Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.05.1985, Blaðsíða 17
Kosningar á Norður-írlandi Sinn Fein oglRAbæta stöðusína Verkamannaflokkurinn milli tveggja elda - Tilraunastarfsemi eða óbreytt ástand? Sinn Feinar bjartsýnir Bæjarstjórnarkosningar á Norður-írlandi hafa skapað nýja pólitíska stöðu í landinu. Hinn róttæki sameiningar- flokkur, Sinn Fein, sem er ein- att kallaður pólitískur armur þeirrar vopnuðu baráttu sem IRA, írski lýðveldisherinn, stendur í, náði um 10% fylgi, skuli ekki hafa náö meiri yfir- burðum yfir Sinn Fein. En bæði bresk og írsk stjórnvöld hafa flýtt sér að lýsa því yfir, að niðurstöð- ur kosninganna munu í engu breyta afstöðu þeirra til Sinn Fein - hvorugur vill taka upp viðræður við þá sem samsinna baráttu og aðferðum IRA. Hinsvegar er svo Verka- „IRA getst ekki upp“, stendur á veggnum. Hvað sem líður allgóðum árangri í kosningum telur þessi róttæki sameiningarflokkur sem fyrr að vopnuð barátta við Breta sé það sem mestu skiptir. fékk menn kjörna í flestum bæjarstjórnum og kemst á ófáum stöðum í oddaaðstöðu. Sinn Fein er í sterkri stöðu bæði í Belfast og London- derry og fékk meira að segja hreinan meirihluta í bænum Omagh, sem er skammt frá landamærum (rska lýðveldis- ins. Talsmenn Sinn Fein hafa að vonum lýst mikilli ánægju með úrslitin. Peir bjuggust við 30-35 sætum í bæjarstjórnum á Norður- írlandi en fá um 50. En sem fyrr halda þeir fast við þá afstöðu, að velgengni í kosningum sé auka- atriði; það sem skipti máli sé vopnuð barátta IRA gegn bresku valdi. Og það er þessi herskái boðskapur og um leið takmörkuð virðing fyrir meirihlutasam- þykktum á Norður-írlandi sem hefur nú komið Sinn Fein inn að þungamiðju hinnar pólitísku bar- áttu á Norður-írlandi. í bæjarstjórnarkosningunum fékk Sinn Fein sem fyrr segir rösklega 10% atkvæða. Aðal- keppinautur Sinn Fein um fylgi kaþólskra manna, hinn „hóf- sami“ verkamannaflokkur SDLP, fékk aftur á móti nálægt 17% ogum 100 sætiíbæjarstjórn- um. Pað hefur valdið vonbrigð- um bæði meðal ráðamanna í Du- blin og svo London að SDLP mannaflokkurinn SDLP í mikilli klípu vegna þess árangurs sem Sinn Fein hefur náð. Bæði í London og Dublin er litið á SDLP sem eina „ábyrga“ málsvara kaþólskrar, írskrar þjóðernishyggju á Norður- Irlandi. Vegna þess, að SDLP, „Sinn Fein er fyrir þá sem hafa engu að tapa. Fyrir þá sem er alveg sama um það, hvort þeir eru „í húsum hæfir“ í augum umheimsins. Svo segir blaðafulltrúi Sinn Fein í Falls Road í Belfast, en það er í hverfum af því tagi sem Sinn Fein, sem kveðst hafa sameinað og sósíalíkst írland á stefnuskrá sinni, á sín helstu vígi. Þar er fá- tækt meiri og atvinnuleysi en annarstaðar - þar hafa menn sem hefur sameiningu írlands að markmiði eins og Sinn Fein, hef- ur lýst sig reiðubúinn til nokkurra málamiðlana við hina bresksinn- uðu flokka mótmælenda (sem í bæjarstjórnarkosningum fengu samtals 60% atkvæða). En þessir mótmælendaflokkar vilja þá aðeins ræða við SDLP að sá flokkur fyrir sitt leyti neiti með öllu að hafa nokkuð við Sinn Fein saman að sælda. Það er hinsvegar erfitt fyrir SDLP að fallast á svo afdráttar- laust samgöngubann við Sinn Fein. Fjölmargir írskir þjóðernis- sinnar og kaþólikkar munu telja slíka afstöðu svik við hinn írska málstað - og hún gæti beinlínis. leitt til þess að Sinn Fein fengi enn öflugri stuðning en nú. A hinn bóginn munu mótmælenda- flokkarnir, sem vilja halda sam- bandinu við Bretland, telja minnsta samstarf við Sinn Fein bera því vitni að SDLP „gangi erinda hermdarverkamanna“. Velgengni Sinn Fein hefur með öðrum orðum leitt til þess að SDLP verður nú að iðka mjög erfiðar jafnvægiskúnstir, sem gætu komið í veg fyrir að þessi flokkur gegni lykilhlutverki í við- ræðum milli stjórnanna í London og Dublin um aukin írsk áhrif á Norður-írlandi. Obreytt ástand Og ekki þarf margar IRA- sprengjur og ekki marga sam- starfssamninga milli Sinn Fein og SDLP til að mótmælendaflokk- arnir geti sannfært bresku stjórn- ina um að þrátt fyrir allt sé illskást að halda sig við óbreytt ástand á Norður-írlandi. Betra en að „engu að tapa“, og eiga því, að sögn blaðafulltrúans, auðvelt með að styðja Sinn Fein. SDLP, Verkamannaflokkur- inn kaþólski, sem telst „hóf- samur“ hefur gefið Falls Road upp á bátinn. Og nú um stundir er það Sinn Fein, sem fólk snýr sér til ef það lendir í vandræðum. Sinn Fein hefur opnað ráðgjaf- armiðstöðvar í hinum kaþólsku hverfum og félagar í flokknum hafa orð á sér fyrir að vera vel að sér og duglegir. Þeir þekkja vel kasta sér út í tilraunir með nýja stjórnarhætti þar. Talsmenn SDLP segja hins- vegar, að það sé fyrst og fremst ótti breskra stjórnvalda við að brydda upp á nýmælum, sem hafi tryggt Sinn Fein pólitíska vel- gengni. Einn þeirra, Brian Feen- ey, segir sem svo: { meira en fimmtán ár höfum við reynt að sannfæra Breta um að það hættulegasta sem hægt er að gera sé að halda í óbreytt ástand. Það þýðir að stutt er við bakið á því óréttláta valdakerfi sem sambandssinnar (mótmæl- endur) hafa komið upp og þar með magnast óánægjan í röðum írskra þjóðernissinna. Óbreytt ástand leiðir til meiri umsvifa IRA - þar með eru fleiri breskir hermenn sendir til Norður- írlands og það leiðir svo til meiri stuðnings við Sinn Fein. félagsmálalöggjöfina og vita hvað fólkið heáir rétt á. Þeir geta útvegað lögfræðiaðstoð og sent inn umkvartanir til yfirvaldanna. Þeir geta, segir blaðafulltrúinn, tosað þeim sem snauðastir eru út úr einangrun þeirra og þegar vel til tekst geta þeir gefið þeim nýtt sjálfstraust. f þakklætisskyni fyrir þessa að- stoð kýs fólkið Sinn Fein - og styður þar með írska lýðveldis- herinn... Ef herinn fer... SDLP telur að Bretar geri ekki annað en að reyna að „hafa stjórn á óreiðunni" án þess að taka nokkuð það frumkvæði sem máli skiptir. Brian Feeney er - rétt eins og Sinn Fein reyndar- á því, að Bretar fari með falsrök þegar þeir segja að ef breskur her verði á brott frá Norður-írlandi, þá muni umsvifalaust brjótast út borgarastyrjöld milli kaþólskra og mótmælenda. Það gæti komið til blóðbaðs ef herinn væri allt í einu horfinn. En ekkert slíkt þyrfti að gerast ef það væri tekin ákvörðun um brottför hersins í áföngum og um pólitíska lausn. Ekkert slíkt er gert, segir SDLP, og herinn hefur það hlutverk fyrst og fremst að styðja Sam- bandssinna mótmælenda, sem vilja fyrst og síðast halda í fríðindi sín og kúga írska þjóðernissinna. Eina leiðin Martin McGuinness hjá Sinn Fein segir hinsvegar, að ein sam- an friðsamleg barátta fyrir sam- einingu írlands muni aldrei bera árangur, það hafi reynslan sýnt. Þjóðernissinnuð stjórnarand- staða innan þingræðiskerfisins hafi ekki skil.að árangri á sínum tíma, né heldur mannréttinda- hreyfingin, sem byrjaði friðsam- lega en var svo mætt með lögregl- ukylfum og byssukúlum. McGu- inness segir, að reyndar geti hvorki breski herinn né IRA, ír- ski lýðveldisherinn, unnið fullan hernaðarsigur. En kannski geti IRA veitt Bretum þau högg, að ástandið verði óþolandi fyrir bresk stjórnvöld. McGuinness bindur miklar vonir við það, að ungt fólk á Norður-írlandi hlusti í vaxandi mæli á röksemdir hinna róttæku sameiningarsinna í Sinn Fein. Þar með sé framtíð hreyfingarinnar tryggð. ÁB byggði á Information. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Flokkur þeirra sem engu hafa að tapa Höfuðvígi Sinn Fein í kaþólskufátœkrahverfunum Hvunndagsmynd frá Belfast: hvað gerist ef herinn fer?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.