Þjóðviljinn - 24.03.1985, Blaðsíða 16
LEIDARAOPNA
Eru leiktœkasalirnir
LEIÐARI
Unglingarnir í tómarúminu
Frásögn sú sem birtist í Þjóöviljanum í vik-
unni af baráttu móöur við aö halda 12 ára syni
sínum frá leiktækjasölunum í miðborg Reykja-
víkur vakti sterk viðbrögð meðal lesenda. For-
eldrar sem voru í svipaðri aðstöðu höfðu sam-
band við blaðið og sögðu hliðstæðar sögur af
börnum allt niður í 10 ára aldur sem væru
bundin við spilakassastaðina alla daga.
Af skyndiheimsókn okkar á 2 slíka staði í
vikunni að dæma virðast staðir þessir vera
eins konar annað heimili allstórs hóps ung-
linga. Margir sem við töluðum við sögðust
koma á þessa staði daglega og eyða þar allt
frá 50 upp í nokkur hundruð krónur á dag.
Þessir unglingar sögðu jafnframt að þeir hefðu
ekki í annað hús að venda með félags- og
tómstundastörf.
Það er samdóma álit þeirra sérfræðinga
sem Þjóðviljinn leitaði til um þessi mál, að sú
menning og það félagslíf sem þróast hefur í
kringum suma af leiktækjasölunum í borginni
sé til lítilla heilla fyrir þá unglinga sem þarna
hafa fundið samastað. Kristján Sigurðsson
forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins í Kóp-
avogi segir að þegar félagslíf unglinga sé látið
þróast án þess að farið sé eftir settum reglum
eða að um eftirlit sé að ræða eins og í þessu
tilfelli, verði það gjarnan til þess að magna upp
félagsleg vandamál, meðal annars vegna
þess að sú menning sem þannig myndast fer á
skjön við fullorðinsmenninguna og verður oft í
eðli sínu andfélagsleg.
Gísli Árni Eggertsson tómstundafulltrúi
Æskulýðsráðs segir að „áhættuhópur" meðal
unglinga í borginni fari ört stækkandi og safnist
gjarnan saman í kringum leiktækjasalina og
dragi að sér fleiri ístöðulitla unglinga undir
merki þess kúltúrs að aðeins skuli lifa lífinu frá
degi til dags.
Alfreð Eyjólfsson skólastjóri Austurbæjar-
skólans segir að ekki sé nein félagsmiðstöð
fyrir unglinga í austurbænum og vesturbæn-
um í Reykjavík og því ófullnægjandi þjónusta
við félags- og tómstundaþörf barna og ung-
linga í þessum borgarhlutum. Hann heldur því
jafnframt fram að geðverndarmálum barna og
unglinga hér á landi sé stórlega ábótavant,
|sérstaklega þar sem ekki er nein geðdeild
I starfrækt fyrir unglinga.
Sá félagslegi vandi sem við blasir meðal
unglinga borgarinnar á sér flóknar orsakir.
Hann verður ekki leystur með því að loka
leiktækjasölum. Það liggur hins vegar í augum
uppi að með afskiptaleysinu af vandamálum
sem þessum er verið að búa til önnur stærri.
Staða unglingsins í þjóðfélagi okkar er að
mörgu leyti breytt frá því sem var fyrir tiltölu-
lega fáum árum. Samfélagið hefur því miður
ekki náð að bregðast við þeim breytingum
með fullnægjandi hætti. Þeir unglingar sem
flosna upp úr skóla og eðlilegum félagsskap
jafnaldra sinna eru sem betur fer í miklum
minnihluta. En að mati kunnugra er fjöldi
þeirra vaxandi. Æskulýðsráð Reykjavíkur hef-
ur unnið lofsvert brautryðjendastarf í uppbygg-
ingu félags- og tómstundastarfs meðal ung-
linga í borginni. En betur má ef duga skal.
Það þarf að koma upp klúbbum og félags-
miðstöðvum í þeim borgarhlutum þar sem slíkt
er ekki fyrir hendi. Borgin þarf að styðja við
bakið á uppbyggilegu starfi unglinga í borginni
þar sem það er að finna og örva frumkvæði
unglinganna sjálfra. Þetta ætti að vera sjálf-
sagt forgangsatriði á yfirstandandi ári
æskunnar.