Þjóðviljinn - 13.04.1985, Qupperneq 10
AWINNUUF
Iðnaður: Huga verður að því á hvaða sviðum helst er von til þess að auka megi
útflutning á iðnaðarvörum.
leiðir aðeins til 3% aukningar á
útflutningsverðmæti í heild.
Helsta forsenda aukinnar
verðmætasköpunar sjávarútvegs-
greina er að það takist að auka
gæði afurðanna. Bætt meðferð og
vitlegt skipulag veiða og vinnslu
getur skilað miklu í þessu efni.
Einnig er unnt að auka útflutn-
ingsverðmæti með breyttri
vinnslu, með því að fullvinna
afurðir í meira mæli en nú er gert,
með því að vinna nýjar afurðir og
þá kannski fremur með breyttum
vinnsluaðferðum en með því að
vinna nýjar tegundir. í framtíð-
inni hlýtur að verða að leita nýrra
markaða og laga sig að þeim kröf-
um sem þar eru hvort sem um er
að ræða ferskan fisk, saltaðan
eða frystan ellegar fisk verkaðan
með öðrum hætti.
Markmiðið er að fá aukið verð-
mæti úr sama magni. Tímabund-
in aukning gæti þá orðið á mann-
afla í fiskiðnaði. Innan áratugs
kann ný tækni hins vegar að leiða
til breyttra aðstæðna og fækkun-
ar starfsfólks.
Iðnaður
Öðrum iðnaði en fiskiðnaði má
skipta í ýmsa flokka. Þar er um að
ræða neysluvöruiðnað sem fram-
leiðir fyrir innlendan markað,
fjárfestingavöruiðnað sem fram-
leiðir fyrir innlendan markað og
svo þjónustuiðnað. í>á er hér úr-
vinnsíuiðnaður sem framleiðir til
útflutnings úr innlendu hráefni,
fyrst og fremst ull og skinnum.
Einnig ber að nefna stóriðju. Iðn-
aður sem framleiðir úr innflutt-
um hráefnum til útflutnings er
óverulegur, sem sést best á því,
að að slepptu sjávarfangi, afurð-
um ullar og skinna, kísilvörum og
áli er útflutningur iðnaðarvöru
aðeins 1.2% af heildarútflutningi
landsmanna.
í umræðum í dag er iðnaði jafn-
an ætlað að taka við stórum hluta
þess mannfjölda sem kemur á
vinnumarkað á næstu árum. Sú
framtíðarsýn hefur hins vegar æði
oft verið byggð á veikum rökum.
Það hefur verið litið til landbún-
aðar og dregin svipuð ályktun og
hér að framan. Þar verður fækk-
un, en ekki fjölgun. Á sama hátt
hefur verið litið til fiskveiða og
fiskiðnaðar og sú ályktun dregin,
að þar sé ekki verulegrar
aukningar að vænta. Síðan er því
bætt við, að ekki geti allir lifað af
því að klippa hver annan. Þjón-
ustugreinarnar fái ekki þrifist
nema undirstaðan sé einhvers-
staðar lögð og því hljóti iðnaður
að vera atvinnuvegur framtíðar-
innar. Það hefur farið minna fyrir
því að dregin væri upp mynd af
því hvaða atvinnutækifæri muni
bjóðast í iðnaði. Þetta endur-
speglar, að hér er engin markviss
stefna um iðnaðaruppbyggingu.
■ Það verður að setja markmið
um markaðshiutdeild einstakra
samkeppnisgreina og leitast við
að treysta samkeppnishæfni með
hagræðingu og bættu skipulagi.
■ Það verður að huga að því á
hvaða sviðum helst er von til þess
að auka megi útflutning á iðnað-
arvörum. í því sambandi beinist
athyglin e.t.v. fyrst að þjónustu
og fjárfestingariðnaði í tengslum
við sjávarútveg. Á þessu sviði
búum við að tiltölulega stórum
heimamarkaði og góðri þekk-
ingu. Það er víst, að erlendis er
borin nokkur virðing fyrir verk-
tækni okkar. Efling þessara
greina til útflutnings mundi ekki
aðeins afla okkur gjaldeyris-
tekna, heldur einnig tryggja að
íslenskur sjávarútvegur verði
alltaf í fremstu röð.
■ Nýta verður hágkvæma kosti á
sviði orkufreks iðnaðar. Sé hrá-
efnisöflun, framleiðslutækni og
markaðsfærsla á okkar valdi er
eðlilegt að slíkur iðnaður sé að
stórum eða mestum hluta í eigu
íslendinga. Ef erlendir aðilar
hafa þessa þætti á sinni hendi eða
rekstraráhætta er mjög mikil þarf
í hverju tilviki fyrir sig að meta
hve skynsamleg innlend eignar-
aðild er.
■ Samstarf við erlenda aðila á
sviði almenns framleiðsluiðnaðar
getur opnað markaði og aflað
okkur tækniþekkingar. Aðgát
verður hins vegar að hafa í þessu
efni svo erlendir aðilar verði ekki
ráðandi í efnahagslífinu.
Með öflugu uppbyggingar-
starfi á íslenskur iðnaður að geta
skilað fjölda nýrra starfa á kom-
andi árum.
Aðrar greinar
Nauðsynlegt er að huga að út-
flutningsaukningu og gjaldeyris-
öflun á öllum sviðum.
■ Ferðamannaiðnaður hefur
verið í töluverðum vexti og á því
sviði má án efa auka gjald-
eyrisöflun á næstu árum. Al-
mennur ferðamannatími er hins
vegar mjög stuttan hluta ársins
svo erfitt getur reynst að ná góðri
nýtingu.
■ Gjaldeyristekjur má auka á
ýmsum sviðum þjónustu. Á ein-
stökum sviðum búum við að
góðri tækniþekkingu, m.a. varð-
andi nýtingu jarðvarma. Þá
þekkingu er hægt að selja öðrum
þjóðum í auknum mæli.
■ Tækniþjónusta var nefnd í um-
fjöllun um sjávarútveg ásamt
aðfanga- og fjárfestingariðnaði
honum tengdum. íslensk . fyrir-
tæki eiga einnig að geta tekið að
sér söluþjónustu á sviði sjávaraf-
urða og aðfanga til sjávarútvegs í
öðrum löndum. Til þess að svo
geti orðið þarf að bæta og stór-
auka sölustarfsemi.
■ Bygginga- og verktakastarf-
semi á að geta haslað sér völl á
sviði útflutnings.
■ íslensk fyrirtæki ættu að geta
tekið að sér verkþætti í stórum
verkefnum í þróunarlöndum. Nú
er gert ráð fyrir auknu samstarfi
Norðurlanda á þessu sviði og ís-
lendingar verða að hafa vakandi
auga fyrir öllum möguleikum.
■ Þó ólíklegt sé að íslendingar
verði samkeppnisfærir í almennri
tölvuframleiðslu næstu árin eru
möguleikar á að með skipulegu
starfi geti hugbúnaðargerð orðið
umfangsmikil atvinnugrein á ein-
stökum sérhæfðum sviðum.
Sé vel haldið á spöðunum og
hugviti beitt má á flestum sviðum
afla gjaldeyris.
■ Verslun
Síðari árin hefur verið nokkur
aukning mannafla í verslun. Sú
aukning kann að halda eitthvað
áfram ef umsvif aukast í efnahag-
slífinu en einmitt á sviði verslunar
er þess að vænta að tækniframfar-
ir leiði til fækkunar. Tölvuvæðing
og aukin hlutdeild stórmarkaða í
smásöluverslun gerir að verkum
að færra fólk getur séð um aukin
umsvif.
■ Byggingarstarfsemi
Líklegt er að íbúðabyggingar
haldist í meginatriðum óbreyttar
næstu ár en umsvif í byggingar-
starfseminni ráðast að öðru leyti
af framkvæmdum fyrirtækja og
opinberra aðila. Hlutfall af
heildarmannafla gæti haldist
óbreytt frá því sem nú er.
■ Samgöngur
Aukin umsvif í samgöngum síð-
ustu ár hafa ekki kallað á aukinn
mannafla og sú hagræðing sem
orðið hefur heldur enn áfram. Á
þessu sviði er ekki að vænta
mikillar fjölgunar starfsfólks.
■ Bankar og tryggingar og þjón-
usta við atvinnulíf
Ólíklegt er að mikil þensla síðari
ára haldi áfram. Bankaþjónusta
og tryggingastarfsemi mun enn
aukast en tölvutæknin dregur úr
starfsmannaþörf. Ýmis konar
þjónusta við atvinnurekstur mun
hins vegar fara hraðvaxandi.
■ Þjónustustarfsemi
Þjónustugreinar geta þanist eins
og almennur kaupmáttur og
skattgreiðslur geta borið.
Aukning á þeim sviðum er háð
framförum í öðrum greinum og
pólitískum ákvörðunum. Áfram-
haldandi fjölgunar má vænta. f
þessum greinum ekki síður en
öðrum er brýnt að ýtrustu hag-
kvæmni sé gætt, þannig að sem
mest þjónusta fáist fyrir það fé
sem til ráðstöfunar er á hverjum
tíma. Forgangsröð þarf einnig að
skoða, t.d. hvort skynsamlegt sé í
heilbrigðiskerfinu að leggja alla
áherslu á lækningar fremur en
heilsuvernd.
Samhengi
atvinnulífsins
Ef grannt er skoðað samhengi
íslensks atvinnulífs er ljóst, að
fiskveiðar eru frumforsenda þess
efnahagslífs sem við búum að.
Ýmis konar aðfangaiðnaður og
þjónusta vinnur fyrir fiskveiðarn-
ar og má þar nefna t.d. skipa-
smíðar, veiðarfæraiðnað, verslun
og ýmislegt fleira. Margs konar
úrvinnsluiðnaður og þjónusta
tekur við þeim afurðum sem fisk-
veiðarnar skila. Má þar nefna
fiskvinnslu, flutningaþjónustu,
byggingarstarfsemi, verslun og
margt fleira. Fiskveiðarnar og
þær greinar sem þeim þjóna,
Íeggja síðan forsendur að neyslu-
vöruiðnaði í landinu, margs kon-
ar þjónustu við einstaklinga og
opinberri þjónustu.
Eins og fram kemur hér að
framan er nær óhugsandi að ná
verulegri framsókn í tekjum og
atvinnutækifærum nema verð-
mætaaukning verði í sjávarútvegi
og í þeim greinum sem þjóna
honum. Samhliða verður hins
vegar að auka útflutning annarra
greina og ná þannig meiri breidd
og auknu jafnvægi í atvinnulíf-
inu.
Árið 1981 var heildarfjöldi árs-
verka talinn rúm 109 þúsund.
Fram til aldamóta gæti fjölgun á
vinnumarkaði numið um 35 þús-
undum. Fjölgunin ræðst annars
vegar af breytingum á atvinnu-
þátttöku, sem aftur ákvarðast af
breytingum á skólagöngu, starfs-
aldri svo og vinnu giftra kvenna
utan heimilis, svo helstu þættir
séu nefndir. Hins végar er al-
mennt atvinnuástand afgerandi
um hver þróunin raunverulega
verður.
Þaö vantar stefnu
Þegar leitað er svara við því af
hverju við höfum dregist aftur úr
öðrum þjóðum á síðustu árum er
naumast vafi á að óljós markmið í
atvinnumálum ráða miklu. Það
má raunar taka svo djúpt í árinni,
að segja að hér hafi engin stefna
verið í þeim efnum. Líklega var
síðasta stefnumarkandi ákvörð-
un, sem stjórnvöld hafa tekið
varðandi atvinnumál, ákvörðun
um uppbyggingu togaraflotans
og frystihúsanna. Þessi ákvörðun
var tekin fyrir um hálfum öðrum
áratug.
Atvinnumál á íslandi hafa ein-
kennst af bráðabirgðaráðstöfun-
um og handahófskenndu poti,
sjaldan hefur verið um sam-
ræmda framkvæmd að ræða.
Stefnumótun og breyttar áhersl-
ur í atvinnulífinu eru forsendur
árangurs.
■ Stefnumörkun
Stjórnvöld verða að marka
skýrar línur um stefnu komandi
ára og samstilla alla þætti til að
tryggja þeirri stefnu framgang.
Fj árfestingalánakerfið,
menntakerfið og beinar
stjórnvaldsaðgerðir verða að
þjóna stefnunni, í stað þess að
eitt vinni gegn öðru.
■ Áhersla á nýsköpun
Það er ljóst að í íslensku atvinnu-
lífi hefur lengi verið lögð áhersla
á að halda í það sem hefðbundið
getur talist. Minna hefur verið
hugað að nýsköpun.
Eins og nánar verður vikið að hér
á eftir kemur dýrkun þess hefð-
bundna fram á ótal sviðum.
Miklu skiptir að hér verði við-
horfsbreyting og sú hugsun ráð-
andi að allir möguleikar séu
metnir út frá hagkvæmnissjónar-
miði í víðum skilningi og áhersla
lögð á atvinnurekstur sem getur
greitt hátt kaup og er líklegur til
þess að lyfta tæknistigi þjóðfél-
agsins.
■ Lánakerfi
Samræmingu og skýrar viðmið-
anir vantar í lánakerfinu. Sam-
hæfa verður starf lánasjóða og
bankakerfisins að uppbyggingu
atvinnulífsins. Fjármagnið verð-
ur að nýta til þeirra framkvæmda
og reksturs sem fjárhagslega er
hagkvæmastur og losa um böndin
við hefðbundin verkefni svo ný-
sköpun fái jafnan aðgang að fé.
Nokkur áhætta er réttlætanleg
þegar nýsköpun á í hlut og minna
verður á að ekki er síður mikil-
vægt að leggja fjármagn í t.d.
markaðsöflun en húsnæði og
tæki.
Vexti verður að lækka bæði til
þess að auka svigrúm fyrir launa-
hækkanir og möguleika á eigin-
fjármyndun í fyrirtækjunum.
■ Rannsóknir
Rannsóknir hér á landi eru tak-
markaðar. Við eyðum minni fjár-
hæðum hlutfallslega til þeirra en
flestar nálægar þjóðir.
Rannsóknarstarfsemi er ekki
nægjanlega tengd atvinnurek-
strinum og þeirri vöru og tækni-
þróun sem hann þarf á að halda.
■ Menntakerfi
Menntun á íslandi þjónar ekki
nægilega þörfum samtíðarinnar.
Menntakerfið verður á hverjum
tíma að þróast í takt við atvinnu-
líf, og taka tillit til framvindu
tækni og vísinda. Fólki verður að
gefast tækifæri til menntunar allt
æviskeiðið. Menntakerfið verður
að fullnægja þörfum atvinnulífs-
ins m.a. með aukinni fjölbreytni.
Hafa verður í huga, að
menntunin nýtist einstaklingun-
um aðeins að takmörkuðu leyti
fái þeir ekki tækifæri til þess að
spreyta sig í starfi á þeim sviðum
sem þeir hafa lagt áherslu á í
námi.
■ Sölustarfsemi
Sölukerfi á íslenskum afurðum
erlendis er sundurgreint og í allt
of ríkum mæli aðgreint frá fram-
leiðslunni. Sérstök sölusamtök
sjá um sölu á frystum afurðum,
önnur um sölu á saltfiski og þau
þriðju á þurrkuðum fiski.
Utanríkisþjónustan sinnir veislu-
höldum og formlegum sam-
skiptum, en í litlum mæli sölu-
mennsku fyrir íslenskar afurðir
og öflun tækni fyrir íslenska
framleiðslu.
Sölusamtökin sjá hver um sig um
að koma viðkomandi afurð á
framfæri, en sinna ekki öðrum
tegundum framleiðslu eða leita
eftir hvort þau lönd sem þau selja
í hafa upp á eitthvað að bjóða,
sem uppfyllt getur okkar þarfir.
Framleiðendur líta svo á, að það
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1985