Þjóðviljinn - 23.05.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Síða 1
GARÐAR OG GRÓÐUR LANDHE) HEIMURINN Fiskvinnsla Hvemig erþetta hægt? íslendingar seljafiskfyrir Dani á sama verði og íslenskanfisk. Þeir borga líka helmingi meirafyrir hráefnið Vinnuskóli Reykjavíkur Börn í bónus- vinnu Verkstjórarnir ákveða hverjirfá bónusinn. Lœgra kaup en í Kópavogi. Formgalli á afgreiðslunni í borgarkerfinu? Laun 14 og 15 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verða í sumar 48 og 54 krónur á tímann. Hins vegar verður tekið upp bónuskerfí og ákveða verk- stjórar og viðskiptamenn skólans hvaða einstaklingar og vinnu- flokkar fá bónusinn. Einstaklingar geta aukið laun sín um 6 prósent „í hlutfalli við almenna einkunnagjöf“. en vinnuflokkar um 10%. I sam- þykktri tillögu meirihluta stjórn- ar Vinnuskólans segir að ákvörð- un um launaauka fyrir vinnuhóp verði í höndum „eins manns sem starfar í samráði við skólastjóra, leiðbeinendur og þá sem njóta þjónustu Vinnuskólans". Bónus í vinnuskólum unglinga er nýmæli. Annað nýmæli er að launaauki er ákveðinn einhliða af atvinnurekanda, en á almennum markaði er bónusviðmiðun samningsmál. í Vinnuskóla Kópavogs eru laun sambærilegra hópa 49,90 og 56,15 krónur á tímann, án bónus- kerfis. Kristín Á. Ólafsdóttir bar fram tillögu um slík laun í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur, en í fundargerð frá stjórninni var til- lagan í bókunarformi, og lá því aðeins afstaða meirihluta stjórn- arinnar, Kolbeins Pálssonar og borgarverkfræðings, fyrir borg- arráði sem tillaga frá Vinnuskóla- stjórninni. Verið getur að málið verði tekið upp aftur vegna þessa formgalla og færi þá fyrir borgar- ráð og jafnvel borgarstjórnar- fund. -m Við skoðuðum nokkur frysti- hús í Danmörku, þar sem vcr- ið var að vinna þorsk og rauð- sprettu í umbúðir bæði fyrir Coldwater fyrirtæki SH og Ice- landic Seafood Corporation fyrir- tæki SÍS. Þessi fískur er svo seld- ur á sömu mörkuðum og fiskur- inn okkar. En sá er munur á, að fiskvinnslukona í Danmörku fær 260 kr. íslenskar á tímann og er þá bónus meðtalinn, en íslensk fiskvinnslukona fær með bónus, eftir- og næturvinnu í meðalkaup 126 krónur á tímann. Ég sá Dan- ina kaupa þorsk á markaði eða uppboði fyrir sem svarar um 40 krónum íslenskum á kílóið, en frystihúsin hér greiða meira en hehningi lægra eða um 18 krónur fyrir kflóið. Þetta sagði Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í samtali við Þjóðviljann í gær en hann er ný- kominn frá Danmörku. Jón sat þar ráðstefnu um vinnuvernd fiskvinnslufólks en notaði tæki- færið og kynnti sér gang mála í nokkrum frystihúsum. Jón sagði að Danirnir hefðu sagt að þeir keyptu þorsk frá Pól- landi, rauðsprettu frá Hollandi og greiddu sem svaraði 30 krón- um tslenskum fyrir kílóið af henni, en hér á landi eru greiddar 6,60 til 9,30 krónur fyrir kílóið. Þá sagði Jón að þeir flyttu fisk þvert yfir Danmörku, margra klukkustunda ferðalag með fiskinn og eitthvað hlyti slíkur flutningur að kosta. Þessi fiskur er svo seldur á sömu mörkuðum og væntanlega fyrir sama verð og fiskur frá íslandi. Þjóðviljinn innti Eyjólf ísfeld forstjóra SH eftir því hvernig Danir gætu greitt helmingi hærra verð fyrir vinnu og hráefni en ís- lendingar, en samt selt vöruna á sama verði og þeir, og líka grætt á henni! Hann sagðist engar skýr- ingar hafa á þesu. Benti á að Ðanir teldu sig geta unnið í blokk fyrir 1 dollar pundið en það gætu íslendingar ekki. Þá benti Eyjólf- ur á að vinnulaun væru ekki nema 25% af framleiðslukostnaði hér, hráefni 50%, en aftur á móti væri fjármagnskostnaður hér 15-20% sem væri miklu hærra hlutfall en í Danmörku. -S.dór Þær sögðust vera blómadísirnar úr Blómafélaginu. Þær voru kátar og hressar í blíðviðrinu í gær, þar sem við hittum þær í Hafnarfirði í óða önn að gera klárt fyrir sumarið. Mynd E.OI. VSI Pólitískar dylgjur Þröstur Ólafsson: VSÍhefur svikið handsöluð loforð Þetta eru fráleitar pólitískar dylgjur hjá Magnúsi Gunn- arssyni og bera síður en svo vitni um fagleg vinnubrögð. Og það er gersamlega fáheyrt af fram- kvæmdastjóra VSÍ að ryðjast fram í mjög erfiðri og viðkvæmri stöðu með pólitískt glamur eins og Magnús í Morgunblaðinu í gær. I rauninni er það ekkert nema hreint ábyrgðarleysi að ætla að hefja samningalotuna með þessum hætti. En það sýnir það eitt að VSÍ virðist alls ekki hafa félagslegan þroska til að geta samið sig út úr jafn erfiðri deilu og nú er í uppsiglingu. Þetta sagði Þröstur Ólafsson í viðtali við Þjóðviljann í gær í til- efni af fáheyrðri árás fram- kvæmdastjóra VSÍ á ýmsa for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar í Morgunblaðinu í gær. En þar hélt Magnús því fram að nafngreindir forystumenn hreyfingarinnar væru „að nota hagsmuni verkafólks í landinu í kosningaleik“. Þeim væri ekki umhugað um að „reyna að efla kaupmáttinn heldur Alþýðu- bandalagið“. „Eftir síðustu samninga lágu fyrir handsöluð loforð frá forystu VSÍ um að gera ákveðna hluti til úrbóta, til að leysa mjög aðkall- andi vanda innan sumra félaga. Það var svikið“, sagði Þröstur. „Því var ekki sinnt vegna póli- tískrar refskákar innan Sjálfstæð- isflokksins. Lausn á þeim málum er hins vegar af okkar hálfu alger forsenda fyrir heildarlausn". „En það eru enn margir mán- uðir til haustsins, og sé raunveru- legur vilji fyrir hendi, þá er hægt að leysa þau faglega í tíma. En ætli menn að fara út í pólitískt slagorðastríð eins og Magnús Gunnarsson í Morgunblaðinu í gær, þá er ekki nokkur von til að þau leysist, þá er jafnvel vafi á því að menn vilji lausn“, sagði Þröstur að lokum. -ÖS Sjá viðtal viðforseta ASÍ á bls. 2. Heimsmet ígöngu! Breskur hermaður setti um helgina nýtt heimsmet í göngu. Hann gekk óslitið meira en' 407,25 mílur, sem var gamlaí heimsmetið. Þetta tók hann 159 klukkutíma. Heimsmetið setti hann á íþróttavelli í þýsku borg- inni Dortmund, þar sem hann er staðsettur með breskum hersveit- um. Þess má geta að meðan á göngunni stóð þjáðist hermaður- inn, Michael Barnish, af ofskynj- unum. Meðal annars tók hann eitt sinn af sér skóinn „til að svara símanum".

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.