Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 5
Safnahús Borgarfjarðar Bókasafn - Byggðasafn - Héraðsskjalasafn - Listasafn - Náttúrugripasafn Nú eru rekin í Borgarfirði bókasafn, byggðasafn, hér- aðsskjalasafn, listasafn og náttúrugripasafn. Söfnin búa við ófullnægjandi húsakost, en nú liggja fyrir fullbúnar teikningar að Safnahúsi Borg- arfjarðar, og hefur húsinu ver- ið valinn staður á Gíslatúni við Borgarbraut. Áætlaður kostn- aður við húsið uppsteypt er nú 23 milj. kr. Bókasafn: í Héraðsbókasafni Borgar- fjarðar eru nú tæplega 22 þús. bindi. Þar af um 8 þús. bindi í geymslu vegna mikilla þrengsla. Útlán úr safninu eru mjög mikil. Byggðasafn: Safnið var stofnað árið 1960 af Ungmennasambandi Borgar- fjarðar, Kvenfélagasambandi Borgarfjarðar, Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar, Borgfirð- Borgarplast hf Borgarplast var stofnað árið 1971 af 6 einstaklingum. Fyrir- tækið hóf starfsemi í þröngu leiguhúsnæði með gömlum vélum og var framleiðslan í fyrstu eingöngu einangrun- arplast. Fljótlega var hafin endurnýjun á vélakosti og árið 1981 flutti fyr- irtækið í nýtt hús, sem reist var yfir starfsemina að Sólbakka 6 í Borgarnesi. Auk einangrunar- plastsins er nú framleidd pípu- einangrun og drenplast. Þá selur fyrirtækið og ýmiss konar bygg- ingarefni. Á vegum Borgarplasts hf. er rekið útibú í Kópavogi þar sem framleiddur er margskonar plastvarningur, svo sem vörupall- ar, fiskker o.fl. Starfsmenn í Borgarnesi eru 3 en í Kópavogi starfa 5-8 manns. -mhg Atvinnumál Verkamenn vilja kísilmálm Aðalfundur Verkamannafélags Reyðarfjarðar haldinn 17. maí 1985 skorar á iðnaðarráðherra og alþingi að taka nú þegar á þessu ári ákvörðun um byggingu kísil- málmverksmiðju við Reyðar- fjörð. Fundurinn bendir á þá staðreynd að brostinn er á fólks- flótti úr byggðunum við Reyðar- fjörðog því óhjákvæmilegt að brugðist verði við þessari þróun og byggðin treyst með nýsköpun atvinnulífs. (Fréttatilkynning). ingafélaginu í Reykjavík og Kaupfélagi Borgfirðinga. Safnið er einkum sótt af ferðamönnum, innlendum og erlendum og skólar í héraðinu hafa í vaxandi mæli nýtt það til fræðslu. Ir.n- skráðirmunir í safnið eru nú 2374 en fjöldi óskráðra muna eru í geymslu og þá verður ekki unnt að sýna fyrr en aukið rými fæst fyrir safnið. Héraðsskjalasafn: Héraðsskjalasafn Borgarfjarð- ar var stofnað 1961 og er rekið sameiginlega af Mýra- og Borg- arfjarðarsýslum. Safnið hefur aukist mjög að ýmiss konar efni, er varðar heimildir um fólk, jarð- ir og héraðið í heild á þessari öld og fyrr. Safnið samanstendur að- allega af sýslusafni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, hreppasöfn- um og söfnum félaga, bréfasöfn- um og myndasafni. í safninu eru nú 180 hillumetrar. Listasafn: Listasafn Borgarness var stofn- að 1971 með gjöf Hallsteins Sveinssonar, er hann gaf Borg- arneshreppi 100 listaverk. Síðan hefur hann gefið safninu mörg listaverk og veitt því fjárstuðn- ing. Borgarneshreppur hefur ár- lega lagt fram fjármagn til safnsins, sem nemur 1% af álögðum útsvörum hreppsins. Safnið hefur vaxið mjög á undan- förnum árum með gjöfum og kaupum á listaverkum og á nú um það bil 300 listaverk. Náttúrugripasafn: Náttúrugripasafn Borgarfjarð- ar var stofnað árið 1972. Er það sameign Mýra- og Borgarfjarð- arsýslna og Borgarneshrepps. Upphaflega var safnað fuglum og steinum, en árið 1973 var keypt til safnsins einkasafn Kristjáns Geirmundssonar frá Akureyri, en í því safni var óvenju mikið af ýmsum fágætum fuglum, íslensk- Hótel Borgarnes. Hótel Borgames í Hótel Borgarnesi eru 36 her- bergi, þar af 20 með baði. Morg- unverður er framreiddur í kaffi- teríu. f hótelinu eru veitingasalir fyrir ráðstefnur, dansleiki og veislur, fyrir allt að 300 manns. Hverskonar ráðstefnur og funda- höld hafa farið mjög í vöxt í Borg- arnesi og hafa mörg félaga- samtök valið Hótel Borgarnes sem funda- og ráðstefnustað. -mhg Skiltagero Bjama Skiltagerð Bjarna Steinars- sonar hefur starfað um tveggja ára skeið. Fyrirtækið hefur málað skilti og auglýsingar fyrir fjölmörg fyrirtæki í Borg- arnesi og víðar, svo sem fyrir gosdrykkjaverksmiðjur, bíla- umboð, Hótel Borgarnes, Kaupfélag Borgfirðinga, Mjólkursamlagið, Landflutn- inga og Vöruflutningamið- stöðina. Fyrirtækið gerir tillöguupp- drætti að merkingum, sé þess óskað, og ennfremur föst tilboð í verk. Þjónusta Skiltagerðarinnar felst m.a. í málun auglýsinga og merkinga utan á hús fyrirtækja og stofnana, gerð götuskilta og um- ferðarmerkja og hverskonar aðra skiltagerð og auglýsingamálun. -mhg Fimmtudagur 23. mai 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Hallsteinn Sveinsson lagði grunninn að Listasafni Borgarfjarðar með því að gefa safninu 100 listaverk. umogflækingum. Safnið á núnær Höfn í Borgarfirði eystra safninu allar tegundir íslenskra fugla. viðamikið steinasafn. Þá á safnið Árið 1983 gaf Þórdís Jónsdóttir, gott skeljasafn. -mhg Leikfangagerð Saumastofa Pálínu og leikfangaiðja Sonju Saumastofa Pálínu var stofnuð haustið 1983. Kveikjan að stofnun fyrirtæk- isins var verkefni, sem Sam- starfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutum efndi til þá um haustið og nefnt var „Taktu þér tak”. Hugmyndin var að framleiða leikföng og gjafavöru úr taui. Enn sem komið er hefur fram- leiðslan verið lítil og aðallega framleiddar eldhúsgrýlur og trúðar. Fyrirhugað er að hefja fjölbreyttari framleiðslu, ma. á taudúkkum með höfuð og útlimi úr plasti. Áð Laxárholti í Hraunhreppi rekur Sonja I. Elíasson leik- fangaiðju þar sem framleiddar eru tuskubrúður og margskonar uppstoppuð leikföng. -mhg. Ánægðir ferðamenn á tjaldstæðinu ( Stykkishólmi Ferðamálasamtök Vesturlands Ferðamálasamtök Vesturlands voru stofnuð fyrir rúmum þremur árum, fyrst slíkra samtaka á ís- landi. Samtökin hafa, allt frá stofnun, unnið að því að Vest- lendingar sameinist í átaki um að kynna náttúrufegurð og ferða- mannaþjónustu á Vesturlandi og vinna nú að 10 ára áætlun um sameiginlegt átak í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.