur er enn í mikilli sókn. 20. Rb5 De7 21. Rxd6 Bb7 22. De3 Ra4 23. Rxf6 Dxf6 24. e5 De7 25. Hh2 Bc6 26. Bc4 Hb8 27. f5 Bd7 28. Rf7! Rb6 29. f6! Laglegur lokahnykkur! Eftir 29. - Rxc4 getur hvítur valið á milli a) 30. fxe7 Rxe3 31. exf8(D)+ Hxf8 32. Hxd7 og vinnur eða að ljúka skákinni með „style“, þ.e. b) 30. Dxh6! gxh6 31. Rxh6+ Kh8 32. Rf5+ Kg833. Rxe7+ og mát! Skákkeppni framhaldsskóla Um síðustu helgi fór fram í húsakynnum Taflfélags Reykja- víkur framhaldsskólakeppnin í skák. Á síðustu árum hefur Menntaskólinn við Hamrahlíð haft mikla yfirburði í keppni þessari og sigrað nokkuð örugg- lega. í þetta skipti varð keppnin nokkuð tvísýn en þó fór svo að lokum að A-sveit MH bar sigur úr býtum. Það var sveit Verslunarskóla Islands sem veitti MH mestu keppni; fór t.d. með sigur af hólmi í innbyrðis viðureign skól- anna. 4. borð VÍ var hins vegar ansi veikt og missti skólinn ófáa „punktana" á því borði. Öll borð Á-sveitar MH voru aftur á móti skipuð sterkum skákmönnum. 1. borð: Halldór G. Einarsson 2. borð: Lárus Jóhannesson 3. borð Hrafn Loftsson 4. borð: Snorri G. Bergsson Fyrstu 5 sætin í keppninni skipuðu eftirtaidir sveitir: 1. Menntaskólinn v/Hamrahlíð A-sveit 22 af 28 2. Verslunarskóli ísl. 20 3. Menntaskólinn v/Hamrahlíð B-sveit 19Vi 4. Menntaskólinn v/Hamrahlíð C-sveit 17Vi 5. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ A-sveit 16Vi Skákþing íslands 1985 Stjórn Skáksambands íslands hefur ákveðið að halda Skákþing íslands dagana 30. mars-12. apr- íl n.k. Teflt verður í Iandsliðs- flokki, áskorendaflokki og opn- um flokki. Þegar þetta er ritað lítur ekki út fyrir að neinn af titilhöfum okkar taki þátt í landsliðsflokknum. Ástæðuna fyrir þessu kann ég ekki að nefna en svo virðist sem páskarnir séu ekki góður tími fyrir meistarana. Þetta hlýtur að valda stjórn Skáksambandsins miklum áhyggjum, enda hefur þessi staða komið upp áður. Kannski væri heillavænlegast að opna fyrir þann möguleika með lögsetningu að teflt verði í lands- liðsflokki á haustin. Á síðasta hausti var landsliðs- flokkurinn á Skákþingi íslands 1984 tefldur, en þá voru lögin brotin! -HL Núerkomið að aóaMnningi ársins Vemdaðri þjcmustuíbúð með garðhýsi að Boða- hlein 15. Garðabæ, að verðmæti 25 milljónir króna dreginn út í 12. flokki 5. apríl. Húsið. sem stendur meðal smáhýsanna aftan við Hrafnistu í Hafnarfirði. verður til sýnis nú um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 2 til 6. Nokkrir lausir miðar til sölu. söluverð miða 1.200 krónur. Aðrir vinningar: Vinningur til íbúðarkaupa á 500 þúsund krónur. Níu vinningar til bílakaupa á 1OO þúsund krónur og 40 utanlandsferðir á 55 þúsund krónur auk margra húsbúnaðarvinninga. Nú má enginn gleyma að endurnýja! Happdrættí '84-B5 Þú færð 12 stk. 9 x 13 cm prufur ásamt 1 stækkun 20 x 25 cm í myndatökunni hjá okkur á kr. 3.500,- 1JÓSMYNDASTOFA REYKIAVÍKUR JiyEkflSCOTU H/to StW" 621166 Sunnudagur 24. mars 1985 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.