Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 2
'TORGIÐ FRÉTTIR VSI Flokkspólitísk leik-áratta Asmundur Stefánsson: Fœ ekki botn írök Magnúsar Þaö er hlaupinn í þá vorgalsi hjá VSI. Vonandi að hann end- ist frammá haustið! Fullyrðing Magnúsar Gunnars- sonar í Mbl., ber sjálf ekki vitni um annað en flokkspólitíska leik-áráttu. Hún sýnir að VSÍ vill ekki taka á málunum af alvöru, sagði Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ er Þjv. leitaði álits hans á ummælum Magnúsar Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins, sem greint er frá á forsíðu Þjóðviljans í dag. „Ágreiningurinn innan verka- lýðshreyfingarinnar um hvort ganga skuli til viðræðna í vor eða haust ræðst af því að menn meta stöðuna á ólíkan veg og félags- legar forsendur eru misjafnar", sagði Ásmundur ennfremur. „Ég fæ engan botn í þá röksemda- færslu að formenn verkalýðssam- taka séu nú að nota hagsmuni verkafólks kosningaleik. Verka- mannasambandið lítur svo á að ekki eigi að ganga til viðræðna nú og víst er Guðmundur J. í Al- þýðubandalaginu. En ýmsir for- menn samtaka sem vilja ræða málin í vor eru líka í Alþýðu- bandalaginu, til dæmis ég og Guðmundur Þ. Jónsson, Bene- dikt Davíðsson og Guðjón Jóns- son. Hvaða leik ætli við séum í samkvæmt skilgreiningu Magn- úsar“? bsk NÝJU ® ® wáuammmmm okkar við hið undurfagra eru í algjörum sérflokki og staðsetning þeirra í bænum PESCHIERA skapa óteljandi skemmtilega möguleika. Unnendur sumarhúsa norðar í Evrópu kunna sannarlega að meta aðstöðuna við þetta stærsta og fegursta vatn Ítalíu, 370 km2 meira en fjórum sinnum stærra en Þingvallavatn. Öllum verður ógleymanleg skemmtisigling með viðkomu á fjölda staða meðfram ströndinni eða stórkostleg bílferð eftir hinni víðfrægu GARDESANA útsýnishringbraut sem varopnuð1931 umhverfis vatnið. Þess má geta að GARDAWATN hefur orðið íslenskum skáldum yrkisefni, eins og Jóhanni Sigurjónssyni og Gisla Ásmundssyni. Innsbruck Öll aðstaða til sunds, sólbaða og seglabrettasiglinga er hin ákjósanlegasta. Góðirogj ódýrir veitingastaðir_w;f eru á hverju strái og diskótek. s^P.so Sella4r/~V' '^VsoPordoi /^p.so Costalunga > Carezza y ’^-sSk \ Bolzanc Til Innsbruck um 3'h klst. akstur Til Padova um 1 klst. akstur (Trento ÆHi vAjBjBergamo ; * • * * é é ! íitöitöiiUiimSíitíÍtftSiW •**■. iílítl i ái GARDAVATN ýGarda Bardolino PESCHIERA _ A Padova Milano Til Feneyja um V/2 klst. akstur. Til Milano um 1 '/2 klst. akstur t\ Verona vicenza Feneyjar Verð og upp- lýsingará skrifstofunni Mantova c0*5? SP,- RT iTil Florenz um 4 klst. akstur. Til Verona um 'h klst. akstur Til Genova um 3 klst. akstur \\ Florens Boðið er upp á skoðunarferðir, t.d. til VERONA, skoðun listaverka FLORENSBORGAR og FENEYJA eða ferð til INNSBRUCK í Austurríki, og svo mætti wKlengi telja Auk margs annars til skemmtunnar er CANEVA-vatnsleik- völiurinn og GARDALAND einn stærsti skemmtigaröur ftalíu í sannkölluðum DISNEY-land-TIVOLÍ stíi, einnig SAFARI-garður með villtum dýrum o.m.fl. FERÐASKRIFSTOFAN SERSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ BKRIÐ SAMAN OKKAR M Rt) OG \A\\RR\ Laugavegi 28. 101 Reykjavik. Simar 2-97-40 og 62-17-40 L‘i '-‘'iVrÍM \ í ^ fgpi Ásmundur Stefánsson. Samningamálin Átök líkleg íhaust Benedikt Davíðsson: Verðum að hafa samflot til að ná árangri ístóru málunum. Verðum að rétta afsemfyrst r Eg held að allir geri sér grein fyrir því að ef það eiga að vera einhverjar verulegar líkur fyrir því að árangur náist í næstu samningum í þessum stóru mál- um, endurheimtun kaupmáttar og kaupmáttartryggingu þá verð- ur að vera samflot, segir Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna. „Flestum finnst það líklegra að til átaka komi á vinnumarkaðn- um í haust. Við höfum talið þýð- ingarmikið að rétta af sem allra fyrst og getum alveg hugsað okk- ur, þó það hafi ekki komið beint fram í okkar gögnum á for- mannafundinum, að fyrsti áfang- inn í næstu samningum verði frá 1. júnítil 1. september. Út affyrir sig er enginn málefnalegur á- greiningur um það. Ég held að þeir sem leggja mikið upp úr sín- um sérmálum geri sér fulla grein fyrir því að með því að byggja ekki upp samflot þá fórna þeir stöðunni hvað varðar hin stærri mál“, sagði Benedikt. Hann sagði jafnframt að þær leiðir sem hefðu verið kynntar á formannafundinum yrðu nú ræddar í sérsamböndunum og hinum einstöku félögum. „Ég geri ráð fyrir því að næstu tvær vikur eða svo fari í umfjöllun en síðan ræði menn málin sameigin- lega á ný“, sagði Benedikt Dav- íðsson. -Ig. Bakteríur ístuði Oft reynist erfitt að eyða skað- legum bakteríum úr vatni, eins og til dæmis þeirri sem veldur hinni svokölluðu hermannaveiki. Helsta ráðið hefur verið að setja klór í allverulegum mæli í vatn. Það er hins vegar bæði dýrt, daunillt og vont á bragðið! í Bret- landi hafa menn nú þróað aðferð til að drepa bakteríur, þörunga og aðrar illar smáverur í vatni. Settur er vægur straumur á milli rafskauta úr silfri og kopar. Smá- agnir af koparnum hrjóta út í vatnið, eru teknar upp af lífver- unum og drepast svo með kurt og pí. Þetta er, að sögn, mjög ódýr aðferð. _ö§ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.