Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 5
bregða upp fyrir þjóðinni til að geta talist trúverðugir. Fyrir dyr- um stendur þó að hefja mikla um- ræðu um þau mál í flokknum sem væntanlega verður lokið á lands- fundi í haust. Hvers vegna núna? Það er hins vegar mjög nauðsynlegt að sem allra fyrst verði hafist handa um að væða atvinnulífið þeirri nýju hátækni sem tölvuöldin býður upp á. J afn- framt er ótækt annað en við reynum sem fyrst að nýta þá ýmsu möguleika á nýiðnaði sem segja má að liggi nánast við fót- mál hvert, og við höfum vanrækt að breyta í verðmætaskapandi greinar. Fað sem veldur því að við get- um tæpast beðið lengur er sú staðreynd að samkeppnisþjóðir okkar á erlendum mörkuðum hafa þegar hafist handa um há- tæknivæðingu. Einungis með því að hella okkur út í hana sömu- leiðis getum við vonast eftir að halda samkeppnisstöðu okkar og jafnvel bæta. Fyrir vinstri sinna er líka önnur ástæða sem knýr á um skjóta um- sköpun atvinnulífs. Við búum í dag við ógnvekjandi erlendar skuldir, sem nema hvorki meira né minna en um 64 prósentum af þjóðartekjum. Afborganir og vaxtagreiðslur af þessum ógnvekjandi skuldum vaxa ár frá ári. Til að menn skilji alvöru málsins má taka tvær tölur: Fyrir áratug námu greiðslur af erlendum skuldum 5 til 7 prósent- um af útflutningstekjum þjóðar- innar. í ár verðum við að greiða 25 prósent - heilan fjórðung - af út- flutningstekjum þjóðarinnar í af- borganir. Aronskan bíður Fetta hlutfall kann að vaxa enn á næstu árum. Það er alveg ljóst að fyrir okkur sem þjóð eru ein- ungis þrír möguleikar til að mæta þessum geipilegu greiðslum af er- lendum lánum sem misvitrir stjórnmálamenn úr öllum flokk- um hafa tekið til að standa undir offjárfestingarveislu þjóðarinn- ar. Að óbreyttu ástandi er nánast óhjákvæmilegt annað en það velferðarstig sem þjóðin býr við í dag verði lækkað talsvert mikið meðan verið er að greiða skuld- irnar niður. Það myndi að sjálf- sögðu bitna fyrst og fremst á launafólki, og þeim sem mest þurfa á félagslegri þjónustu að halda. Þegar afborganir af erlendum lánum munu á næstu árum fara að minnka sameiginlega sjóði landsmanna með þeim afleiðing- um að kreppir að velferðinni þá munu hermangsöflin í Sjálfstæð- isflokknum að sjálfsögðu setja fram hugmyndir um að við tökum gjald af ameríska hernum fyrir Keflavík og allar ratsjárstöðvarn- ar. í illæti erlendra skuldag- reiðslna verður auðvelt að hasla slíkum hugmyndum vötl meðal almennings. Eftir þessu bíða Bandaríkjamenn og hermangs- öflin í þjóðfélaginu. Með því væri auðvitaö lokið tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Með gjald- töku myndu Bandaríkjamenn að sjálfsögðu planta niður sprengju- stöðvum hvar sem væri á landinu. Þetta er stærsta hættan af hinni erlendu skuldasöfnun sem við höfum ástundað. Þriðji möguleikinn er einfald- lega sá að reyna að vinna okkur fram úr vandanum. Það mun hins vegar fráleitt takast nema með því að í atvinnulífi þjóðarinnar verði gerð gagnger nýsköpun sem tekur til allra þátta. Við þurfum að endurskipuleggja fram- leiðslugreinarnar sem fyrir eru í landinu. Við þurfum að koma á hátæknivæðingu innan þeirra. Við þurfum að brjóta braut ný- jum atvinnugreinum og taka alla þá nýju tækni sem völ er á í þjón- ustu okkar. Því fyrr því betra. Ossur Skarphéðinsson Atvinnumál og nýjar atvinnu- greinar hafa verið allmikið til um- ræðu upp á síðkastið. Raunar má segja að þessi umræða sé vonum seinna á ferðinni hér á landi, því víðast erlendis standa þjóðir á þröskuldi byltinga í atvinnuhátt- um. Ný tækni ryður sér til rúms á öllum sviðum og meira að segja framtíðarspámenn eru hættir að geta sér til um hvernig framtíðin lítur út þegar komið er fram yfir aldamótin. Vinstri sinnar hafa alloft látið sér finnast fátt um velgengni at- vinnulífsins og gjarnan horft fram hjá þvf að vel rekið og arðbært atvinnulíf er undirstaða velmeg- unar. Það viðhorf er auðvitað frá- leitt. Einungis með því að taka þátt í umræðum um nýsköpun í atvinnulífi hérlendis og með því að setja fram skýra uppbyggilega stefnu í þeim málum geta íslensk- ir vinstri menn búist við að verða gjaldgengir sem raunverulegur valkostur. Atvinnuleysi eða paradís Sömuleiðis má segja, að hin nýja tækni sem nú er að brjóta sér braut inn í atvinnulíf þjóðanna kalli á að vinstri sinnar haldi vöku sinni betur en áður. Sjálfvirknin- sem siglir í kjölfar hinnar nýju upplýsingatækni, tölvuvæðingar- innar, getur haft margvíslegar af- leiðingar í för með sér, og það er auðvitað hlutverk sósíalista og verkalýðssinna að sjá til þess að hún verði hagnýtt sem best í þágu launafólks. Margir hafa bent á, að með því að koma á fót sívax- andi sjálfvirkni í atvinnulífinu, þá verði fólkið smám saman óþarft. í kjölfar muni svo fylgja feykilegt atvinnuleysi, veröldinni verði skipt í tvo hluta: fámenna, vold- uga yfirstétt sem hafi eignarhald á framleiðslunni og fjölmennan hóp atvinnuleysingja sem lepji dauðan úr skel opinberra fátækt- arstyrkja. Þessi möguleiki er að sönnu til. Sjálfvirknin sem er að ganga í garð er ótrúlegri en orð fá lýst. En á hinn bóginn er alls ekki óhjákvæmilegt að hún muni leiða til fjöldaatvinnuleysis: þar kemur til kasta verkalýðshreyfingarinn- ar og pólitískra bandamanna hennar. Því einmitt sjálfvirknin getur gert mögulegt að skapa ver- öld þar sem fólk þarf ekki að vinna nema stutta stund á degi hverjum en getur látið vélarnar sjá um mest erfiðið. Þar með er draumurinn gamli sem Karl Marx átti upphaflega, um heim þar sem fólk gæti fyrst og fremst ræktað sjálft sig, kominn æði nálægt ver- uleikanum. Skilningsleysi Þrátt fyrir að tæknibyltingin sé að komast á skrið meðal flestra þeirra þjóða sem við miðum okk- ur yfirleitt við, þá hefur hún verið ótrúlega sein að láta á sér bæra hér á landi. Fyrir því eru margar ástæður. Ef til vill er ekki veiga- minnst sú staðreynd að við erum eyþjóð einangruð frá umheimin- um, og öldur nýjunga og nýrrar þekkinga ber síðar að ströndum okkar en þeirra þjóða sem liggja í alfaraleið. Verulegur hluti sakar liggur þó óumdeilanlega hjá stjórnmálaöflunum sem hafa sýnt lítinn áhuga á að setja fram ný viðhorf í atvinnumálum sem taka mið af möguleikum hinnar nýju hátækni. Þannig hefur nánast ekkert frumkvæði komið frá ríkisstjórninni sem nú situr. Og um flesta flokkana má segja að jteir hafa verið einna uppteknast- ir við að gæla við stóriðjudrauma sem hafa ekki borið þann ávöxt sem í upphafi var eftir sóst. Ef til vill er það helst Bandalag jafnað- armanna sem hefur gefið nýjum atvinnumöguleikum verðskuld- aðan gaum. Stefna Alþýðubandalagsins er hins vegar næsta snautleg á þessu sviði enn sem komið er. Það er að sjálfsögðu slæmt því traust at- vinnustefna er ómissandi dráttur Atvinnubylting eða landssala Erlendar skuldir geta leitt til landssölu. Hin nýja hátœknigœti gert draumsýn Karls Marx um paradís á jörðu að veruleika. Vel rekið atvinnulíf er undirstaða velmegunar. Laugardagur 13. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.