Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 12
GARÐAR OG GRÓÐUR Uppbygging safnhauga Niels Busk: „Eins og þið sjáið þá er komin hér fyrirtaks mold" BLÓMABÆKUR MÁLS OG MENNINGAR irilTHCflD KAlIUuAn OG ÞYKKBLÖÐUNGAR í glugga og gróðurhús Graslaukur Nafnið Allium mun að því er best er vitað vera gamalt latneskt nafn á hvítlauk. Alls eru þekktar rúmlega 300 Allium-tegundir, ein af þeim er graslaukur. Þessa tegund þarf varla að kynna fyrir lesendum, svo al- gengur er hann hérlendis. Það má kalla graslaukinn heimsborgara, hann er ættaður frá Síberíu, Austur-Evrópu, Japan og Norður-Ameríku. Ýmis afbrigði hafa verið aðgreind, en flest eru þau svipuð aðaltegundinni. Hér- lendis er graslaukurinn ákaflega harðgerður og sættir sig nánast við hvað sem er. Hann vill þó helst fá að vera í friði eftir að hann hefur komið sér fyrir. Niels Busk gefur uppskrift af hvernig réttur safnhaugur á að vera Hvernig væri að spara áburðarkaup eitt vorið og búa til sinn eigin áburð. Það þarf engan tilkostnað, að- eins nýtni nú a síðustu og verstu tímum. Ég hitti Niels Busk sem er garðyrkju- meistari Heilsuhælisins í Hveragerði og gaf hann mér uppskrift af safnhaug. Sú besta næring sem við getum veitt gróðrinum er mold úr góð- um safnhaug, það eina sem þarf að gera er að setja alLan úrgang sem til fellur úr garðinum, svo sem lauf, hey, arfa, ogm.fl., gott er að blanda saman við þetta hrossaskít, fiskimjöli og kalki og erum þá komin með fyrirtaks blöndu. Rétta leiðin við gerð þessara hauga er að þeir halli upp á við, það má ekki láta þá vera í friði, það verður að moka eða stinga þá upp öðru hvoru til að tryggja að umsetningin verði örari. Ef mað- ur er nógu duglegur við að moka hann upp og láta loft leika vel um hauginn, þá tryggir maður sér frískan og góðan áburð með fullt af gagnlegum bakteríum sem geta herjað á þær skaðlegu. í þeim haugum þar sem umsetning er góð þarf ekki að taka lengur en 3-4 mánuði til að framleiða gagn- legan áburð. Síðan er moldin sem hefur myndast úr garðúrganginum látin í beðin eða í matjurtagarðinn og best er að þekja með 3-4 cm þykku lagi yfir jarðveginn. Það er reginmisskilningur að ætla sér að fá góða næringu í garðinn úr lokuðum haug, en margir safna garðúrgangi í lok- aða kassa, og láta síðan úr- ganginn liggja í nokkur ár, þá er Iitli garðyrkjumaðurinn aðeins að koma sér upp forða af klóak- bakteríum. -SP. © Hentug hjólarenna í kjallaratröppurnar Allir kannast við hvað það get- ur verið erfitt að koma hjólinu upp og niður kjallaratröppurnar, ekki síst fyrir þá yngstu í fjöl- skyldunni. Þeir sem kraftana hafa freistast oft til að bera hjólið og ata þá fötin sín gjarnan út í smurningi. Afleiðingin er að hjólið er skilið eftir úti og einn góðan veðurdag er það trúlega horfið! Hjólabretti eins og hér er sýnt er ágæt lausn og einföld og ef það er barnavagn, sem þarf að geyma í kjallaranum, þá verða brettin bara að vera tvö! í hjólabrettið má nota óunnið útitimbur, 2,5 sinnum 15 cm en lengdarmetrinn kostar 32-49 krónur eftir gæðum. Eins og teikningin sýnir eru borðin þrjú í sömu lengd og tröppurnar eru. Eitt er reist upp á rönd næst veggnum, svo hjólið renni ekki ofaní milli brettis og veggjar en hin tvö mynda hina eiginlegu braut. Neðan á henni eru nokkrir kverklistar sem skorða brautina t.d. í annarri hverri tröppu. Til að bretti þessu tagi þoli góða veðrið okkar er best að fúaverja það vel strax í byrjun! s/s 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.