Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 6
Byggingafulltrúi Starf byggingarfulltrúa í Keflavík er laust til umsóknar nú þegar. Umsækjendur skulu hafa réttindi sem kraf- ist er í byggingarreglugerð. Laun samkvæmt kjara- samningum S.T.K.B. Upplýsingar um starfið veitir byggingarfulltrúinn í Keflavík í síma 92-1553. Um- sóknir sendist undirrituðum. Bæjarstjórinn í Keflavík Hafnargötu 12 230 Keflavík Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ef nisvinnslu á Suðurlandi 1985. (Heildarmagn 55.000 m3). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Selfossi frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 22. apríl 1985. Vegamáiastjóri. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Laxárdals- heiði. (Undirbygging 37.000 m3, burðarlag 21.000 m3 og malarslitlag 5.000 m3). Verki skal lokið 1. október 1985. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Borgarnesi frá og með 15. apríl n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 29. apríl 1985. Vegamálastjóri. Sögufélag Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 27. apríl 1985 í veitingahúsinu Duus við Fischerssund og hefst kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gunnar Karlsson, prófessor, flytur erindi: Staða kvenna á þjóðveldisöld. Stjórnin. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í efnisvinnslu í Reykjanesumdæmi. (Magn 20.000 m3). Verki skal lokið í ágústmánuði 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík frá og með 15. apríl n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann22. apríl 1985. Vegamálastjóri. W% Frá Grunnskólum ^ Garðabæjar Vorskóli Innritun sex ára barna þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1979, fer fram í Flataskóla s. 42656 og Hofs- staðaskóla s. 41103 vikuna 15.-19. apríl kl. 10-15. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma, eigi þau að stunda forskóla- nám næsta vetur. Ertu að flytja í Garðabæ? Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytja í Garðabæ fyrir næsta vetur fer fram í skólanum vikuna 15.-19. apríi. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og ung- lingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á ofan- greindum tíma. Nemendur sem fara í 6.-9. bekk næsta vetur eru innritaðir í Garðaskóla s. 44466. Nemendur sem fara í forskóla - 5. bekk næsta vetur eru innritaðir í Flataskóla s. 42656 ÍÞRÓTT1R Handbolti Vfldngur úr leik Valur vann 28-23 og er eina liðið sem getur veitt FH keppni úr þessu Víkingar eru líklega búnir að missa af möguleika á Islands- meistaratitlinum þetta árið, en þeir töpuðu fyrir Val í Hafnar- firði í gærkvöldi. Valsmenn unnu með 28 mörkum gegn 23 eftir að staðan var 14-11 fyrir Val í hálf- leik. Víkingar byrjuðu mjög illa og mistókust 6 fyrstu sóknir þeirra. Valsmenn komust í 3-0, en Vík- ingar jöfnuðu 4-4. Valsarar náðu aftur yfirhöndinni og sigu framúr og leiddu með 3 mörkum í hálf- leik, 14-11. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, Valsmenn juku forskotiðíómörk, 17-11. Þátóku Víkingar aftur við sér og með 4 mörkum í röð, minnkuðu þeir muninn í 1 mark, 19-18. Þegar staðan var 20-19 þéttu Valsmenn vörnina og Einar Þorvarðarson lokaði markinu, og staðan breyttist í 24-19 og aðeins 9 mín. eftir. Eftir þetta náðu Víkingar ekki að ógna Valssigri og loka- staðan 28-23. Leikurinn var þokkalega vel leikinn, en sveiflukenndur. Vals- liðið var mjög jafnt eins og kvöld- ið áður gegn KR, með þá Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Guð- mundsson sem bestu menn ásamt Einari í markinu. Víkingar virð- ast sakna Guðmundar Guð- mundssonar og vantaði oft nokk- uð á að leikkerfi þeirra gengi upp og sóknirnar þá oft ráðleysis- legar. Kristján Sigmundsson varði mjög vel og Steinar Birgis- son hélt liðinu á floti í byrjun. Aðrir voru svipaðir. Mörkin: Valur: Valdimar Grímsson 5, Jakob Sigurösson 5, Jón Pétur 5/3, Þor- björn Guðmundsson 4/1, Theódór Guð- finnsson 3, Júlíus Jónasson 3, Þorbjörn Jensson 2 og Geir Sveinsson 1. Víkingur: Steinar Birgisson 6/1, Þor- bergur Aðalsteinsson 5, Viggo Sigurðsson og Karl Þráinsson 3, Hilmar Sigurgíslason 4 og Einar Jóhannesson 2. HS/gsm Jón Pétur Jónsson var Valsmönnum drjúgur gegn Víkingi í gærkvöldi. Handbolti Sveiflukennt FH missti forskotið en vann KR 27-23 Þegar 25 mínútur voru liðnar af leik FH og KR í úrslitakepp- ninni í Hafnarfirði í gærkvöldi var staðan orðin 14-5, FH í hag. Sigur í höfn? Jú, kannski, en KR- ingar bitu hressilega frá sér, einu sinni sem oftar og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk áður en FH tók af skarið á ný og sigraði að lokum 27-23. Þar með er FH með 5 stiga forystu á Val þegar 6 leikir eru eftir á lið. FH lék af krafti, útfrá góðri vörn, og auðvelt var það gegn áhugalausum KR-ingum. En síð- ustu fimm mínútur fyrri hálfleiks gerði KR fimm mörk í röð og staðan í hléi því 14-10, var 14-5 rétt áður. KR-ingar tóku síðan Kristján Arason og Hans Guð- mundsson úr umferð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 18-16, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Undir lokin gerði síð- an FH fjögur mörk í röð, breytti stöðunni úr 22-19 í 26-19. Síðan 27-20 en KR gerði síðustu 3 mörkin. Hans átti mjög góðan leik með FH og Kristján var drjúgur. Þorgils Óttar Mathiesen naut sín að vanda þegar þeir tveir voru teknir úr umferð. Guðjón Árna- son lék mjög vel í fyrri hálf- leiknum og Jón Erling Ragnars- son sömuleiðis í þeim seinni. Haukur Geirmundsson var yfir- burðamaður hjá KR og Haukur Ottesen stóð sig einnig vel. Jens Einarsson varði ágætlega fyrsta korterið og Guðmundur Jóhann- esson sem fékk síðar að spreyta sig stóð fyrir sínu. Mörk FH: Hans 9 (2v), Kristján 6, Jón Erling 4, Þorgils Óttar 4 og Guðjón Á. 4. Mörk KR: Haukur G. 8, Olafur Lárusson 5 (2v), Haukur Ott. 4, Páll Björgvinsson 2, Hörður Harðarson 2, Friðrik Þorbjörnsson 1 og Bjarni Ólafsson 1. Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson dæmdu sæmilega. - hs/VS Staðan í 1. deiid karla i hanknattleik eftir leikina í gærkvöldi: FH..............12 8 3 1 309-280 19 Valur.......... 12 5 4 3 243-243 14 Víkingur....... 12 5 1 6 257-258 11 KR............. 12 1 2 9 249-277 4 V.Pýskaland Bremen stigi fra Bayem Markvörður Gladbach varði tvö víti. Stuttgart malaði Diisseldorf Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Werder Bremen er aðeins stigi á eftir Bayern Munchen í barátt- unni um meistaratitilinn í vestur- þýsku knattspyrnunni eftir 2-0 sigur á Mönchengladbach, sem er í þriðja sæti, í gærkvöldi. Bremen var mun betri aðilinn og Rudi Völler skoraði gott skallamark í fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Gúnter Hemanns. Bremen fékk síðan víti, en Ulrich Sude markvörður Gladbach gerði sér lítið fyrir og varði frá Uwe Reinders. Á 69. mín. fékk Bremen annað víti og aftur varði Sude, nú frá Norbert Meier! Meier fylgdi hins vegar vel og náði að skora, 2-0. Stuttgart vann stórsigur á Fort- una Dússeldorf, 5-2. Guido Buc- hwald 2, Karl-Heinz Förster, Karl Allgöwer og Júrgen Klins- mann skoruðu mörkin fyrir Stutt- gart. Förster gerði einnig sjálfs- mark og Rudi Bommer gerði hitt mark Dússeldorf. Ekkert var sýnt frá leiknum í sjónvarpi og ekkert minnst á Atla Eðvaldsson. í þriðja leiknum vann Kaisers- lautern loks sigur- vann Karlsru- he 3-1. Efstu og neðstu lið eru þá þessi: BayernMunchen 26 15 7 4 60-34 37 Bremen.........26 14 8 4 69-40 36 Gladbach......25 13 6 6 64-38 32 Stuttgart......27 12 4 11 69-47 28 Dusseldorl....26 6 7 13 42-57 19 Bielefeld.....25 3 11 11 29-50 17 Braunschw.....25 7 2 16 30-59 16 Karlsruher....26 3 9 14 34-69 15 Fimm leikir eru á dagskrá í dag - þar á meðal Bayern-Schalke og Uerdingen-Hamburger SV. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNÍ Laugardagur 13. apríl 1985 Markahæstir: Kristján Arason, FH...............78 Hans Guðmundsson, FH..............75 Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi..66 ViggóSigurðsson, Víkingi..........63 HaukurGeirmundsson.KR.............54 Jakob Jónsson, KR.................54 Þriðja úrslítaumferðln fer fram í Laug- ardalshöllinni, hefst á miðvikudags- kvöldið og lýkur á föstudagskvöldið. Lokaumferðin verður síðan á sama stað 26.-28. april. Körfubolti Öruggt hjá lands- liðinu Landsliðið í körfuknattleik átti í litlum erfíðleikum með pressu- liðið í Keflavík í gærkvöldi. Landsliðsmcnnirnir, sem halda á Polar Cup í Finnlandi eftir nokkra daga, sýndu oft mjög góð- an leik og sigruðu 107-83. Valur Ingimundarson var stigahæstur hjá landsliðinu með 22 stig en Pét- ur Guðmundsson var atkvæðam- estur hjá pressuliðinu - tróð nokkrum sinnum með tilþrifum en samæfíngarleysi liðsins háði honum og því mjög. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.