Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 18
HEIMURINN Argentína leiddir fyrir Bera ábyrgð á „hvarfi“ um 9 þúsunda manna Mæður þeirra sem hurfu í kröfugöngu fyrir utan dómshúsið. Meðan herforingjar réðu í Argentínu á árunum 1976- 1981 „hurfu“ um níu þúsundir manna - flestir voru hafðir í haldi með leynd, pyntaðir og drepnir síðan. Nú eru hafin í Buenos Aires réttarhöld yfir níu hershöfðingjum, þeirra á meðal Galtieri fyrrum forseta, út af morðöldu þessari og má ætla að þau muni hafa mikil áhrif bæði innan lands og utan. Aðstandendur þeirra sem hurfu á tímum herforingjastjórn- arinnar hafa árum saman barist fyrir því að fá mál ættingja og vina upplýst og þeim seku refsað. Það er hinsvegar hægara sagt en gert að stefna her landsins fyrir rétt - lýðræði stendur völtum fót- um í landinu og ef Alfonsín for- seta tekst illa að ráða við gífur- lega skuldasöfnun erlendis og annan vanda, þá má eins búast við því að herforingjar ræni völd- um aftur. Líka ef þeir óttast um sig vegna glæpaverka sem framin voru á valdadögum hersins. Hreinsun Alfonsín þykir því sýna veru- legt hugrekki með því að efna til málaferla gegn herstjórunum, en hann mun vona, að þau verði einskonar „hreinsun" í sjúku samfélagi og verði kannski til að efla trú manna á lýðræði og bar- áttu fyrir mannréttindum. Það sem gerist í Argentínu hef- ur jafnan mikil áhrif um alla álf- una. Til skamms tíma voru þau áhrif mest á verri veg: Ráðgafar frá Argentínu hafa aðstoðað gagnbyltingarsveitir í Nicaragua, þeir hafa þjálfað leynilögreglu- menn og öryggisveitir fyrir aftur- haldið í Guatemala, náin sam- skipti voru milli leynilögreglu Argentínu og Uruguay meðan þar var einnig herforingjastjórn. Uppgjörið við herforingjana níu - og eru þrír þeirra fyrrverandi forsetar, er nokkur hrollvekja þeim harðstjórum sem enn sitja í álfunni, ekki síst Pinochet í Chile. Undanbrögð Réttarhöldin í Buenos Aires munu að líkindum standa í sex mánuði. Málsvörnin byggir á því, að herforingjarnir hafi á sínum tíma verið „neyddir“ til að grípa til „óvenjulegra aðferða“ eins og það heitir í baráttu gegn niður- rifsöflum til vinstri, sem hafi ver- ið að því komin að steypa þjóðfé- laginu. En til eru heimildir fyrir því, að ekki einu sinni þeir her- foringjar, sem voru fyrir 1976, að búa sig undir að ræna völdum, voru nokkru sinni hræddir við áhrif borgarskæruliða vinstri manna. Hinsvegar gerðu þeir þegar árið 1975 ráðstafanir til að koma á eftirliti með dauðasveit- um svonefnds Andkommúnista- bandalags Argentínu, sem áður hafði iðkað sín mannrán án beins samráðs við herinn. Herforingj- um leist vel á að notfæra sér slík samtök bæði fyrir og eftir valda- töku til að ná sér niðri á vinstri- sinnum af ýmsu tagi, sem ekki var hægt að beina neinum lagabók- staf gegn. Þegar slíkir menn hurfu fórnuðu yfirvöld höndum og sögðust ekkert vita, þetta væri bara mannfall í „óviðráðanlegu" stríði „öfgaafla til hægri og vinstri". Það eru líka til heimildir fyrir því að menn úr hernum fremdu ýmsa glæpi að eigin frum- kvæði, en létu líta svo út sem vinstrisinnar hefðu verið að verki. Þessir glæpir voru svo not- aðir sem réttlæting fyrir valdaráni hersins og harðneskjuaðferðum hans við völd. Verjendur herforingjanna níu halda því einnig fram, að þeir sem nú standa fyrir rétti beri ekki ábyrgð á lægra settum mönnum í hernum, sem hafi gengið miklu lengra en fyrirmæli þeirra sögðu til um. En saksóknari hefur undir höndum gögn sem sýna, að hátt- settustu menn hersins stjórnuðu sjálfir ofbeldisverkunum og kröfðust þess að fá í viku hverri skýrslur um það, hvar fórnar- lömb þeirra væru niður komin. Meðal annars er til skjal þar sem Roberto Viola, þáverandi yfir- hershöfðingi Argentínuhers og reyndar einn af sakborningunum níu leggur blessun sína yfir að- gerðir til að „útrýma niðurrifs- öflum“ í verkalýðsfélögum lands- ins. Ekki verður annað af orða- laginu ráðið en að hernum sé gef- ið grænt ljós á að pynta og myrða óþægilega forystumenn í verka- lýðsfélögum. Reyndar er það svo, að um 30% þeirra sem 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN „hurfu“ og drepnir voru með leynd á valdadögum hersins, voru verkamenn. Tvísýnt ástand Sem fyrr segir stendur það lýð- ræði sem á komst í Argentínu eftir að herforingjarnir sigldu í strand í Falklandseyjastríðinu næsta höllum fótum. Og enda þótt háttsettum herforingjum hafi verið stefnt fyrir rétt, þá kemur það enn fyrir að ofbeldis- sveitir hægrisinna ræni vinstri- sinnum eða berji á þeim. Og í hernum sjálfum hafa ekki orðið miklar breytingar. Þar er að sönnu engan að finna nú, sem hafi stöðu til að reyna að sölsa undir sig vald á borð við það sem Pinochet hefur í Chile, svo dæmi sé nefnt. En ef ekki tekst að finna efnahagsstefnu sem þjóðin trúir á að geti unnið á 850% verðbólgu á ári og svör við því hvernig á að glíma við erlendar skuldir upp á fimmtíu miljarði dollara - þá kynni að vera stutt í nýtt herfor- ingjasamsæti. ÁB tók saman. Hér og nú Vorhappdrætti ABR \whappdrætti 1985 Vinninj»nr. lireeið iA / - Ver 10. mai 1. I-Lid «ii uan.irp^raJivjói-.n-jr Kh,«o<» iv<ðS.inmimiiRróum - , I5.W» 5. Dvi't t wii:i:nt»j>i i KuiIMuihIc i-ða CtilkiWjv ( OaniiMakv v, SamviniiufmAa S .inihvii 15.01® 2. Kerrt iii Kimaii .1 lt,;iiu i»eð Sjmwr.nulc-rrtom ■ t..vKls«i: 2*M0 tit ftimun j luliii nwð S imvinnuierðwn - I-jkí»vii 2M.Mli Oifk'ieK i Oaaim'nku á veyyn: Sjinvmnuííiöj l.an.Kýn . 15.000 4. í»v,.| i vtlulmv ! Knn:lM*rv«nnvn f lti;IUi:it. á v.puai S-jmwnnuierój ’-nvhvii . IS.MIt »■» 110.000 JKjukli 'A1 þyóubiiiK.lalrt^ið i Reykjávík: Vinsamlegast geriö skil á heimsendum happdrættismiðum í vorhappdrætti ABR hið fyrsta, svo unnt verði að birta vinningsnúmer. Alþýðubandalagið í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.