Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
1. deild
Bikarkeppnin
Leiftur
hefndi
tapsins
Vann Völsung eftir
framlengingu
Leiftur frá Ólafsfírði hefndi
tapsins á Húsavík í 1. umferð 2.
deildarinnar í knattspyrnu með
því að sigra Völsung 1-0 í 1. um-
ferð bikarkeppni KSÍ á Ólafsfírði
í gærkvöldi. Ekkert mark var
skorað í venjulegum leiktíma en í
framlengingu skoraði Akureyr-
ingurinn Helgi Jóhannsson sigur-
mark Leifturs.
Úrslit bikarleikjanna í gærkvöldi
urðu þessi:
Suð-Vesturland
IK-Víkverji...................3-2
Eftir framlengingu
Afturelding-Léttir............2-5
Njarðvík-Selfoss..............2-1
Leiknir R.-Víkingur Ó.........1-2
Skallagrímur-Haukar.......Frestað
Dómarar mættu ekki
ÍBl-Fylkir....................4-2
ReynirS.-Hafnir...............2-1
HV-Stjarnan...................3-4
Eftir vítaspyrnukeppni
Norðurland
Tindastóll-Vaskur.............2-1
Leiftur-Völsungur.............1-0
Eftir framlengingu
Austurland
Hrafnkell-Austri..............1-3
Einherji-Leiknir F........Frestað
ValurRf.-Huginn...............2-3
Þrottur N.-Höttur.............3-0
Víkverji leiddi 2-0 í Kópavogi þeg-
ar 5 mínútur voru eftir. Óskar og Al-
bert Jónsson höfðu skorað snemma
leiks. En þá skoruðu Ólafur Petersen
og Guðjón Guðmundsson glæsimörk
fyrir ÍK og Ólafur tryggði sigur Kópa-
vogsliðsins með marki í byrjun fram-
lengingarinnar.
Reynir lenti í vandræðum með
Hafnir en vann með mörkum Ævars
Finnssonar og Jóns B.G. Jónssonar.
Stjarnan vann á Akranesi eftir
mikla spennu - framlengingu og vít-
aspyrnukeppni.
Þorsteinn Halldórsson 2 og Ber-
gvin Haraldsson gerðu mörk Próttar
gegn Hetti í Neskaupstað.
Enginn dómari mætti til leiks í
Borgarnesi og Haukarnir fóru því
mikla fýluferð.
Ragnar Rögnvaldsson, Guðjón
Reynisson, Guðmundur Jóhansson
og Örnólfur Oddsson skoruðu fyrir
ÍBÍ gegn Fylki.
Eiríkur Sverrisson (víti) og Adolf
Árnason skorðu fyrir Tindastól gegn
Vaski.
-hs
Hörkufjör!
Opið og skemmtilegt ogfjögur mörk á tólfmínútum hjá Fram
og Val
Það var góður og skemmtilegur
leikur tveggja góðra og jafnra
liða sem fram fór á Valbjarnar-
velli í gærkvöldi. Á aðeins 12.
mín. voru skoruð 4 mörk en Vals-
menn voru fyrri til og höfðu yfir
1-0 í hálfleik. Framarar náðu að
jafna tvívegis og lauk leiknum 2-2
og eykur það jafnræðið hjá liðun-
um í deildinni.
Framarar byrjuðu af öllu meiri
krafti og fljótlega átti Ómar
skalla rétt framhjá. Síðan bjarg-
aði Stefán vel með stuttu milli-
bili. Fyrst skot frá Guðmundi
Torfasyni og síðan með góðu út-
hlaupi er Ómar var kominn
innfyrir vörnina. Um miðjan
hálfleikinn náðu Valsmenn yfir-
höndinni og fékk Guðmundur
Þorbjörnsson 2 góð færi en náði
illa til boltans í bæði skiptin.
Guðmundi urðu ekki á nein mis-
tök eftir feilspörk varnarmanna
Fram og þrumaði í netið á mark-
amínútunni.
Síðari hálfleikurinn var nýbyrj-
aður er Friðrik Friðriksson varði
vel frá Vali Valssyni og boltinn
barst fram til Guðmundar Steins-
sonar; en á honum var brotið og
dæmd vítaspyrna. Úr henni
skoraði Guðmundur Torfason af
öryggi. Valsmenn náðu forust-
unni eftir hornspyrnu, knöttur-
inn barst til Vals Valssonar sem .
náði að senda hann rétt innan við
stöng af stuttu færi. Leikurinn var
rétt hafinn að nýju þegar Ómar
sendi á Guðmund Torfason sem
tók boltann á lofti fyrir utan víta-
teig og þrumaði í hornið fjær.
Stórglæsilegt mark og gjörsam-
lega óverjandi fyrir Stefán í
markinu. Á 35. mín. átti Sævar
Jónsson þrumuskot að marki
Fram. Knötturinn fór í slá og
beint niður, þar sem Framarar
voru til staðar og hreinsuðu.
Eftir þetta fóru Framarar að
sækja og voru atkvæðameiri það
sem eftir var. Bjargað var í horn
skot frá Ómari og Stefán Arnar-
son þurfti að taka á honum stóra
sínum til að verja skot frá Stein
Guðjónssyni og síðan skalla frá
Guðmundi Torfa.
í heildina var leikurinn jafn og
úrslitin sanngjörn. Oft komu
fyrir stórgóðir kaflar og barátta
var mikil í báðum liðunum, án
þess þó að hann yrði nokkurn
tíma grófur. Þetta eru liðin sem
margir spá að verði í baráttunni
um fslandsmeistaratitilinn og
miðað við þennan leik, bendir
allt til þess að svo verði.
- gsm
1. deild
Kuldi en Þórssigur
Sjálfsmark kom Þór á sigurbraut
Víkingar höfðu ekki árangur
sem erfiði af því að sækja Þórsara
heim til Akureyrar í gærkvöldi. I
eins stigs hita og norðan garra
sigruðu heimamenn með 2 mörk-
um gegn 1, eftir að staðan var 2-0
í hálfleik.
Það var lítið markvert sem
skeði fyrsta hálftímann í
leiknum, eða þar til að Bjarni
Sveinbjörnsson reyndi að skjóta
úr þröngri aðstöðu. Boltinn fór
beint uppí loftið og Gylfi Rúts-
son, sem ætlaði að hreinsa, hitti
knöttinn ekki betur en svo að
hann fór í eigið mark og Þórsarar
höfðu þar með náð forustunni.
Annað markið kom þegar Sigur-
óli Kristjánsson sendi glæsilega
stungu inn á Bjarna sem tók bolt-
ann einu sinni og sendi hann ör-
Fjórar stjörnur
Vegna mistaka fcil niður stjörnu-
gjöfín fyrir leik KR og í A í 1. deildinni
í knattspyrnu í blaðinu í gær. Leikur-
inn var opinn og skemmtilegur og
fékk fyrir vikið 4 stjörnur.
ugglega í hornið, framhjá Jóni
Otta Jónssyni.
Síðari hálfleikur byrjaði sæmi-
lega. Ámundi Sigmundsson átti
gott skot sem Baldvin Guð-
mundsson varði auðveldlega og
síðan varði Jón Otti glæsilega í
horn, skot frá Kristjáni Krist-
jánssyni. Á 54. mín. skallaði
Bjarni rétt framhjá eftir fyrirgjöf
frá Halldóri. Víicingar náðu að
minnka muninn eftir langt
Halldór Áskelsson lék vel með Þórs-
urum I gærkvöldi.
1. deild
Víðir nálægt stigi
Skoraði sittfyrsta 1. deildarmark en IBK vann.
Nýliðar Víðis voru ekki langt
frá sínu fyrsta 1. deildarstigi er
þeir fengu nágrannana úr Kcfla-
vík í heimsókn á grasið á Garð-
skaganum í gærkvöldi. Leikur
liðanna var jafn, Keflvíkingar
sterkari í fyrri hálfleik en Víðis-
menn í þeim seinni, en 2-0 foryst-
an sem IBK náði var einum of
mikil fyrir heimamenn.
Áhorfendur á leiknum voru
fleiri en íbúar eru í Garðinum og
þeir sáu Víði eiga fyrsta færið -
Guðjón Guðmundsson skaut rétt
framhjá á 6. mín. En
Keflvíkingar voru beittari,
Gunnar Oddsson skaut í stöng á
24. mín. Strax á eftir komst Einar
Ásbjörn innfyrir vörn ÍBK en
missti boltann til Þorsteins mar-
kvarðar.
Á næsta augnabliki var Ragnar
Margeirsson sloppinn innfyrir
vörn Víðis og skoraði með því að
lyfta yfir Gísla markvörð, 0-1.
Víðismenn voru hættulegir undir
lok hálfleiksins og í byrjun þess
seinni sóttu þeir grimmt að Kefla-
víkurmarkinu. Rúnar Georgs-
son, Helgi Sigurbjörnsson og
Gísli Eyjólfsson áttu hættuleg
Stjörnugjöfin: Leikurinn
sjálfur - ein stjarna = lélegur,
tvær = ekki nógu góður, þrjár
= meðallag, fjórar = mjög
góður, fimm = frábær.
Leikmenn - ein stjarna = góð-
ur, tvær = mjög góður, þrjár
= frábær.
Dómari - ein stjarna = ekki
nógu góður, tvær = eðlileg
dómgæsla, þrjár = mjög góð-
skot yfir og framhjá og Þorsteinn
varði frá Guðmundi Jens
Knútssyni.
En það var ÍBK sem skoraði
aftur. Ragnar, besti maður vall-
arins, renndi sér upp kantinn,
framhjá nokkrum varnar-
mönnum og sendi á Óla Þór sem
skoraði, 0-2. Víðismenn gáfust
ekki upp og átta mínútum síðar
fékk Einar Ásbjörn boltann frá
Vilhjálmi Einarssyni og skoraði
gegn sínum gömlu félögum. Stað-
an 1-2, og fyrsta 1. deildarmark
Víðis var staðreynd. Víðir press-
aði nokkuð eftir þetta og Einar
Ásbjörn skoraði öðru sinni á 83.
mín. en var dæmdur rangstæður.
Keflvíkingar héldu sínu í lokin og
renndu sér þar með uppí annað
sæti deildarinnar.
-æmk/Suðurnesj um
Ví&ir-IBK 1-2 (0-1) ***
Mark Viftis:
Einar Á. Ólatsson 72. mín.
Mörk ÍBK:
Ragnar Margeirsson 26. mín.
Óli Þór Magnússon 64. mín.
Stjörnur Víðis:
Einar Á. Ólafsson **
Gísli Heiðarsson *
Guðjón Guðmundsson *
Helgi Sigurbjörnsson *
Sigurður Magnússon *
Stjörnur ÍBK:
Ragnar Margeirsson •*
Valþör Sigþörsson ••
Freyr Sverrisson *
Óli Þór Magnússon •
Þorsteinn Bjarnason *
Dómari: Óli Ólsen ***
Áhorfendur 1547.
Fram-Valur 2-2 (0-1) ★ ★★★
Mörk Fram:
Guðmundur Torfason 51. og 55. min.
Mörk Vals:
Guðmundur Þorbjörnsson 43. mín.
Valur Valsson 54. mín.
Stjörnur Fram:
Guðmundur Torfason ••
Ómar Torfason •*
Steinn Guðjónsson ••
Ásgeir Elíasson •
Kristinn Jónsson •
Sverrir Einarsson •
Stjörnur Vals:
Guðni Bergsson ••
Stefán Arnarson ••
Valur Valsson ••
Guðmundur Kjartansson *
Magni Pétursson *
Sævar Jónsson •
Dómari: Guðmundur Haraldsson **
Áhorfendur 1606.
innkast. Halldór reyndi að
hreinsa, en náði ekki vel til bolt-
ans og nikkaði til Atla Einars-
sonar sem þakkaði fyrir sig og
sendi boltann af öryggi í netið,
óverjandi.
Þórsarar voru atkvæðameiri
eftir þetta og fékk Bjarni tvö góð
færi á að auka muninn. Fyrst
sendi Jónas Róbertsson á hann
en Bjarni skaut hárfínt framhjá.
Síðan gekk boltinn frá Jónasi á
Halldór sem renndi á Bjarna. En
Bjarna tókst að skjóta yfir í
dauðafæri af markteig.
Leikurinn var aldrei rismikill
og mun veðrið hafa haft sitt að
segja, en það er víst að Þórsarar
verða ekki auðunnir fyrir norðan
í sumar. - K&H/Akureyri.
Guðmundur Torfason var atkvæða-
mikill í leik Fram og Vals og gerði
bæði mörk Framara.
Þór-Víkingur 2-1 (2-0) **
Mörk Þórs:
Gylfi Rútsson (sjálfsmark) 30. min.
Bjarni Sveinbjörnsson 38. mín.
Mark Vikings:
Atli Einarsson 75. mín.
Sjörnur Þórs:
Halldór Áskelsson ••
Bjarni Sveinbjörnsson •
Nói Björnsson •
Stjörnur Vikinga:
lllllll
Dómari: Gísli Guðmundsson ••
Áhorfendur 732.
Knattspyrna
Real vann
UEFA
Real Madrid tryggði sér sinn
fyrsta sigur í Evrópukeppni í 19
ár í gærkvöldi, með 0-1 tapi á
heimavelli gegn Videoton frá
Ungverjalandi. Real vann fyrri
leikinn í úrslitum UEFA-
bikarsins 3-0 og var því aldrei í
hættu í gærkvöldi því Maier gerði
mark Videoton fjórum mínútum
fyrir leikslok. Áður höfðu leik-
menn Real klúðrað 26 opnum
færum og látið frábæran mar-
kvörð Ungverja m.a. verja frá sér
vítaspyrnu. Það var Valdano sem
var hinn seki. -ab/Húsavík.
Knattspyrna
Skorað hjá Shilton
Jafntefli í Helsinki í gœr
Englendingar fengu á sig sitt fyrsta jafnaði Mark Hateley eftir að hafa
mark í undankeppni HM í knatt- snúið af sér varnarmann.
spyrnu í gær þegar þeir gerðujafntefli Staðan í 3. riðli er þessi:
við Finna, 1-1, í Helsinki. Þrátt fyrir Enaland.5 3 2 0 15-1 8
það standa Englendingar áfram lang- N.lrland.5 3 0 2 7-5 6
best að vígi í riðlinum og sæti í úrslita- Finnland.5 2 1 2 5-9 5
keppninni í Mexíkó blasir við. Rúmenía.3 111 5-3 3
Eftir aðeins fimm mínútur náðu Tyik13011......4 0 0 4 1-15 0
Finnar forystu. Skot sem Peter Shilt- Finnland og Rúmenía mætast í
on varði glæsilega með þv. að slá bolt- tveimur næs(u leikjum riði)sins 6
ann i þverslá en Raut.enen fylgd, vel júní { Helsinki 28 águst j Búka.
og skoraði. Rétt á eftir klúðruðu rest 6 6
Finnar dauðafæri. Enska liðið var -\S
mjög ósannfærandi en á 5Ö. mínútu
Fimmtudagur 23. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19