Þjóðviljinn - 13.04.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Síða 4
LEIÐARI Virðisaukaskattur er vondur skattur Eitt þeirra atriöa sem ríkisstjórnin kvaöst myndu beita sér sérstaklega fyrir þegar ráöstaf- anir í efnahagsmálum voru kynntar í febrúar- byrjun var að taka upp virðisaukaskatt í staö söluskatts. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um þetta efni. Því miður er ekki hægt aö segja annað en þetta frumvarp mun ekki veröa til þess að létta byrðar launafólks í landinu. Auðsætt virðist að upptaka virðisaukaskatts muni hafa í för með sér umtalsverða færslu á skattbyrði frá fyrir- tækjunum til neytenda, sérílagi lágtekjufólks. Af þessum sökum hefur bæði Stéttarsam- band bænda og ASÍ lagst gegn frumvarpinu. í ítarlegri umsögn frá miðstjórn ASÍ er bent á helstu gallana sem virðisaukaskattur í stað söluskatts mun hafa í för með sér. Þar er bent á, að með upptöku hans myndi skattbyrði atvinnu- rekenda léttast um sem svarar til fimmtungs söluskatts sem lagður er á í dag. Samkvæmt því myndi sparnaður atvinnurekenda jafnoka tveimur miljörðum króna á ári. Til að menn geri sér grein fyrir hversu mikil þessi upphæð er, þá má nefna að allur tekjuskattur einstak- linga, þegar búið er að draga frá barnabætur og persónuafslátt, eru rétt röskar 1700 miljónir. Samkvæmt frumvarpinu mun ríkissjóður bæta sér upp tekjutapið sem hlýst af sparnaði atvinnurekenda með því að fella niður undan- þágur frá söluskatti sem varða ýmsar nauðsynj- avörur. Að því er segir í greinargerð með frum- varpinu um virðisaukaskattinn mun þetta þýða að matvæli munu hækka um hvorki meira né minna en 18,9 prósent. Sú hækkun myndi auðvitað koma langverst niður á barnafólki og stórum fjölskyldum. Orkukostnaður vegna húshitunar er í dag undanþeginn söluskatti en virðisaukaskattur mun hins vegar koma á hann verði frumvarpið að veruleika og húshitunarkostnaður því hækka í samræmi við skattprósentuna. Byggingarkostnaður íbúðarhúsnæðis - sem er ærinn fyrir - myndi jafnframt hækka um nær- fellt 8 prósent, en hins vegar myndi byggingar- kostnaður atvinnuhúsnæðis lækka! Samkvæmt áliti miðstjórnar ASI munu þær hækkanir sem myndu fylgja í kjölfar virðisauka- skatts leiða til þess að lágtekjufólk myndi mæta verðlagshækkunum sem næmu sex prósent- um. Á sama tíma spara hins vegar atvinnurek- endur sér heila tvo miljarða. Það þarf því ekki að fletta neinum blöðum um það, að virðisaukaskattur mun fela í sér tals- verða tilfærslu á fjármunum frá lágtekjufólki yfir til atvinnurekenda. Því er einfaldlega ekki hægt að una. Nógar eru byrðar þess samt. Þjóðviljinn tekur því heils hugar undir mót- mæli miðstjórnar ASÍ og Stéttarsambands bænda gegn frumvarpinu um virðisaukaskatt- inn. Yfirvöldum væri nær að herða innheimtu söluskatts og tryggja betri skattaskil fyrirtækja, einsog bent er á í umsögn ASÍ. Virðisaukaskattur er ranglátur skattur. Burt með þau! Það hefur tæpast farið fram hjá neinum, að bankaráð ríkisbankanna hafa ákveðið að greiða bankastjórum ríkisbankanna 450 þús- und krónur, sem þar að auki átti að verðtryggja með lánskjaravísitölu (I), til að kaupa bifreiðar handa sjálfum sér. í ofanálag fá svo bankastjór- arnir rekstrarkostnað bifreiðanna greiddan. Þessi samþykkt er ótrúlega ósvífin. Á meðan almenningur hefur sætt gífurlegri kjaraskerð- ingu fá bankastjórar afhenta á silfurfati upphæð sem svarar til hartnær þriggja lágmarkslauna verkafólks. Þetta er ekkert annað en storkun við launa- fólk. Þessi ákvörðun er siðlaus og í alla staði vítaverð. Þjóðviljinn átelur harðlega þá sem að þessari ákvörðun stóðu, hvar í flokki sem þeir standa. Það er krafa allra ærlegra manna að þessi siðlausu fríðindi bankastjóranna verði afnumin þegar í stað. -ÖS Ó-ÁUT „Það minnist enginn á það hvað við bankastjórar þurfum að borga í stöðumæla!” DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéöinsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð ó mónuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Laugardagur 13. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.