Þjóðviljinn - 13.04.1985, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Qupperneq 20
20-30 íslending- ar á norrœna listahátíð Ung Nordisk Kulturfestival haldiðí Stokkhólmiíágúst. Hópardansara, leikara og myndlistarnema fara héðan. Dóttir Per Gyllenhammar átti hugmyndina. Allt bendir til þess að 20-30 manna hópur ungra íslenskra listamanna taki þátt í stórri norrænni listahátíð sem hald- in verður í Stokkhólmi í ágúst og stenduríheilaviku. Verða þar á ferð dansarar, leikarar, myndlistarmenn og sennilega tónlistarmenn og rithöfundar. Það var ung sænsk kona, myndlistarneminn Charlotte Gyllenhammar (dóttir Per Gyll- enhammar forstjóra Volvo sem var hér að messa yfir Viðskipta- þingi á dögunum) sem fékk þessa hugmynd að halda stórt festival þar sem ungt listafólk á Norður- löndunum gæti blandað geði og séð hvað hinir eru að gera. Hún bar þetta undir stjórn Kunsthög- skolan í Stokkhólmi þar sem hún er í námi og fyrr en varði fór bolt- inn að rúlla. Dagana 16.-23. ág- úst í sumar verður því efnt til Ung Nordisk Kulturfestival á Skepps- bolmen í Stokkhólmi og Char- lotte verður framkvæmdastjóri. Þarna mun koma saman fólk úr öllum listgreinum, flest undir þrí- tugu. Blanda af listnemum og ungum atvinnulistamönnum frá öllum Norðurlöndum. Hátíðin verður haldin í húsakynnum Mo- derna Museet í miðborg Stokk- hólms, myndlistarsýningarnar verða í húsum þar skammt frá og einnig verður notast við útisenu á lítilli eyju í miðborginni. Kolbrún Halldórsdóttir frá leikhópnum Svart og sykurlaust sagði í viðtali við blaðið að haft hefði verið samband við hana ásamt fleirum og hópnum boðið að vera með. Fara sex manns frá leikhópnum. Einnig var boðið dönsurum og fer 8 manna hópur sem er blanda úr íslenska dansf- lokknum og fólki sem starfar í Kramhúsinu. Verða þau með sýningu eftir þær Láru Guð- mundsdóttur og Auði Bjarna- dóttur frá íslenska dansflokknum og Höllu Margréti Árnadóttur úr Kramhúsinu. Er þetta blanda úr klassískum og nútímadansi, sam- ið sérstaklega fyrir hátíðina og tekur hálfan annan tíma í sýn- ingu. Þá fer 7-9 manna hópur myndlistarnema af fjórða ári í Myndlista- og handíðaskólanum og einnig er fyrirhugað að ein- hverjir úr röðum rithöfunda og tónskálda sláist í för. Að sögn Kolbrúnar er ekki ól- íklegt að íslenski hópurinn slái sér saman og standi fyrir sam- eiginlegum uppákomum enda hefur flest þetta fólk unnið saman hér heima og þekkist vel. -ÞH Ný þjónusta 1 otan flutning á mikilvægum póstsendingum milli landa. og síma mikilvæg gögn og varning á stysta mögulega landa. Við tökum við forgangspósti í póstmiðstöðinni í Múlastöð víð Suðurlandsbraut. Þar er hann sérstaklega merktur og aðgreindur frá öðrum pósti, sendingin er skráð og kvittað fyrir móttöku. Því næst er forgangspóstinum komið beint á næsta flug til viðkomandi áfangastaðar. Erlendis taka sérstakir sendimenn póstþjónustunnar við ogflytja forgangspóstinn rakleiðis stystu leið til viðtakanda. Fyrstumsinngeturþú sent forgangspóst tilStóra-Bretlands, Frakklands, Hollands, Luxemborgar, Svíþjóðarog Finnlands en fljótlega bætast fleiri lönd í hópinn. Til þess að þessi nýja þjónusta nýtist sem best tökum við á móti forgangspósti alla daga vikunnar: Mánud. - föstud. 07:30-20:00 Laugard. 07:30-13:00 Sunnud. 13:30-17:00 PÓST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN TIL ÚTLANDA I I > Flugleiðirbpöa flug og bíl í tengslum við áætlunarflug félagsins til 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentar enginn ferðamáti þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Við hittum ykkur kannski í Búdapest. Fyrir þá semvilja skoða heiminnog skiljahannbetur LEITIÐ FREKARI UPPLÝSINGA UM FLUG & BÍL Á SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIDA, HJÁUMBOÐSMÖNNUM FÉLAGSINS, EÐAÁ FERÐASKRIFSTOFUNUM. .. imtfcmw C* . flrt T. r ■fp jun v* 4*tíK\ ..iJ1%. n k .*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.