Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 18
Irland Smokkar lögleyfðir Kaþólska kirkjan bíður ósigur á írlandi. Nýjar reglur um getnaðarvarnir I sl. mánuöi var söguleg ákvörðun tekin á írska þing- inu. í fyrsta sinn í sögu lýð- veldisins voru samþykkt lög sem kaþólska kirkjan var og er í sterkri andstöðu við. Ríkis- stjórninni tókst að þvinga fram breytingar á lögum um getnað- arvarnir þannig að nú mega þeir sem hafa náð 18 ára aidri kaupa sér smokka og sæðis- drepandi smyrsl í apótekum án þess að framvísa giftingar- vottorði og lyfseðli frá lækni. Fram til 1979 var stranglega bannað að selja getnaðarvarnir í írska iýðveldinu. Bann þetta or- sakaði líflegt svartamarkaðs- brask með smokka og algengt var að ferðamenn kæmu til landsins og gæfu sig fram við tollverði með fullar ferðatöskur af þessum varningi til að vekja athygli á málinu í blöðum. Þegar upp komst um stóra smokkalagera í bflskúrum landsmanna voru eigendur dregnir fyrir dómstóla og birgðirnar gerðar upptækar að undanskildum þeim smokkum sem talið var að viðkomandi eigendur þyrftu handa sjálfum sér til æviloka. Það var nefnilega ekki ólöglegt að eiga smokka, að- eins að flytja þá inn og selja. Þegar stjórnvöldum þótti nóg komið af þessum skrípalátum var reglunum breytt og giftu fólki gert mögulegt að fá smokka útá lyfseðil og giftingarvottorð. Einnig var ákveðið að setja upp fjölskyldumiðstöðvar þar sem fólki yrði gefinn kostur á almenn- ri fræðslu og ráðgjöf um kynferð- ismál. í reynd hafa þessar miðstöðvar síðan stundað útsölu á getnaðar- vörnum handa þeim sem vilja án þess að spyrja nokkurra spurn- inga, og trúir sínu tvöfalda sið- gæði hafa írar verið sammála um að hafa ekki hátt um þessa starf- semi. Þannig hefur fólk sem býr í þéttbýli og í grennd við fjölskyld- umiðstöðvarnar getað útvegað sér getnaðarvarnir eftir þörfum. En samkvæmt lögunum mátti þetta ekki og eðlilega hefur ýms- um þótt svona pukur fremur undarlegt. Til að vekja athygli á fáránleikanum kærði læknir nokkur sjálfan sig fyrir að láta sjúkling hafa nokkra smokka undir borðið eftir lokunartíma apóteka. Maðurinn var kvæntur og átti því rétt á smokkunum en samkvæmt reglunum varð hann að fá lyfseðil og fara með í næsta apótek. Læknirinn mátti ekki eiga smokka sjálfur og gefa sjúk- lingum og var því dæmdur í 500 punda sekt og áminntur af dóm- ara um að brýna frekar fyrir sjúk- lingum sínum þá einu getnaðar- vöm sem kaþólska kirkjan viður- kennir: að forðast samfarir. Verkamannaflokkurinn sem er fremur smár setti það að skilyrði fyrir þátttöku í núverandi ríkis- stjórn að þessum reglum yrði breytt og samstarfsflokkurinn, Fine Gael, undir forystu forsætis- ráðherrans, dr. Garret FitzGer- ald, samþykkti að láta nú til skarar skríða. í rökum sínum hefur stjórnin helst haldið fram almennum mannréttindamálum og frelsi minnihlutahópa til að stunda sið- gæði sem kaþólska kirkjan sam- þykkir ekki og sýna þannig mótmælendum á Norður-Irlandi að þeir gætu stundað sína ósiði í friði þó þeir sameinuðust syðri hlutanum, en þeir hafa eins og kunnugt er efast nokkuð um að þeir myndu njóta jafnréttis á við kaþólska sem minnihlutahópur í sameinuðu frlandi. Á það var bent að enginn yrði skyldaður til að kaupa smokka og nýkjörinn erkibiskup í Dyflinni gæti hér eftir sem hingað til látið hjá líða að kaupa slíkan varning og jafnframt brýnt fyrir sinni kristnu hjörð að fylgja því for- dæmi. Ýmsir hugsjónamenn töluðu svo um að það yrði að treysta æskunni og vonlaust væri að lög- binda kynferðislegt siðgæði. Á móti sögðu biskupar að það væri brot á lögmáli Drottins að grípa fram fyrir hendurnar á skaparanum og hafa gaman af þeim leik sem hann gaf mannkyninu til að fjölga sér - án þess að vilja axla þá ábyrgð sem náttúrulegum samförum fylgir: frjóvgun, þungun, fæðingu og barnauppeldi. Fyrir nú utan að það mun vera syndsamlegt að skipta sér af kynlífi fyrir hjóna- band. Einnig var bent á reynslu ann- arra þjóða þar sem getnaðarvarn- ir hafa verið leyfðar. Þar hefði allt farið úr böndunum: Fóstur- eyðingum hefði fjölgað (þær eru auðvitað bannaðar á írlandi sem veldur því að stór hópur kvenna tekur ferjuna til Liverpool á hverju föstudagskvöldi til „að versla og lyfta sér upp“ og eru svo komnar aftur, hvernig sem allt fer, í vinnu á mánudag), kynsjúk- dómar og framhjáhöld hefðu aukist og unglingar hefðu orðið uppvísir að því að leggja út í kyn- líf löngu fyrir átján ára aldur. Ef þessi ósköp myndu dynja á ír- landi þá myndi siðferðishugsjón þjóðarinnar gjörsamlega brotna niður - og hvaða heiðarlegur íri vildi það? Eins og fyrr segir dró til tíðinda í síðustu viku. Blöð voru yfirfull af fréttum, yfirlýsingum kvenfé- laga og kirkjuleiðtoga og skoð- anakönnunum sem sýndu yfir- gnæfandi meirihluta ungs fólks fylgjandi breytingunum en hjón og gamalmenni, einkum til sveita, voru á móti. Alla daga voru viðtalsþættir í útvarpi og sjónvarpi þar sem framámenn og alþýðan bitust af grimmd og á krám var fátt annað diskúterað en hvort menn væru með eða á móti smokkafrumvarpinu. Þjóðin stóð á öndinni við nafn- akall á þinginu þar sem frum- varpið var loks samþykkt með þriggja atkvæða meirihluta eftir líflegar ræður og hótanir flokks- formanna um brottrekstur úr þingflokkum ef einhverjir myndu svíkjast undan merkjum. í þess- ari viku hafa farið fram hreinsan- ir og óháðum þingmönnum fjölg- að nokkuð! Og nú er bara að bíða og sjá hvort apótekarar hlýði lögunum og bjóði hinn forboðna varning til sölu. Frá sjónarhóli íslendings sem hefur aldrei heyrt um synd er þessi umræða öll nokkuð hláleg, einkum þegar hugsað er til þess að ungir írar hafa í nokkur ár get- að fengið smokka vandræðalítið og jafnvel pilluna í gegnum heim- ilislækni. Umræðan hefur því að- allega snúist um fræðilega hlið málsins. í raun breyta lögin mjög litlu. En hláturinn getur ekki verið einlægur því íslendingurinn man líka eftir því að heima hjá honum eru til lög sem banna bjór. Samt má selja efni til bjórgerðar, koma með bjór frá útlöndum og kaupa óáfengan bjór með áfengi útí. Þannig að í raun geta allir fengið bjór ef þeir kæra sig um. Það er bara aðeins erfiðara en það þyrfti að vera ef skynsemin fengi að ráða. Gísli Sigurðsson, Dyflinni Sýningarskálar rísa í Tsukuba: komu miklu færri en boðnir voru Heimssýning á tœkni- undrum í Japan Japanir hafa nýlega opnað alþjóðlega tæknisýningu í bænum Tsukuba skammt frá Tokíó, þar sem lögð er mest áhersla á undur tölvu og sjálf- virkni. Búist er við um 40 milj- ónum sýningargesta. Sýning- in kemur mest frá Japönum sjálfum - boð um þátttöku voru send til 160 ríkja en að- eins 48 ríki eru með á sýning- unni. Sú framtíðarsýn sem við blasir í Tsukuba er árekstrarlaus vel- megun í heimi, þar sem allskonar vélmenni vinna störfin. Frú Sato situr árið 2010 eða svo við heimil- istölvu sem stjórnar matseldinni hjá henni, gáir hver það er sem ber að dyrum, sendir vörupant- anir og svo mætti lengi telja. Heimilisvélmenni spilar Chopin á píanóog annað ryksugar á með- an dóttirin flettir upp á því í kennslutölvunni, hvaða augum hundur lítur heiminn. Á meðan skoðar bisnessmaðurinn, eigin- j maður hennar, upplýsingaskerm sem er á stærð við þrjá tennis- velli... Sýningin mun eiga að staðfesta það fyrst og síðast, að Japanir séu nú öðrum löndum fremri í tækni. Enn er samt fullt af gagnrýnend- um sem færa rök fyrir því, að Jap- anir séu enn sem fyrr háðir öðr- um um nýjungar, um frumlegar hugmyndir. - áb. Þekkja ekki sorg íbúar á Tahiti þekkj a ekki hug- takið sorg. ÞegarTahitiani missir maka sinn, segir hann að andi hafi gert hann veikan. Hins vegar reiknar hann staðfastlega með að fá umbun, - að eitthvað gleðilegt komi fyrir hann til jafnvægis við „sjúkdóminn“ innan skamms tíma. Tóbak og dauði Tíundi hver karlmaður og tutt- ugasta hver kona í Danmörku deyr af völdum krabbameins vegna tóbaksreykinga. Súr magi í magasýrum er saltsýra sem er svo sterk að hún drepur nánast allar bakteríur í maganum. PH- gildi hennar er milli 0.9 og 2. Hólft höfuð Mígrene-sjúkdómurinn, höf- uðverkur er þekktur frá önd- verðu. Orðið er dregið af gríska orðinu „hemikrania“ sem þýðir nánast hálft höfuð. Höfuðverk- urinn finnst oft aðeins öðrum megin. Heimsmet í föstu Skotinn Angus Barbieri á heimsmetið í föstu. Hann lifði í 382 sólarhringa með því að neyta einungis kaffis, tes, vatns og vít- amíns. Líkamsþyngd hans í upp- hafi föstu var 214 kg en hann náði sér niður í rúmlega 87 kg. 18 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.