Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 20
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 23. maí 1985 115. tölublað 50. órgangur DJOÐVIUINN Kartöflubirgðirnar Gefum skepnunum kartöflur Agnar Guðnason blaðafulltrúi bœndasamtakanna: Enginn veit nákvœmlega hve mikið afkartöflum er til í landinu Pað veit enginn nákvæmlega hvað mikið er til af umfram- birgðum af kartöflum í landinu en framleiðendur sjálfir telja að það sé búið að selja milii 30 og 40 prósent af uppskerunni, sagði Agnar Guðnason, Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Láglaunastefnan Kennarar flýja Það má reikna með að 30 pró- sent rýrnun, það er rýrnunin og sá hluti sem tekinn er í útsæði. Þá eru eftir að minnsta kosti 40 prós- ent óseld frá því í fyrra. Hluti af umframbirgðunum er ekki sölu- hæfur þegar kemur fram í næsta mánuð en það er nóg til af góðum kartöflum og þær ættu að endast fram á næstu uppskeru. Kartöfluverksmiðjurnar hafa tekið við óhemju magni af uppskerunni. Frönsku kartöfl- urnar sem koma frá þessum verksmiðjum lækkuðu um 25 krónur kílóið sem bætti mjög samkeppnisaðstöðuna gagnvart innfluttum frönskum. Lækkað verð á kartöflum hef- ur þó enga þýðingu fyrir söluna, fólk borðar ekki meira þó þær séu 5 til 10 krónum ódýrari. Meðal- neyslan er 65 til 74 kíló og það eina sem eykur neysluna eru gæði kartaflanna en ekki lækkað verð. I raun ættu kartöflur að vera 10 til 15% dýrari miðað við verðlag en þær eru einn ódýrasti matur sem til er á markaðnum. Þær kartöflur sem ekki seljast má gefa skepnunum. Það er ástæðulaust að henda þeim.- aró Vantar enn 8 kennara í Garðabœ. Einsdæmi í sögunni „í fyrsta skipti í sögu skóla- halds í Garðabæ fást ekki al- mennir kennarar til kennslu í grunnskólunum í bænum“, sagði Hilmar Ingólfsson skólastjóri í Hofsstaðaskóla í samtali við Þjóð- viljann í gær. Enn er óráðið í 8 kennarastöður í Garðaskóla þrátt fyrir auglýsingar í blöðum og eftirgrennslan. „Nokkrir kennarar hættu kennslu í bænum og enn aðrir hafa sótt um launalaust leyfi. Reiknað er með að flestir þeirra hætti kennslustörfum nema veru- legar breytingar verði á launa- kjörum þeirra“, sagði skólastjór- inn í Hofsstaðaskóla enn fremur. óg. Akureyri Verkstæði skoða bíla Bifreiðaeftirlit ríkisins á Akur- eyri og fleiri aðilar gera nú tilraun með að endurskoða á verkstæði bifreiðar sem gerð hefur verið at- hugasemd við í aðalskoðun. Bifreiðareftirlitsmaður skoðar bifreið og reynist hún ekki í lagi ákveður hann hvort komið skuli með hana í endurskoðun til bif- reiðaeftirlitsins eða hvort um- ráðamanni hennar gefist allteins kostur á að fá fullnaðarskoðun á viðurkenndu verkstæði. Verði verkstæðiskosturinn uppá ten- ingnum límir starfsmaður þar hvítan miða í framrúðu farartæk- isins og áritar skráningarskírt- eini. bsk. Ásthildur Ólafsdóttir: Erfitt fyrir konu að komast áfram hjá Sambandinu. Samvinnuhreyfingin Aldrei kona í stjóm SIS! Staða kvenna hjá SÍS verri en úti íþjóðfélagi. Komast síður í toppstöður Það var kona sem sótti um úti- bússtjórastöðu í kaupfélagi út á landi. Hún var með Samvinnu- skólapróf, gift og átti barn. Hún var kölluð fyrir, spurt hvernig í ósköpunum hún ætlaði sér eigin- lega að fara að, hvort hún treysti sér virkilega til þessa, hver ætti að passa barnið og hver að vinna húsverkin. Ætli það séu margir karlar sem fá slíkar spurningar og þvflíka uppörvun?, sagði Ast- hildur Olafsdóttir m.a. er Þjóð- viljinn hafði samband við hana vegna erindis er hún hélt á aðal- fundi Kaupfélag Hafnfirðinga um Konur og samvinnuhreyfinguna. Ásthildur sagði að staðá kvenna væri sýnu verri hjá SÍS og samvinnufélögunum en annars staðar í þjóðfélaginu og væri hún þó óvíða til fyrirmyndar. Nefndi hún sem dæmi að í stjórn og vara- stjórn Sambandsins hefði aldrei setið kona og meðal fram- kvæmdastjóra og forstöðumanna deilda, 40 að tölu væri engin kona. Hún kvað yfirmenn sam- bandsins jafnan gefa þau svör, er þessi mál væru rædd við þá, að engar konur fengjust, þær sæktu ekki um stöður. Hún sagði að sjálf teldi hún að e.t.v. mætti kenna konum að nokkru um hvernig ástandið væri, en þar kæmi þó fleira til. „Sjáðu til“, sagði hún, „Sam- bandið rekur jú Samvinnu- skólann á Bifröst. Þangað koma árlega álíka margar stúlkur og drengir. Stelpurnar standa sig síst verr í námi, samt fá þær aldrei yfirmannsstöðu hjá Sambandinu. Ég heyrði haft eftir kennara þarna uppfrá, sögukennara sem var að byrja að ræða um kvenna- hreyfingar: „Á þessum síðustu og verstu tímum þegar pilsvargar vaða uppi...“ Ég heyrði líka haft eftir einum strák í skólanum að strákarnir sameinuðust allir sem einn um að halda stelpunum niðri. Þetta eru verðandi kaupfé- lagsstjórar og yfirmenn hjá Sam- bandinu - við gætum spurt hvort þeir láti svona fyrir áhrif frá kennurunum?“ Til gamans má geta þess að á sama aðalfundi og Ásthildur hélt erindið, bar það til tíðinda að kona var í fyrsta sinn kjörin í stjórn Kaupfélags Hafnfirðinga. bsk. JgNBKBBBBBOEŒiai Verðlag Hæst verð á Isafirði Verðlagsstofnun: Matvörur 5prósent hœrri á Vestfjörðum en Reykjavík. Verðlag í matvöruverslunum á Vestfjörðum er 5 prósent hærra en á höfuðborgarsvæðinu segir í könnun Verðlagsstofnunar á verðlagi matvöruverslana víðs vegar á landinu. Athygli vekur að verðlag á ísa- firði er 5,6 prósent hærra en á höfuðborgarsvæðinu en á Reykjanesi er mismunurinn að- eins 0,1 prósent. Á Austurlandi er verðlag 2,7 prósentum hærra en á höfuð- borgarsvæðinu. Á Norðurlandi er mismunurinn 2 prósent, 1,9 prósent á Suðurlandi og 0,7 prós- ent á Vesturlandi. Verðlag á ein- stöku, afskekktum stöðum er þó hærra en verðmunur milli lands- hluta gefur til kynna, til dæmis er verðlag á Melrakkasléttu hærra en almennt á Norðurlandi eystra. Orsakirnar rekur Verðlags- stofnun meðal annars til fárra verslana og smárra og flutnings- kostnaðar. Nokkrar vörutegund- ir eru þó ódýrari í verslunum utan höfuðborgarsvæðisins. Má þar sérstaklega benda á fisk og fisk- vörur. - aró. JJ ít Hrafna- sprengir Víkurblaðið á Húsavík greindi frá því að fyrir skömmu hafi sést til gráðugs hrafns vera að gæða sér í óleyfi á skreið sem hékk í hjöllum. Reiddust menn hátta- lagi krumma og einn tók á rás og tókst eftir dágóðan sprett að gómadólgogleggjaaðvelli. Eftir þetta einstæða afrek er dráps- maðurinn mikli aldrei kallaður annað en „hrafnasprengir“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.