Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 8
FRETTIR Akureyri Vatnssala í athugun Neysluvatn áAkureyri er hœfttil útflutnings. 24 miljón lítra verksmiðjagœtis 'kilað arði. Fyrirtœkistofnað. Tilraunasendingarí sumar Nýstofnað fyrirtæki fimm kaupfélaga á Norðurlandi, Akva Vf, hefur þegár ákveðið að gera tilraun með útflutning á vatni. Þórarinn Sveinsson mjólkur- Neysiuvatn á Akureyri stenst þaer kröfur, sem gerðar eru tii neysluvatns erlendis. Þetta kem- ur fram í skýrslu Iðnráðgjafar s/r, sem unnin var fyrir Vatnsveitu Akureyrar. Stjórn Vatnsveitu Akureyrar ræddi þetta mál á fundi sínum ný- lega, og komst að þeirri niður- stöðu, að Vatnsveitan hefði að svo stöddu ekki bolmagn til að fara í pökkun og útflutning á vatni, m.a. vegna þess að hún stendur í fjárfrekum vatnsöflunarframkvæmdum um þessar mundir. Athuganir benda til, að verk- smiðja sem „framleiðir" 24 milj- ónir lítra af vatni á ári, geti skilað arði. Áhættan er eigi að síður nokkur og kostnaður við öflun markaða verulegur. samlagsstjóri hjá KEA, sem veitir hinu nýja fyrirtæki for- stöðu, sagði að í byrjun yrði um mjög lítið magn að ræða 1-2 milj- ónir lítra í litlum pakkingum (Va og Ví L). Hugsanlegt er að fá 2,50 - 3,20 kr. fyrir pakkninguna. Samkvæmt eigin athugunum Mjólkursamlagsins bendir flest tii þess að vatnið sé nógu gott, enda takist pökkunin vel. Tilraunasendingar AKVA munu fara á Evrópumarkað og til ar- abalanda. Pökkunin, sem á að geta hafist seinnipart sumars, mun fara fram í Mjólkursamlegi KEA. hágé. I FRAD Athugi Fresturinn er a renna út TUR AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF ATVINNUREKSTRI Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1 .júní n.k. vegna tekna árs- ins 1984. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1985 vegna tekna ársins ’ 1. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júnín.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum og hagdeild LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir Húsnœðismálin: Ekki skipti- mynt Formannafundur Alþýðusambandsins: Ríkisstjórnin komi í veg fyrir okurstarfsemi sem nú blómstrar. Sanngjörn lausn í húsnœðismálum verður ekki notuð sem skiptimynd í vœntanlegum kjarasamningum. Á formannafundi Alþýðu- sambandsins sem haldinn var sl. mánudag, var ijallað um hús- næðismál, auk kjaramálanna. Fundurinn samþykkti sam- hljóða eftirfarandi ályktun. „Á síðustu tveimur árum hefur aðstaða fólks til þess að sinna þeirri frumþörf að koma sér þaki yfir höfuðið versnað til mikilla muna. Kjaraskerðing hefur leitt til þess, að sá hluti tekna sem ætl- aður var til greðslu afborgana og vaxta er horfinn. ■ Aðgerðir stjórnvalda á sviði vaxta og verð- tryggingar hafa bætt gráu ofan á svart. Aukin greiðslubyrði af verðtryggðum lánum stafar í sumum tilvikum að stærstum hluta af hækkun vaxta. Formannafundur ASÍ fagnar sérstaklega ötulu frumkvæði húsnæðishópsins svonefnda, sem virkjað hefur fjölda fólks til starfa fyrir mikilvægu málefni og treystir því, að framhald verði á starfsemi húsnæðishópsins. Með frumvarpi til laga um greiðslujöfnun á lánum frá opin- berum byggingalánasjóðum er af hálfu stjórnvalda stigið skref í þá átt að leiðrétta nokkuð hlut þeirra sem verst standa. Af hálfu ASÍ hefur verið lögð áhersla á, að frumvarpið nái fram að ganga, enda þótt það sé ekki í öllum greinum í samræmi við þau sjón- armið sem ASÍ hefur sett fram. Framkvæmd þessara laga svo og skuldbreytingaaðgerðir í hús- næðislánakerfinu almennt eru hins vegar að öllu leyti háðar því, að stóraukins fjár verði aflað til húsnæðismála. Ella munu fáir njóta og úrlausn hvers og eins verða ófullnægjandi. Urbætur gagnvart þeim sem nú eru í greiðsluerfiðleikum mega ekki verða á kostnað þeirra sem nú eru að ráðast í framkvæmdir og íbúðakaup. Þvert á móti þarf samhliða aukið fjármagn til fram- kvæmda og þá fyrst og fremst til félagslega íbúðakerfisins, sem nú mætir auknum þunga vegna kjararáns síðustu missera. Þá er nauðsynlegt, að snúið verði af þeirri óheillabraut sem troðin hefur verið í vaxtamálum. Ríkisstjórn og löggjafarvald verða að taka á þeim málum og koma í veg fyrir okurstarfsemi af því tagi sem nú blómstrar, ekki aðeins á kostnað húsbyggjenda, heldur einnig alls atvinnulífs. Úr- lausn þessara mála þolir ekki bið. Formannafundur ASÍ gerir þá kröfu til stjórnvalda, að þau tryggi viðunandi lausn þessara mála á yfirstandandi þingi. Jafn- framt lýsir fundurinn yfir því, að sanngjörn úrlausn í húsnæð- ismmálum er svo brýn og sjálf- sögð, að ekki kemur til greina að hún verði notuð sem skiptimynt í þeim kjarasamningum sem gerð- ir verða á árinu.“ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.