Þjóðviljinn - 31.05.1985, Síða 10

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Síða 10
TOLVUR starfsmanna innan fyrirtækis en ekki uppsögnum og ráðningu nýs starfsfólks. Það verður að sjá til þess að ný tæknivæðing fari fram með skynsamlegum hætti svo að röskunin verði sem minnst. Verkalýðshreyfingin verður að ýta á eftir því að tæknin sé nýtt til að ryðja úr vegi áhættusömum störfum og hafa þau áhrif á vinnuskipulag að tæknin leiði ekki til einhæfni. Það hefur verið ákveðin tilhneiging til þess að tölvutæknin yki upplýsingavald stjórnenda og hinn almenni starfsmaður fengi dagskipanir sem honum hefur verið gert að framkvæma umhugsunarlaust. Oft einangrast líka starfsmenn- irnir hver frá öðrum. Það er hlut- verk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja starfsfólki á hverjum vinnustað aðgang að upplýsing- um, yfirsýn og íhlutunaraðstöðu, bæði til að draga úr óheppilegum áhrifum nýrrar tækni og ekki síður til að víst sé að fyrirtækið fylgist með tækninni. En hvað hefur verkalýðshreyf- ingin gert tii að vinna að þessum málum? Nú að undanförnu hafa verið lögð drög að því að ASÍ léti meira að sér kveða við stefnumótun í atvinnumálum en verið hefur. Umræður eru þegar hafnar um málin, hins vegar hefur ekki nægilega mikið gerst. Hvað snertir atvinnuöryggi starfsmanna hafa hins vegar verið uppi kröfur af okkar hálfu við samningagerð á undanförnum árum. Afraksturinn er einkum samkomulag sem við gerðum 1982 við Vinnumálasamband samvinnufélaganna þar sem stjórnendum fyrirtækja, er hyggjast taka upp tölvutækni er m.a. skylt að gera starfsfólki grein fyrir ástæðum og afleiðing- um. Leiði breytingin til þess að störfum fækki kveður samkomu- lagið á um að breytingarnar verði lagðar fyrir starfsfólkið áður en ákvörðun er tekin og a.m.k. sex mánuðum áður en hún kemur til framkvæmda. Reynt skal og að komast hjá uppsögnum. Starfs- maður skal eiga rétt á endurþjálf- un án launataps ef hann er fluttur til innan fyrirtækisins eða breytingar verða á starfi hans; sé honum sagt upp getur hann átt rétt á allt að þriggja mánaða dag- vinnulaunum, þ.e. gangist hann undir endurþjálfun til starfa hjá öðrum. Samkomulagið við VMS er mikilvægur áfangi en okkur hefur ekki tekist að ná sambæri- legum samningum við VSÍ. Varðandi íhlutunarrétt starfs- fólksins er rétt að taka fram að ekki hefur verið eining innan verkalýðshreyfingarinnar um hvað skyldi lögð áhersla á. Þau mál eru nú í sérstakri umfjöllun í samræmi við samþykkt sem gerð var á síðasta Alþýðusambands- þingi og ég vona að stefnumörk- un samtakanna í sambandi við at- vinnulýðræði sé í burðarliðnum. Ef við tökum þetta saman þá er það einkum tvennt sem veldur því að okkur hefur ekki miðað sem skyldi: við höfum sjálf ekki verið með nægilega mótaða stefnu og kröfur okkar hafa ekki náð fram að ganga. En nú hlýtur að verða að skoða tölvuvæðinguna í tengslum við aðra þætti atvinnulífsins - eða hvað? Jú — framvinda í atvinnumálum ræðst annars vegar af tækniþró- uninni hins vegar atvinnuupp- byggingunni almennt. Grund- vallarvandamálið í litlu þjóðfé- lagi eins og á íslandi er að snögg- ar breytingar geta haft miklu um- fangsmeiri afleiðingar en víðast annars staðar. Verði fundin upp ný tækni til að verka fisk, tækni sem leysti mannshöndina þar af hólmi, yrðu umskipti í íslensku atvinnulífi og byggðaröskun fylgdi í kjölfarið ef ekki tækist að koma upp öðrum atvinnurekstri á stuttum tíma, vítt og breitt um landið. Fæstir spá slíkri tækni- byltingu næstu 10-15 árin. Tækniþróun er ekki einráð um það sem gerist í einstökum atvinnugreinum. Almenn kostn- aðarþróun, könnun og markaðs- mál skipta ekki síður máli. Þá má heldur ekki gleyma að pólitískar ákvarðanir eru mjög ráðandi um atvinnuþróunina sbr. aukna op- inbera þjónustu eftir heimsstvri- öldina síðari. bsk. Hver er framtíð íslensks tölvuiðnaðar? Þrír sérfræðingar svara spurningu Þjóðviljans Þegar litið er á framtíð ís- iensks hugbúnaðariðnaðar, er margs að gæta. Þekkingu hef- ur fleygt fram, bæði sérfræði- þekkingu og þekkingu al- mennings. Ástæðan er kann- ski fyrst og fremst í fróðleiks- fýsn og nýjungargirni íslend- ingsins en einnig kemur til að óvíða eru tölvur ódýrari en hér. Hvorttveggja veldur því að nú er mikil gróska í tölvumálum hér á landi. Menntun á tölvusviði hefur fleygt fram á síðustu árum og sí-. fellt verður algengara að menn kynnist tölvum þegar á barns- aldri. Fleiri skólar en háskólinn bjóða nú upp á nám í tölvu- fræðum. Þar eð grunnmenntun í íslenskum skólum er að auki góð, held ég að margir hæfir menn muni koma til starfa á næstu árum. Enn sem komið er reynist þó erfitt að finna menn sem eru góðir kennarar á tölvur. Það er ljóst að við þurfum alltaf að hafa menn innanlands í fremstu röð til að glíma við sér- íslensk vandamál. Fram til þessa hefur of mikill tími farið í að að- laga og íslenska erlend forrit. Þar eð lítið sem ekkert áhættufjár- magn er fáanlegt hér á landi deyja einnig margar góðar hug- myndir drottni sínum. Brýn þörf er því á að efldur sé einhvers kon- ar áhættusjóður sem menn geta leitað til með hugmyndir. Hugbúnaður sem unninn er hérlendis er fyllilega sambæri- legur við erlend forrit. Margir stjórnendur stofnana og fyrir- tækja eru þó, því miður, vantrú- aðir á getu innlendra manna og kaupa hugbúnað og þjónustu er- lendis frá. Þetta þarf að breytast. Sömuleiðis þarf mikið átak og góða markaðssetningu til að ná fótfestu á erlendum mörkuðum. Sigurður E. Hjaltason, Hugbúnaði sf.. Ljósm. Einar Ólason. Leifur Steinn Elísson, Atlantis hf. Mynd: Valdís. Eg tel að framtíð íslensks tölvuiðnaðar geti orðið mjög glæsileg ef við hagnýtum okk- ur alla möguleika og gleymum ekki markaðsmálum. Það veld- urað sjálfsögðu nokkrum van- dræðum hversu fjarri við erum jafnt hráefnum sem hinum stóra markaaði. En menn geta lært að beina viðskiptum til okkar. beina viðskiptum til okkar. Ég vil leggja áherslu á að unnið sé vel á heimamarkaði áður en haldið er til útlanda með fram- leiðsluna. Augljóst er að við erum miklir tölvunotendur og höfum almenna og víðtæka þekk- Rögnvaldur Ólafsson, Marel hf.. Ljósm. Einar Karlsson. ingu á tölvutækni. Því er okkur ekkert að vanbúnaði að smíða ýmis tæki sem byggja á örtölvu- tækni - tæki sem koma að notum á ýmsum sérsviðum s.s. landbún- aði, iðnaði og ekki síst fiskiðnaði. Það sem háir einkum rekstri er hversu erfitt reynist að fá fé til að kanna hvort hugmyndir geti orð- ið hagkvæm framleiðsluvara. Með vaxandi skilningi stjórnvalda og auknum vilja stjórnenda í stofnunum og fyrir- tækjum, getur okkur farnast vel. Við þurfum að krefjast þess af okkur sjálfum að við tökumst á við vandamál sem upp koma og leita ekki aðeins lausna frá út- löndum. Við öðlumst mesta reynslu við að takast á við vand- amálin. Þegar við hófum framleiðslu á Atlantistölvum var eitt af mark- miðum okkar að sýna og sanna að íslendingar gætu framleitt tölvur er stæðu erlendum fyllilega á Ég álif að íslenskur tölvu- búnaður eigi mikla möguleika í ýmsum greinum sjávarútvegs og fiskvinnslu. Á sumum svið- um eru möguleikarnir þegar orðnir að raunveruleika. Tvö íslensk fyrirtæki hanna og framleiða tölvuvogir og ýmsan annan skráninga- og tölvu- búnað fyrir frystihús. Heita má að þau framleiði nú allar tölvu- vogir sem seldar eru í frysti- hús hér á landi og flytja að auki allmikið út. T.d. flytur Marel h.f. um 60% af framleiðslu sinni til Noregs. Á fáum sviðum hafa íslending- ar jafnmikla reynslu og verk- kunnáttu og í fiskiðnaði. Áríð- andi er að nýta þessa reynslu til að koma upp nýjum atvinnu- greinum svo sem vélsmíði og hug- búnaðarsmíði ýmiss konar og framleiða vörur sem selja má er- lendis. Mun auðveldara er að hanna tæki og prófa á heima- markaði heldur en að hanna tæki beint á erlendan markað og því verður að nýta þá möguleika vel sem hér bjóðast. Þá . er það reynsla þeirra sem selt hafa ís- lensk fiskvinnslutæki erlendis að útlendingar eru reiðubúnir til að kaupa þessi tæki fyrst og fremst vegna þess að þeir vita að fisk- vinnsla er þróaður atvinnuvegur á íslandi og þeir trúa því að tæki sem þar eru notuð séu öðrum gagnleg. Það tekur tíma að byggja upp framleiðslu og sölu tölvubúnaðar fyrir hinar ýmsu greinar sjávar- útvegs en fáist nægilega mikið af vel þjálfuðu fólki í verkfræði, forritun og ekki síst handverki og smíðum tel ég ekkert því til fyrir- stöðu að tölvuiðnaður vaxi mikið hér á næstu árum. sporði. Þetta hefur tekist. Á grundvelli fyrri reynslu getum við nú haldið áfram og tekist á við ný verkefni. Samkvæmt mínum skilningi er lausnarorðið ekki eigin framleiðsla í hvívetna, þ.e. að fyrirtækin framleiði hvert ein- asta smáatriði í vélbúnaði alfarið sjálf. Vegna ágætra samskipta við innlenda og erlenda aðila getum við nú hagnýtt okkur sérfræði- þekkingu og hráefni víða að - eins og gert er í öðrum iðnaði. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.