Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Tóbakseinkasala afnumin? Samþykkt íefri deild ígœr. Ragnar Arnalds: Óheillaspor. Albert Guðmundsson: Mögulega ólöglegt að selja tóbak! Arni Johnsen á móti þeirra sem vöruðu mjög við því að rýmri reglur á þessu sviði myndu auka tóbaksnotkun, sölu- starfsemi innflutningsfyrirtækj- anna myndi eflast, verðstríð og þar með stórlækkun einstakra tegunda myndi valda mikilli aukningu á tóbaksnotkun. Breytingin snerist því ekki ein- göngu um breytt fyrirkomulag á innflutningi og dreifingu, hún hefði mikla þýðingu fyrir heil- sugæsluna, þar sem vitað væri að hundruð manna létust og veiktust á ári hverju af völdum tó- baksnotkunar. Árni Johnsen, formaður tó- baksvarnarnefndar, lagðist ein- dregið gegn tillögunni og vitnaði m.a. til Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar sem lítur á tó- baksnotkun eins og hvern annan faraldur. Fellt var með 10 atkvæðum gegn tveim að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar. Því var síð- an vísað til 3. umræðu með 10 atkvæðum gegn 2. -hágé. Hjónin Baldvin Björnsson og Sigrún E. Gunnarsdóttir í Svefneyjum. Breiðafjörður Sumardvöl í Svefneyjum Hjónin Baldvin Björnsson og Sigrún E. Gunnarsdóttir hafa endurbyggt húsakynni íeyjunni. Ætla að reka sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 6-12 ára Við teljum að Svefneyjar séu mjög hentugur staður fyrir börn að dveljast á yfir sumar- mánuðina, enda hafa eyjarnar uppá margt að bjóða sem börn kunna að meta. Má þar nefna fjölskrúðugt fugla- og dýralíf, fjörur fullar af lífi og við ætlum að vera með bát svo börnin geti veitt sinn eigin fisk sem þau svo geta eldað þegar heim er komið og margt annað verður fyrir börnin við að vera. Þetta sagði Baldvin Björnsson leiktjaldasmiður sem hefur ásamt konu sinni Sigrúnu E. Gunnars- dóttur endurbyggt húsakynni í Svefneyjum á Breiðafirði með það fyrir augum að reka þar sumardvalarstað fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Sigrún er upp- alin í Svefneyjum en hefur síð- ustu árin verið dagmamma í Reykjavík. Þau mun hefja starf- semina fyrstu vikuna í júní og miða þau við að 10-12 börn geti dvalið í einu í Svefneyjum og er hálfur mánuður lágmarks dval- artími. Kostar hálfsmánaðar dvöl 9 þúsund krónur fyrir barnið. Baldvin sagði að þau yrðu með hesta, hænur, kiðlinga og gæsar- unga, sem börnin munu fá að annast. Allir vita hvers virði það er fyrir borgarbörn að fá að kynn- ast dýrum og dýralífi. Tekið verður á móti börnunum í Stykkishólmi og þau flutt með flóabátnum Baldri til Flateyjar, þar sem bátur úr Svefneyjum tekur við þeim og flytur þau síð- asta spölinn. Baldvin sagði að enn væri laust pláss fyrir nokkur börn og getur fólk haft sambandi beint við Svefneyjar, því að þang- að er nú komið sjálfvirkt símasamband. -S.dór. Mývatn Vísindin ráði ferðinni Sverrir neitar samstarfi við Náttúruverndarráð um Mývatnsmál en , skipar rannsóknarnefnd. Lofar að stjórnvöld muni taka vísindalegum sönsum umframtíð Kísiliðjunnar Efri deild Alþingis samþykkti, við aðra umræðu í gær, frum- varp til laga, sem felur í sér að afnumin verði einkasala ríkisins á tóbaksvörum. All miklar umræður urðu um breytinguna. Talsmenn þennar, með fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson í broddi fylkingar, töldu engu skipta þótt hinir eigin- legu umboðsmenn tó- baksfyrirtækjanna sæju sjálfir um innflutning og dreifingu. Gat Al- bert þess meðal annars, að hann hefði sjálfur verið tóbaksinnflytj- andi. Hann vissi því vel, hvílík þægindi það væru fyrir umboðs- mennina, að láta ÁTVR um allt umstangið af innflutningnum. Þá skýrði hann frá því, að hann gæti vel hugsað sér að tóbak yrði bannað, í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hefðu komið frá land- lækni, um að tóbak væri hættu- legt eitur, e.t.v. væri þegar ólög- legt að selja tóbak vegna þessa. Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, var meðal Smygl á kókaíni í gær voru tveir útlendingar dæmdir í gæsluvarðhald vegna innflutnings á 20 grömmum af kókaíni. Er þetta mesta magn af kókaíni sem gert hefur verið upp- tækt í einu hér á landi. Við leit tollvarða í pósthúsinu við Ármúla fannst bréf sem stílað var á ítala sem hér er staddur sem ferðamaður. Reyndist það inni- halda kókaín. Var fíkniefnalög- reglunni gert viðvart og handtók hún manninn þegar hann hugðist sækja bréfið. Hann viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa póstlagt bréfið sjálfur í Brasilíu og benti á brasilíska stúlku sem var í vitorði með honum. Var hún einnig" handtekin. Xveir íslendingar voru færðir til yfirheyrslu vegna málsins en var báðum sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Arnars Jenssonar hjá Fíkniefnalögreglunni er þetta mesta magn af kókaíni sem gert hefur verið upptækt hér á landi. í fyrra var lagt hald á 19 grömm. Komið á markað er talið að and- virði kókaínsins sem nú var tekið nemi rúmri hálfri miljón króna. _____________________^sp- Fóstrur Krefjast kjarabóta Aðalfundur Fóstrufélags ís- lands sem haldinn var 7. maí skorar á B.S.R.B. og önnur samtök launafólks að hefja nú þegar undirbúning að uppsögn gildandi kjarasamninga og mótun kröfugerðar. í frétt frá fundinum segir m.a. að nýleg könnun Framkvæmdanefndar um launamál kvenna hafi leitt í ljós að launamunur karla og kvenna er mjög mikill á öllum sviðum atvinnulífsins. Þennan launamun þurfi skilyrðislaust að leiðrétta í næstu kjarasamningum jafnframt því sem endurmeta þurfi störf í hinum hefðbundnu kvennastarfsgreinum. Fundurinn skorar á öll samtök launafólks að standa saman að kröfu um líívæn- leg laun og tryggingu kaupmáttar að fullu. Sverrir Hermannsson hefur skipað Pétur M. Jónasson vatnalíffræðing fulltrúa sinn í stjórnarnefnd rannsókna við Mý- vatn. Iðnaðarráðherra hefur jafnframt gefið út yfirlýsingu um að niðurstöður væntanlegra rannsókna verði metnar undir forystu Péturs og farið eftir því áliti þegar stjórnvöld framtíðar- innar taka ákvörðun um fram- haldsrekstur Kísiliðjunnar. Ráðherra hefur þannig orðið við hluta af kröfum vísinda- manna og náttúruverndarmanna um Mývatnsmálið. Ráðherra hyggur hinsvegar ekki á neins- konar sættir við Náttúruvernd- arráð og sagði á blaðamanna- fundi í gær að deilurnar um vald- svið ráðs og ráðherra væru best komnar í höndum lögfræðings fyrir dómstólum. Hann hefur ekkert samráð haft við ráðið um tilhögun rannsóknanna, en ráðið taldi að Rannsóknastöðin við Mývatn ætti að sjá um rannsóknirnar og hefur ekki til- nefnt fulltrúa í nefnd iðnaðar- ráðuneytisins. Sverrir sagði í gær um deilur sínar við ráðið að það hefði „leitað eftir að ég tæki ofan andlitið í þessu máli“. Rannsóknir þær sem nú fara af stað undir forystu Péturs M. Jón- assonar prófessors við Kaup- mannahafnarháskóla eru kostað- ar með framlagi frá ríkinu og Kís- iliðjunni þannig að Kísiliðjan borgar dollar á hvert kísilgúrtonn sem þar er unnið og ríkið leggur fram sömu upphæð. Náttúru- verndarráð telur óeðlilegt að tengja þannig saman rannsóknar- fé og námaleyfi Kísiliðjunnar. Ráðherra taldi í gær mikilvæg- asta þátt Mývatnsmálsins að hann hefði aflað fé til rannsóknanna og vonaðist til að um þær næðust sættir. Hann lýsti því enn yfir að Kísiliðjan yrði að víkja ef í ljós kæmi að hún hefði skaðvænleg áhrif. - ni Fimmtudagur 23. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.