Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 10
GARÐAR OG GROÐUR Ylrækt RÆKTAÐ FYRIR AUGAÐ Innflytjendurráðaverðinu áplöntum. Liljurnar dýrar þegar þær komast loks á markað. Ef við værum með sama orkutaxta og álverið þá myndi vera hægt að rækta allan ársins hring Einhvern tíma heyrði ég því fleygt og greip það auðvitað á lofti að það væru uppi hugmyndir umað nýta allt svæðið frá Hvera- gerði og upp að Kömbum undir gróðurhús, þar sem hægt væri að rækta allan ársins hring ylblóm eða afskorin blóm og grænmeti. Þá ætti að vera hægt að spara nokkra dollara og hætta innflutn- ingi á þessum vörum sem við ætt- um að geta ræktað með okkar hit- aorku. Við hittum Magnús Agústsson tilraunagarðyrkjubónda hjá Garðyrkjuskóla ríkisins og sjálf- stæðan garðyrkjubónda að máli og spurðum hann út í þessa hug- mynd og hans streð. „Það er hagur innflytjenda að loka gróðurhúsunum, þeir ráða með sínum innfluttu plöntum verðinu á markaðnum, þannig að okkur garðyrkjubændum er ansi þröngur stakkur skorinn; sem dæmi þá kostar begoníugræðl- ingur 25 krónur hingað kominn frá Hollandi og fara þær síðan á markað í Hollandi á sama verði blómstrandi. Þar kemur orkuverðið inní Við hjónin keyptum þessi gróðurhús um áramótin og ætlum eingöngu að vera með ylrækt, það er að segja afskorin blóm og blómstrandi í pottum, okkur finnst meira gaman að rækta fyrir augað en magann. Þessi hús eru 1000 m2 í allt, en þau eru gömul, byggð upp úr 1946 eins og sjá má og er aðeins eitt af þeim glergróð- urhús. Það er því of dimmt í stór- um hluta af plássinu, því þessi plasthús verða svo leiðinlega skít- ug, og er eiginlega ekki hægt að hreinsa þau nema með því að rífa þau. Við getum þó nýtt þau með því að rækta aspas, það er þessi græna uppfylling, sem er sívinsæl með hvaða afskornum blómum sem er, og má segja að salan af honum sé fjörugust þegar mest er til af hinum blómunum. Þetta eru einu „myrkrar!” afskornu blómin sem ekki eru flutt inn. Við getum ekki haft gróðurhúsin starfrækt með lömpum sem suðræna aldin- garða allan ársins hring, þar kem- ur orkuverðið inní, og held ég að ég geti fullyrt það að ef við gætum fengið sama orkutaxta og álverið gr með, þá myndum við geta ann- markaðnum bæði í grænmeti Magnús Ágústsson: „Mér finnst meira gaman að rækta fyrir augað en magann." og ylrækt jafnt vetur sem sumar með hagnaði. Þetta er erfið vinna, hörkupúl Við erum búin að selja 3400 liljur sem við settum niður í fe- brúar, í raun gætum við verið búin að selja mikið meira en lilj- urnar eru svo dýrar þegar þær komast loksins á markað í bæn- um. Þá eru þær búnar að ganga á milli nokkurra milliliða og er lág- marks álagningin 100-150%. Einnig gengur illa að koma beg- oníunum út, fólk er orðið leitt á „ljótum begoníum“ en það væri hægt að bæta útlit hennar og endingu mikið með betri vöru- meðhöndlun hjá milliliðum og verslunum. Þetta er erfið vinna, hörkupúl og varla á sig leggjandi en þetta er einhver þrjóska við að halda áfram. Við höfum sloppið mjög vel frá áramótum sem betur fer, það þarf lítið að koma upp á til að allt fari nú samt fjandans til. Of mikið frost og öll uppskeran er ónýt, og ef það kemur rok, get ég sagt þér að þá er lítið sofið.“- SP GORI Látió skynsemína ráóa — Litió inn Opió laugardagá fra kl. 9 til 12 — Simi 93-7200 ÞVÍ AÐ FARA FÚLL AÐ HEIMAN MEÐ OFHLAÐINN BÍLINN ÞAÐ ER STUTT í „NESIД ÚR BÚSTAÐNUM: / alhlida BYGGINGAVÖRU VERSLUN VERÐLAGj > erum samkeppnis færir FRABÆR FUAVARI ALLT VATNSL AGNAEFN/ ÞJONUSTA- gerum okkar besta V/ÐHA L DS VORURNA R færóu hiá okkur BYGGINGAVÖRUR BORGARNESI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.