Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI fyrir samvinnu samstarf í borgarstjórninni og fyrir næstu kosn- ingar.” Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá Kvennafram- í boöi bendir hins vegar á, aö þó samstarf sé „alltaf góðra gjalda vert verður þaö aö vera á einhverjum málefnalegum grundvelli, ekki bara samstarf samstarfsins vegna.” í viöbrögöum forystumanna stjórnarandstöö- unnar kemur fram afdráttarlaus vilji til að efla samvinnu, og skoöa niöur í kjölinn, hvort unnt sé að ná samstööu á grundvelli sameiginlegra bar- áttumála. Þetta er mjög jákvætt, og sennilega í svipuöum dúr og þenkingar margra vinstri manna. Sannleikurinn er sá, aö það eru mjög fá mál í dag, þar sem vík er á milli vina. Ágreiningur er einfaldlega ekki mikill á meöal stjórnarand- stööunnar. Einmitt þess vegna ríður á, aö menn reyni að tala sig niður á einhvers konar samstarf, sem myndi beinast aö aögerðum í ýmsum nauösynj- amálum sem hingaö til hafa setið á hakanum, og stjórnarandstaðan er sammála um aö þarfn- ast úrlausnar. Aukin samvinna yrði styrkur fyrir alla við- komandi flokka. Hættulegur leikur Áhugi í forystugrein í Þjóöviljanum í lok síöasta mánaöar var hvatt til þess aö stjórnarandstöðu- öflin í borgarstjórn Reykjavíkur tækju upp um- ræöur um aukið samstarf. Bent var á, að lang- sigurvænlegasti kosturinn væri aö bjóöa fram sameiginlegan lista, væri kostur á því. í kjölfar þessa hafa miklar umræður fariö fram í fjölmiðlum um möguleika á vinstri samvinnu í borgarstjórn. Meöal annars hefurdagblaöiö DV staöið fyrir skoðanakönnun, þar sem fylgi viö einstaka stjórnmálaflokka var kannaö. í þeirri könnun var einnig athugaö hversu mikið fylgi sameiginlegur listi stjórnarandstöðunnar myndi njóta í kosningum. Frá því er skemmst að segja, aö sameiginlegi listinn fékk um fjórtán pró- sentustigunri meira fylgi en samanlagt fylgi stjórnarandstöðuflokkanna, væri um sérframb- oö aö ræöa. Með öörum orðum: miklu fleiri reyndust reiöubúnir til aö veöja á stjórnarand- stööuna, væri hún sameinuð undir einum hatti. Niðurstöður könnunarinnar sýna það mjög berlega aö fólkiö í borginni vill meiri samvinnu milli stjórnarandstööuflokkanna, og aö henni fenginni væru mun fleiri líklegir til aö gjalda andstööunni atkvæöi í kosningum. Ýmsir áhrifamenn stjórnarandstööunnar í Reykjavíkurborg voru á svipaðri skoðun í viö- tölum viö Þjóöviljann í gær. Þannig sagði Sigur- jón Pétursson, Alþýöubandalagi, aö þaö væri „krafa allra íhaldsandstæðinga í borginni aö vinstri flokkarnir hafi með sér verulega aukiö Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, Magnús Gunnarsson, rennir sér út á hálan ís í Morgunblaðinu í gær. Hann heldur því fram í blaðinu aö stefna Verkamannasam- bandsins sé ekki mótuö með hliðsjón af hags- munum verkafólks, heldur séu forystumenn sambandsins „að nota hagsmuni verkafólks í landinu í kosningaleik.” Á hvaða plánetu hefur framkvæmdastjórinn eiginlega lifað síðustu árin? Hefur hann nokkuð heyrt minnst á 30 prósent kaupskerðingu? Hef- ur hann heyrt um fjölskyldur sem hreinlega vinna ekki lengur fyrir sér þó vinnutíminn sé ærinn? Hefur hann gleymt aö lágmarkslaunin í fiskvinnu eru ekki nema rösk 14 þúsund á mán- uði? Vafalaust hefur hann gleymt þessu öllu. Hins vegar er rétt aö minna á, aö viö síðustu kjara- samninga voru óleyst ýmis erfiö mál hjá sumum félögum VMSÍ. Loforð um lausn þeirra voru handsöluð af forystumönnum VSÍ. Þrátt fyrir marga fundi hefur hvorki gengiö né rekið. Það eru þessi vinnubrögö sem hleypa hörku í fólk. VSÍ hafði tækifæri til að leysa þessi mál á fag- legum grundvelli. Þaö varekki notað. Meö pólit- ískum slagorðaflaumi sínum í Morgunblaöinu í gær sýnir framkvæmdastjóri VSÍ að hann hefur ekki áhuga á faglegri lausn. Það er hans mál. En VSÍ hefur nú hafiö hættulegan leik. _ÖS KUPPT OG SKORID Af skoðana- könnunum Þeir sem vinna á útvarpi segja að þegar blaðaverkfall er, þá sé ekkert í fréttum. Astæðan er ein- föld: blöðin ekki aðeins birta fréttir af tíðindum eins og mikilli loðnugöngu eða hrakningum fjallamanna - þau búa til fréttir. Og þegar ekkert er svosem að gerast þá liggur beinast við að efna til skoðanakönnunar. Oftast er þá spurt um fylgi flokka. DV var með eina slíka uppá- komu á mánudaginn var. Þar kom í ljós að Reykvíkingar eru feiknalega lukkulegir með borg- arstjórnaríhaldið sitt. Af þeim sem tóku afstöðu ætla um 70% að kjósa lista Davíðs. Að vísu eru það meira en 40% sem ekki svara. Síðan geta menn lagt út frá þessu á alla enda og kanta. Þegar hægrivindar blása, eru menn - hvað sem nafnleynd líður - fúsari til að gefa sig upp í síma stuðn- ingsmenn þeirra sem með völdin fara. Það eru gömul og ný sann- indi. Alþýðubandalagið fær alltaf mun meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum og svipað má segja um flest vinstriframboð. Hefðu skoðanakannanir verið komnar í tísku á árum kalda stríðsins hefðu þær aldrei sýnt nema brot af því fylgi sem Sósíal- istaflokkurinn átti von á. Þá gátu róttækir menn átt von á atvinnu- ofsóknum hvenær sem var og Klippari man svo langt að enn um 1960 voru sumir menn smeykir við að láta sjá það, að Þjóðviljinn væri borinn í hús til þeirra - þótt þeir segðust annars gjarna vilja kaupa blaðið. Nú eru tímar skárri, en samt ýmissa veðra von í vaxandi þrengingum. Og það dæmi sem var hér að ofan tekið minnir á eitt það sem er mjög vafasamt í skoð- anaupphringingum blaða eins og DV. Það er þetta: að fylgjendur hinna ýmsu flokka eru í raun og veru ekki allir á sama báti að því er varðar öryggi í samfélaginu. En skoðanakannanirnar geta síð- an orðið skoðanamyndandi í fjöl- miðlaheimi - þær sýna fylgis- breytingar sem eru stærri en veruleikinn og ýta þar með á eftir því að þær þróist í gefna átt. Hvað mæla þær? Þessi grunur virðist fá nokkra staðfestingu í öðrum hluta skoð- anakönnunarinnar, sem DV birti svo á þriðjudaginn. Þar kom það í ljós, að ef Reykjavíkurdæminu var stillt upp þannig, að menn ættu völ á sameiginlegum lista vinstriflokka annarsvegar og Sjálfstæðisflokkslista hinsvegar, þá eru allmiklu fleiri reiðubúnir til að tjá sig. Nú eru þeir sem ekki vilja svara þó ekki nema innan við 25%. Og 10% fleiri játa sam- eiginlegum vinstrilista en ein- stökum listum samanlögðum. En-þaðmálíkasegja, að þessi mismunur mæli annað - og þá fyrst og fremst að fólk sé þreytt á sundrungu til vinstri. Og sannleikurinn er sá, að það er einatt mjög erfitt að vita hvað það er sem skoðanakannanir eru raun og veru að mæla. Minnum til dæmis á fræga könnun, sem í fyrra leiddi það í ljós að Islendingar telja sig vera öðrum þjóðum hamingjusamari. Fáum dettur í hug að sú útkoma gefi það upp, að Islendingar séu öðrum þjóðum ánægðari með sjálfa sig og tilveruna. Miklu lík- legra að hér ráði miklu um sú þrjóska, að aldrei skal ég viður- kenna að mér hafi mistekist í lífs- baráttunni. „Nógir peningar í Sumarhúsum,” sagði Bjartur. Annað dæmi: það kom nýlega í ljós í skoðanakönnun á Bret- landseyjum, að guð virtist eiga betri aðgang að ríku fólki og menntuðu en þeim sem ver voru settir í tilverunni. Að minnsta kosti voru þeir sýnu fleiri úr fyrr- nefnda hópnum sem töldu sig hafa orðið fyrir því sem kallað væri trúarleg reynsla. Líklegasta skýringin á þessum mun er svo sú, að þeir sem betur eru settir og vanari nokkuð svo „afstrakt” spurningum skilji spurningar um trúarreynslu með nokkuð öðrum hætti en „samfélagshópur þrjú” eins og alþýða manna heitir víst á félagsfræðamáli. Þriðja dæmi: fyrir nokkrum árum voru íslendingar spurðir um lestrarvenjur sínar. Þar kom, að því er Klippara mínnir, í ljós, að Meðaljóninn íslenski taldi sig lesa bækur 5-6 stundir á viku. Fyrir utan það, að hann horfði þó nokkuð á sjónvarp, hlustaði á út- varp og las blöð og tímarit upp á hvern dag. Það er því miður lík- legt að íslendingar hafi í þessari könnun verið að ljúga upp á sig meiri bóklestri en efni standa til. Vegna þess að þeim er það innrætt að bækur eigi menn helst að hafa sér við hönd og varla neinn maður með mönnum nema hann geri það. Svikamyllan Skoðanakönnun, sem sýnir gífurlegt fylgi Sjálfstæðisflokks- ins á höfuðborgarsvæðinu, gefur að sjálfsögðu til kynna vissa hægrisveiflu, sem við íslendingar erum enn ekki búnir að bíta úr nálinni með. En hún sýnir líka annað. Hún sýnir ístöðuleysi hinna skoðanalausu gagnvart þeim sem fara með völdin. Og í því sambandi virkar á einkar læ- víslegan hátt sú svikamylla sem Sjálfstæðisflokkurinn rekur ekki síst með aðstoð öflugra fjölmiðla eins og Morgunblaðsins og DV. Sú svikamylla snýst einmitt með gný í ummælum Davíðs borgar- stjóra um skoðanakönnunina í DV. Hann sagði að könnunin benti til þess að Reykvíkingar vildu „láta flokkapólitík lönd og leið.” Með öðrum orðum: með ýmsum ráðum læða þeir sem völdin hafa, því að fólki, að stefna þeirra sé eiginlega ekki pólitík. Hún sé bara mannlífið sjálft, stjórnsýslan sjálf eða eitthvað þessháttar. Pólitíkin er eitthvað ljótt, sem kemur borgar- stjóra til að mynda lítið við. Póli- tíkin - það eru hinir, kratarnir og kommarnir og guð má vita hvað. Gáum að því. _ÁB ÞJOÐVUJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rlt8tjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndlr: Einar ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreið8lu8tjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglý8ingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavar8ia: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausaaölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.