Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 9
Leifur Leopoldsson þarf aöeins að teygja sig í bananana til aö seðja hungur sitt. Garðyrkjuskóli ríkisins Suðrænir aldingarðar Tilraunir á ræktun í vikri og steinull. Stofublómin á stærð við gömlu trén í garðinum heima. Kirsuberjatómatar í klösum eins og vínber Við heimsóttum Garð- yrkjuskóla ríkisins tii að forvitnast um tilraunir sem þar eru gerðar við að rækta í vikri og steinull. Pegar þangað kom fundum við ekki neinn í svlpinn og flökkuð- um við á milli gróðurhúsa í leit að starfsmanni, okkur fannst við vera komnar í suðræna aldin- garða, þvflíkur gróður, þarna voru stofublómin okkar á stærð við gömlu tréin í garðinum heima, ávextir héngu niður af trjánum og þurfti maður aðeins að teygja sig í nærliggjandi ávöxt til að “seðja hungur sitt“, það vantaði bara tístandi marglita fugla til að myndin væri fullkomnuð. Kaktusarnir voru þarna lygalaust tvær mannhæðir og sýndi starfsmaður okkur seinna hvað vöxturinn í þessum húsum væri hraður á kaktusum, það var á að giska Vi metri á ári. Ég spurði auðvitað hvort stóru kaktusarnir sem voru á „fast- eignaverði" hér fyrir ári í Blóma- val hefðu verið íslenskir en svo var ekki; garðyrkjubændur nenna ekki að framleiða þá, þeim finnst þeir „leiðinlegir". Jæja, en við skulum ekki dvelja hér lengur en drífa okkur í tilraunagróður- húsið. Þarna fundum við loks einn starfsmann, Leif Leopoldsson, sem starfar að þessum tilraunum sem við komum til að forvitnast um. Hann leiddi okkur inn í hús sem hægt er að persónugera, því það stjórnar sér sjálft. „Þetta er eina húsið á landinu sem hefur fullkominn stýribúnað, sem sagt ef sólarinnkoma er of mikil þá opnast hlerar þarna uppi, húsið kappkostar við að halda jöfnu hitastigi, nú og svo aftur þegar það verður of kalt þá lokast gluggarnir og það hitar sig upp í visst hitastig, stýringin sér svo um að opna húsið ekki fyrr en það er komið upp í ákveðið hitastig. Þetta er framtíðin, og tel ég að gróðurhúsin verði meira og minna svona. Þarna eru svo líka sjálfvirkir áburðargjafarar sem stilltir eru einu sinni og sjá þeir síðan um fæði handa plöntunum, sem sagt mannshöndin þarf hvergi að koma nærri, gamla góða lagið þegar talað var við hverja plöntu, alveg að verða út- dautt. Við erum að gera tilraunir hér við að rækta eingöngu í vikri, og að athuga hvort vikur er jafngóður eða betri til ræktunar. Þetta er hreinn Hekluvikur og er ekkert í honum, þ.e. hann er al- gjörlega sterilt efni, laust við all- an bakteríugróður og sýkla, og þurfum við að nota minna magn af vikri en mold. Við erum með fullkomna áburðarblandara og er hægt að setja nákvæmlega það magn sem er vitað að plönturnar þurfa í vikurinn. Einnig erum við að gera tilraunir með steinull, en við notum meira af vikri því hann kemur nokkuð vel út. Þetta er ekki samskonar steinull og við notum til húsaeinangrunar, þessi drekkur í sig vatn en hin hrindir því frá sér. Ræturnar kunna vel að meta steinullina, þar fá þær meira pláss og hún heldur vel vatni. Við höfum einnig prófað að rækta beint í vatni en það hef- ur ekki reynst nógu vel, ræturnar verða þá væskilslegar, þær ná engri fótfestu og hafa ekki undan plöntunni. Nú, það sem vikur og steinull hafa framyfir mold, er að moldin geymir áburð, ef maður gefur henni áburð einu sinni þá dugar hann í einhvern tíma, einn- ig er mikið af skorkvikindum í henni, það er því ekki gott að stjórna því hvað sé í henni. Það getur svo aftur á móti verið stór kostur að mörgu leyti, því það má ekkert út af bregða við áburðar- gjöf þegar ræktað er í vikri og steinull, því það kemur strax nið- ur á plöntunum, þessi efni geyma ekkert, og ef rafmagnið fer af þá rennur vatnið burt úr vikrinum. Rafmagnið fer af öðru hvoru svo að maður þarf að vera vakinn og Tilraunaræktin, það er verið að rannsaka hvort plöntunni finnst betra að lifa í vikri. sofinn yfir þessari tilraunarækt- un. Moldin gefur frá sér koltvísýr- ing sem vikurinn gerir aftur á móti ekki, svo að maður þarf að hjálpa til við ljóstillífunina, það þarf bjartari hús, lampa og svo höfum við verið að brenna hreinni lampasteinolíu til að búa til koltvísýring. Okkur finnst auðveldara og þrifalegra að vinna með vikurinn einsog ég sagði áðan, þá er vikur- inn sterilíserað efni, það þarf að- eins að skipta um vikur, en mold- ina þarf að sjóða og tæta. Svona í lokin þá rak blaðamað- ur augun í pínulitla tómataklasa, þetta er ekki ólíkt á að líta og vínber, og reyndust þetta vera kirsuberjatómatar sem eru hreinasta lostæti, miklu sætari. Já við erum einnig með tilraunir á grænmeti, við komum til dæmis á markaðinn svokölluðum kjöt- tómötum sem hafa nú haslað sér völl, og bindum við miklar vonir við kirsuberjatómatana. - SP Fimmtudagur 23. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.