Þjóðviljinn - 31.05.1985, Síða 8
GLÆTAN
Vangaveltur
um skólakerfið
Fram að skólagöngu hafa börn að
mestu stýrt könnun sinni á
heiminum sjálf. Nú eru þau sett
við borð og sagt að taka við upp-
lýsingum.
Um leið er þeim gert ljóst að úr
skólanum er þeim ekki undan-
komu auðíð. Þau hafa ólík á-
hugamál, ólíkan bakgrunn, ólíka
skapgerð og eru á misjöfnu
þroskastigi, en engu að síður er
þeim öllum kennt það sama og á
sama hraða. Samkeppnin, sem
börnum er eiginleg og birtist
stöðugt í leikjum þeirra, er nú
sett í kerfi og kynt undir hana
með margvíslegu móti. Hún snýst
um hverjum gengur best að læra
það sem kennarinn segir þeim að
læra. Árangur þeirra í samkeppn-
inni fer eftir ýmsu, til að mynda
hvernig mótun þau hafa fengið á
heimilum sínum, hversu mikinn
áhuga þau hafa á viðfangsefnum
kennarans, hvernig það fellur að
skapgerð þeirra að sitja langtím-
um saman, hvernig þeim gengur
að skilja það sem kennarinn fjall-
ar um, og fleira. Ef áhugi þeirra
eða skilningur á námsefninu er
takmarkaður gengur þeim vita-
skuld erfiðlega að sitja kyrr og
einbeita sér. Og áhuga- og skiln-
ingsleysi þeirra stafar oftar en
ekki af því að námsefnið er enda-
laust ferðalag um tilbúna veröld
fremur en að það taki mið af
heimi þeirra sjálfra.
Flest börn beygja sig undir
kröfur skólans, eru ekki til vand-
ræða eins og það er kallað. Samt
er alltaf nokkur hópur sem fellur
utanvið gangverkið. Til að ein-
falda málið má segja að ástæð-
urnar séu tvennskonar. Annars-
vegar eru þau sem hafa ekki skap
til að hlíta reglunum: þar kann að
ráða taugaveiklun en líka skortur
á undirgefni undir aðstæður sem
þau skilja ekki eða sætta sig ekki
við, í þessum hópi eru börn sem
segja má að bregðist við
óheilbrigðu ástandi á heilbrigðan
og jákvæðan hátt. Hinsvegar eru
börn sem ráða ekki við námsefn-
ið þótt þau séu full af vilja. Fyrr
en seinna gerir skólinn ýmsar
ráðstafanir við báða þessa hópa.
Höfuðinntakið í kennslufræði
handa kennaranemum er hvernig
tekið skuli á „agavandamálinu"
sem skapast þegar börnin mót-
mæla þrúgandi kringumstæðum.
Þau sem ekki er hægt að beygja til
hlýðni eru haldin sjúkdómum
„skólafælni" og afhent sálfræð-
ingum og geðlæknum.
Því hefur verið haldið fram að
drifkraftur skólans væri ekki
þroski nemendanna heldur sókn
eftir meiri framleiðni, meiri
framleiðslu, meiri gróða, og að
skólinn væri þannig úr garði gerð-
ur að hann gæti sem best skilað
nemendum sem hæfu vinnuafli i
öll tannhjól samfélagsins. Þar
væru þrjú atriði mikilvægust: að
innræta börnum ríkjandi viðhorf,
kenna þeim að hlýða og marka
þeim bás í samfélaginu sam-
kvæmt hugsanlegri nýtingu
þeirra sem vinnuafls.
Það má segja að skólinn sé al-
ræðisstofnun í þeirri merkingu að
allar ákvarðanir koma að ofan.
Allt frumkvæði er tekið af börn-
unum og þau eru mötuð. Sam-
keppnin er inntakið í leiknum og í
henni tapa alltaf fleiri en sigra.
Hver og einn verður að sætta sig
við sína stöðu. Börnunum verður
lfka fljótt í ljós að í einkunnatöl-
unum geta þau lesið væntingar
sínar um stöðu og virðingu sem
fullorðnar manneskjur í þjóðfé-
laginu. Og út úr þessu er engin
leið, ef þau hlíta ekki reglunum,
taka ekki þátt í samkeppninni um
símaskrárlærdóminn, er þeim
stillt upp við vegg.
Innan veggja skólans bergmála
viðhorf valdastéttanna. Það eftir-
sóknarverðasta er að komast efst
í samfélagspýramídanum. Lág-
launastéttin er blönk, púkó og
heimsk, svolítið sem fólk vinnur
sig uppúr.
Óskamynd skólans af nemand-
anum er sléttgreitt barn í vönduð-
um fötum, barn sem stundar sitt
heimanám af samviskusemi og
fær aðstoð ástúðlegra foreldra
sem veita því stranga hvatningu í
skólasamkeppninni. Það segir sig
sjáift að börn úr lágstétt standa
höllum fæti í þeirri glímu um sam-
félagsstöðu sem upphefst við
skólagöngu. a.T.
Ut í lönd
Útlending heim
Glætan fékk kveðju frá út-
löndum, nánar tiltekið frá rit-
stjóra alþjóðlegs unglinga-
blaðs í Frakklandi sem heitir
Tou Nou. Stjórar þessa blaðs
ætla í tilefni af alþjóðaári
æskunnar að skipuleggja ung-
mennaskipti milli landa í Evr-
ópu og Norður-Afríku. Ung-
menni teljast þeir sem eru 21
árs og yngri.
Skiptin eru hugsuð bæði fyrir
þá unglinga sem ætla að leggja
land undir fót og líka þá sem ætla
að vera heima hjá sér í sumar en
væru til í að taka á móti erlendum
gesti og hýsa hann. Hámarks-
dvalartími eru 4 vikur fyrir báða
hópana.
Þið getið farið ein eða í félagi
við annan en það er ekki hægt að
ábyrgjast að sama fjölskyldan
geti hýst ykkur báða/báðar/bæði.
Ef þú sem heima situr getur hugs-
að þér að hýsa tvo gesti á sama
tíma er það gott og blessað en
heldur ekki öruggt að þú getir
fengið tvo á sama tíma.
Skiptin kosta 40 franka sem
mundu útleggjast tæpar 200
krónur íslenskar. Peningana
sendirðu til Tou Nou, 16190
Montmoreau, France, með póst-
ávísun. í staðinn fyrir póstávísun-
ina er hægt aðsenda 14 alþjóða
svarmerki sem fást á öllum póst-
húsum.
Skiptin eru áætluð í júlí, ágúst
og september. Ef þið hafið áhuga
á svona ungmennaskiptum er
best að bíða með að planleggja
allt sumarið þar til þið fáið svar
frá Tou Nou. Þeir lofa svari í júní
og það kostar eitt alþjóðasvar-
merki í viðbót sem þið leggið í
umslagið með upplýsingum:
nafn, fæðingardagur og ár,
heimilisfang, sími, áhugamál,
staða, tungumálakunnátta.
Hér kemur þá listi yfir löndin
sem taka þátt í ungmennaskipt-
unum ( Ef það eru einhver lönd
sem þið viljið alls ekki heimsækja
verðið þið að taka það fram):
Alsír, Austurríki, Austur-
Þýskaland, Belgía/Luxemburg,
Danmörk, Finnland, Frakkland,
Grikkland, Holland, írland, ís-
land, Ítalía, Júgóslavía, Malta,
Marokkó, Noregur, Pólland,
Portúgal, Rúmenía, Spánn,
Stóra-Bretland, Sviss, Svíþjóð,
Tékkóslóvakía, Túnis, Ungverja-
land, Vestur-Þýskaland.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. maí 1985