Þjóðviljinn - 31.05.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Bæjamtgerðir undir hnífnum
Nú hafa íhaldsöflin í Hafnarfirði og Reykjavík
sameinast um að hrinda Bæjarútgerðunum í
(Dessum byggðarlögum endanlega fyrir ættern-
isstapa. Vinnubrögðin sem brúkuð eru við
þennan óþokkagjörning eru fáheyrð.
Framkoma meirihlutans í Hafnarfirði í málefn-
um BÚH hefur raunar verið rakin rækilega í
Þjóðviljanum síðustu daga. í anda frjálshyggju-
villunnar sem helríður nú Sjálfstæðisflokknum
og aftaníossum þeirra ákvað meirihluti
hafnfirsku bæjarstjórnarinnar að drepa BÚH.
Fyrsti hluti leikritsins sem sett var á svið frammi
fyrir bæjarbúum fólst í því að rægja og níða allt
sem viðkom BÚH. Skuldir þess voru stórum
ýktar í hverjum fjölmiðli sem meirihlutinn gat
þrengt sér inná, en eignirnar vanmetnar úr hófi
fram. Þetta sást best þegar togarinn Júní var
seldur, en hann var áður eign BÚH. Matsverð
togarans var, samkvæmt meirihluta bæjar-
stjórnarinnar, rétt rúmar þrjátíu miljónir. Þegar
hann var seldur, galt kaupandinn hins vegar
næstum því fjörfalt hærri upphæð fyrir togar-
ann, eða 115 miljónir.
Annar þáttur leikritsins var svo að búa til „al-
menningshlutafélag" um BÚH. Send voru bréf
til bæjarbúa þar sem þeim var boðið að gerast
hluthafar í fyrirtækinu. Væri fólkinu raunveru-
lega annt um fyrirtækið, sögðu fulltrúar hins
ósvinna meirihluta, þá munu þeir náttúrlega
kaupa sér hluti í hinu nýja „almenningshlutafé-
lagi“. En annað hvort eru fulltrúar meirihlutans
skroppnir öllu heilbrigði skyni, eða þeir hafa
talið að hafnfirskur almenningur sé það. Því
auðvitað kaupir enginn heilvita maður hlut í fyrir-
tæki sem meirihluti bæjarstjórnar er búinn að
básúna út um allar þorpagrundir að sé í
óleysanlegri kuldaflækju, og til engra góðra
hluta brúklegt. Enda var uppskeran eins og til
var sáð: fáir hlutir seldust.
Þarmeð var allt tilbúið fyrir þriðja og síðasta
þátt leikritsins: sölu BÚH til einkaaðila. Eftir
miklar umræður í bæjarstjórninni og harða and-
stöðu Alþýðubandalagsins er nú búið að heim-
ila bæjarstjóra að ganga til samninga um sölu
fyrirtækisins. Allt bendir því til þess að á annað
hundrað störf kunni að verða glatkistunni að
bráð.
í Reykjavík stendur Davíð Oddsson borgar-
stjóri í svipuðum skollaleik. Hann hefur ákveðið
að leggja Bæjarútgerð Reykjavíkur í hendur ís-
birninum, fjölskyldufyrirtækisins í eigu
nafntogaðra Sjálfstæðismanna. Lýðræðisást
borgarstjóra er raunar með þeim ólíkindum, að
hann tók ákvörðun um að hefja undirbúning
samrunans án þess að láta nokkurn mann vita.
Borgarráð, borgarstjórn eða útgerðarráð vissu
ekkert um ætlan Davíðs. Framferði hans er ein-
faldlega einræði af óþolandi tegund.
Það er heldur tæpast tilviljun að það skuli
vera vinir Davíðs í ísbirninum sem eiga að fá að
leika sér með BÚR. ísbjörninn á í miklum fjár-
hagserfiðleikum um þessar mundir, meðal ann-
ars vegna dollaralána einsog Þjóðviljinn hefur
flutt fréttir af. Til að bjarga þessari burðarstoð
reykvíska íhaldsins hefur borgarstjóri nú ákveð-
ið upp á sitt eindæmi að fórna fyrirtæki í félags-
legum rekstri, sem um áratugaskeið hefur
tryggt atvinnuöryggi í fiskiðnaði höfuðborgar-
innar.
Málið er einfaldlega það, að Davíð borgar-
stjóri er að hysja buxurnar upp um einkafram-
takið í reykvískri útgerð með því að láta það fá
Bæjarútgerð Reykjavíkur upp í hendur.
Krafan er kauptrygging
Þjóðviljinn hefur bent á það rækilega, að til-
boð VSI felur ekki í sér neina haldbæra
kauptryggingu. Það hefur verið höfuðkrafa
verkalýðssamtakanna að kauptrygging í ein-
hverju nægilega styrku formi sé forsenda
samninga. Á þingi Alþýðusambands íslands
seint á síðasta ári var þessi krafa samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta; Tilboð VSÍ í núverandi
formi er óaðgengilegt. Á grundvelli þess er ekki
hægt að gera samninga, nema ákvæði um
kauptryggingu komi til. Allt annað yrði einungis
til að staðfesta kauprán síðustu ára, - festa í
sessi rýrnun kaupmáttar.
Þjóðviljinn telur þess vegna, að því aðeins sé
unnt að ganga til samninga á grundvelli tilboðs
VSÍ að krafan um kauptryggingu fái forgang.
Ákvæði um kauptryggingu þarf ekki aðeins að
vera vatns- og höggþétt, heldur verður það að
vera svo einfalt og skýrt, að almenningur skilji
það til fullnustu.
Krafan er kauptrygging!
-ÖS
KUPPT OG SKORIÐ
Það er nú að verða fastur liður
með nokkurra mánaða millibili
að Sjálfstæðisflokkurinn rýkur
upp á nef sér og afþví þeir eru
búnir að fá leiða á Framsóknar-
mönnum, sem nenna ekki einu
sinni að hafa fyrir því að hósta
gegn íhaldinu lengur, þá ráðast
þeir hver á annan.
Yfirleitt er gangurinn sá, að AI-
bert Guðmundsson kemur með
yfirlýsingu: ef þetta og hitt gerist
ekki, þá er ég hættur! Hins vegar
hefur orðið minna úr efndunum
einsog kunnugt er og það er
hvorki boðað til afsagnar eða
kosninga í kjölfar yfirlýsinga Al-
berts Guðmundssonar. Þú gerir
ekki sama hlutinn tvisvar í pólitík
stendur einhvers staðar og Albert
hefur orðið fyrir barðinu á því.
Þegar nýjustu yfirlýsingarnar eru
birtar, glotta samþingmenn hans
í annað og segja hver við annann:
Það er ekkert að marka karlinn,
þetta er bara í nösunum.
Þorsteinn að
verða formaður?
Þorsteinn Pálsson, sem hefur
látið sér nægja að vera kurteis og
elskulegur blaðafulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins einsog Styrmir
spáði fyrir honum um árið, lætur
að sér kveða í síðdegisblaðinu í
gær. Um Albert ráðherra sinn og
andstöðu hans við frumvörp til
lausnar húsnæðisvandanum segir
Þorsteinn í gær: „Þó hann vilji
koma í veg fyrir lausn á vanda
húsbyggjenda dugir þetta at-
kvæði hans ekki til.“ Það skipti
engu máli hvort Albert sé með
eða á móti tillögum þeirra Stein-
gríms, - einhver annar muni þá
leggja frumvörpin fram.
Engu er líkara en Þorsteinn
ætli að fara að taka að sér for-
mennsku, því svona mannalegar
yfirlýsingar hafa ekki heyrst frá
honum síðan hann talaði beint
fyrir Vinnuveitendasambandið
og sýndi þjóðinni línuritin.
Snýta rauðu
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra og fyrrverandi tilvon-
andi formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, einsog minnisgóðir Þjóðvilj-
alesendur vita, er ævareiður
vegna þess að sölufrumvarpið
hans um Sementsverksmiðjuna
var fellt á jöfnu í efri deild alþing-
is.
Þar eru þau ekki spöruð, þau
hin penu orðin: „Ég vil sem fæst
orð hafa um slík óheilindi eins og
ég tek á þar. Og aumingjaskap
auðvitað og þverbrest í mínum
eigin flokki, það er ekki hægt að
afsaka," hefur DV eftir ráðherr-
anum í gær.
Um Valdimar Indriðason al-
þingismann Sjálfstæðisflokksins
segir Sverrir: „Ég ætla ekki að
tala um slíka uppákomu og kjark
sem svona menn sýna og verða
Alþingi til skammar".
Og undir lokin á þessari frétt er
haft eftir ráðherranum: „Og hætt
er við að einhverjir fái að snýta
rauðu út af þessu máli“. Það er
aldeilis boðið uppá skemmtiat-
riðin á kærleiksheimilinu.
Ráðherradoði
þingmanna
verulegur
Á alþingi gengur allt í basli og
bægslagangi. Stjórnarþingmenn-
irnir eru orðnir mjög þreyttir á
yfirlýsingum og blaðri ráðherr-
anna í þinginu og í eigin hóp. Þeir
telja að ráðherrarnir séu að fara
með fylgi stjórnarflokkanna til
andskotans, enda muni fæstir
þeirra eiga uppá pallborðið í
næstu kosningum. Jafnvel ekki
langa lengur.
Til viðbótar bætist óánægja
þeirra með undirbúning stjórn-
arfrumvarpa og viðamikilla mála
sem ríkisstjórnin leggur fyrir
þingið. Auðvitað er Þorsteinn
Pálsson og Eimreiðarklíkan að
setja Albert í bobba með því að
hafa í VSÍ-tilboðinu óútfyllta
ávísun sem talin er geta kostað
yfir miljarð. Það er verið að
þrengja að Albert í pólitíkinni.
Steingrími Hermanssyni og kó er
ekkert á móti skapi að lækka rost-
ann í Berta,- og tekur þátt í aðfö-
rinni. Þegar svo gengið er til
frumvarpssmíða sem kosta aukin
fjárútlát þegar á þessu ári, er Al-
bert jafnvel ekki hafður með í
ráðum. Það er verið að storka
honum með velþóknun þeirra
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
sem öfundast út í Albert vegna
vallarins á honum.
Við þetta bætist sá ráðherra-
doði sem lýsir sér í hneykslun,
vanlætingu og jáfnvel fjandskap
hins almenna þingmanns stjórn-
arinnar gagnvart ráðherra-
genginu. Þeim er ósárt um
ráðherrana.
Kosningatal
Þingmennirnir eru hættir að
tala um að kosningar í haust séu
háðar úrslitum samráðsins við
VSÍ og verkalýðshreyfinguna.
Nú eru þeir farnir að tala um að
pirringurinn og ágreiningurinn í
fyrsta lagi innan Sjálfstæðis-
flokksins og í öðru lagi milli
flokkanna muni leiða til kosninga
í haust. Það sé best að vaða í þetta
strax, hvorugur flokkanna
„græði“ lengur á áframhaldandi
stjórnarsamvinnu. Svo mörg mál
liggi í rugli í nefndum þingsins og
svo mörg eigi eftir að afgreiða að
tæpast sé stætt á að lengja líf
stjórnarinnar mun lengur, enda
muni fleiri mál verða til ágrein-
ings og óánægju í haust. Hins
vegar hafa þeir fyrir satt niðri í
þingi, að tveir nefndarformenn
stjórnarinnar hafi unnið sæmi-
lega, þeir Stefán Valgeirsson og
Egill Jónsson. Aðrir hafi beðið
eftir ráðherrum - og séu slegnir
doða.
-«g
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð ó mónuðl: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Föstudagur 31. maí 1985