Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 11
GARÐAR OG GRÓÐUR Laufhrifa Slöngukerra Trjáklippur Vatnsbyssa I « 1 ^ Þetta er aðeins örlítið brot af úrvalinu okkar. Sjáðu bara! Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Sími 91 35200 Kústur lönaöur Grátandi slöngur Sighvatur Eiríksson: „Það er auðvelt að rækta upp eyðimerkur með tilfærslu vatns neðanjarðar.” Neðanjarðarvökvun hefur reynst mjög vel hjá Garðyrkjuskóla ríkisins. Kantklippur Hver leggur ekki eyrun við og reynir að komast að sannleikskornunum, þegar maður hlerar að það sé ver- ið að framleiða grátandi slöngur fyrir Saudi Arabiu sem eiga að geta ræktað upp eyðumerkurnar. Forsaga þessa máls er að Am- eríkani ætlaði að búa sér til garð- slöngu úr gömlum hjólbörðum, en sá galli varð á gjöf Njarðar að slangan lak alltaf, og varð það kveikjan af þessari framleiðslu. Þjóðviljinn fór á stúfana og fann fyrirtækið sem framleiðir þessar„grátandi slöngur“í Hver a- gerði og ber nafnið Entek h.f. við hittum þar Sighvat Eiríksson og spurðum hann nánar út í starf- semina. „Við hófum starfsemina fyrir rúmu ári, en það eru 10 ár síðan byrjað var að framleiða þessar slöngur, og hefur verið stanslaus þróun síðan, við erum mjög bjartsýnir því það hefur ekkert neikvætt komið upp við reynslu á þessari vöru og eru aðeins tvær verksmiðjur í heiminum sem framleiða svona slöngur. Aðaluppistaðan í þessum rörum eða slöngum er endurunn- ið gúmmí, gamlir hjólbarðar, sem eru unnir á sérstakan hátt. Hjólbarðarnir eru frystir, þar til þeir verða glerharðir og malaðir niður í duft sem er eins fínt og neftóbak, síðan er duftið notað í framleiðsluna. Slangan er lokuð í annan endann og síðan er settur þrýstingur á hana sem er 0.2-0.5 bar. Það eru gerðar tilraunir með þessi rör uppi í Garðyrkjuskóla, og hafa þau komið mjög vel út. Uppskeran virðist vera meiri, við tilfærslu vatns neðanjarðar, held- ur en við dropavökvun, þetta hef- ur aðallega verið prufað á gúrku og steinselju. Aðalkosturinn við þessi rör er hve auðvelt er að leggja þau, og svo eru þau vatnssparandi, fín fyrir svæði þar sem lítið vatn er, því þau liggja neðanjarðar og er yfirborðið alltaf þurrt, sem þýðir að það er lítil uppgufun og hefur komið í ljós að þetta sparar vatn um 50-80% Við höfum selt þessi rör eitthvað hér innanlands en aðal markaðurinn er þar sem vatns- skortur er eins og t.d. í Saudi Ar- abíu.“ -SP. Garðúöari Sighvatur Eiríksson GARDENA GARÐÁHÖLDIN GÓÐU Þvottabursti Garðklippur Sáðlaukur Hinn venjulegi guli matar- laukur, heitir í raun sáðlaukur, hann hefur verið í ræktun síð- astliðin 3000 ár, og finnst hann hvergi villtur nú orðið. Laukbragðið sem við þekkjum er ekki upprunalega bragðið, en bragð forföður hans er talið alveg hræðilegt, en með stöðugum kynbótum í gegnum aldirnar, hefur fengist þetta milda bragð sem við þekkjum. Fáir hafa reynt að rækta sáð- lauk hér á landi, en þeim sem hafa áhuga má benda á að þeir geta aflað sér upplýsinga um það í Matjurtabókinni sem Garðyr- kjufélagið gefur út. Til gamans má geta þess, að í Egyptalandi til forna var sáðlauk- urinn talinn heilagur og var prest- um bannað að borða hann. Slöngukefli ■■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.