Þjóðviljinn - 31.05.1985, Side 12
_________TOLVUR_______
Tengsl við umheiminn
Gagnaskiptanet
Pósts og síma
Fræðsla
Hvar get
ég lært
á tölvu?
Grunnskólar
framhalds-
skólar
Samkvæmt upplýsingum
Harðar Lárussonar í Skóla-
rannsóknadeild menntamála-
ráðuneytisins mun tölvukennsla
nú hafin í flestum framhalds-
skólum landsins. Árið 1983 var
gert útboð vegna tölvukaupa í
framhaldsskólana og í kjölfar
þess fjölgaði mjög þeim skólum
er bjóða upp á tölvunám. Víðast
eru kennd forritunarmál eins og
Basic og Pascal, fólk lærir að nota
ýmis ritvinnslu- bókhalds- og
reikniforrit o.s.frv.
Tölvukennsla er enn ekki hafin
í grunnskólunum - nema hvað til-
raunakennsla hefur um skeið ver-
ið í Melaskólanum. Að sögn
Harðar stendur fyrir dyrum út-
boð á tölvubúnaði í grunn-
skólana. Námið yrði sennilega í
fyrstu einvörðungu bundið efstu
bekkjum þeirra.
Ákveðið hefur verið að vinna
sérstaklega hugbúnað fyrir skóla-
kerfið og verður það gert í sam-
ráði við Reiknistofnun Há-
skólans og samtök kennara.
Sem stendur háir einkum tölv-
ufræðslu í skólunum að hentugan
hugbúnað vantar og menntaðir
kennarar fást ekki til starfa.
bsk
Þar eð menn hafa lengi beð-
ið með eftirvæntingu eftir
gagnaskiptaneti Pósts og
síma, fór Þjóðviljinn á fund
Jónasar Sigurðssonar tækni-
fulltrúa og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar.
Hvenær kemst netið í gagnið
Jónas?
Það er þegar komið í gagnið að
því leyti að fólki gefst nú kostur á
að reyna það næstu mánuðina hér
innanlands.
Og hvernig er þá unnt að tengj-
ast því?
Það má gera ýmist með fastri
línu milli símstöðva og notenda
eða með síma og mótaldi. Póstur
og sími selur raunar mótöld og
leigir til reynslu.
Hvað er netið þéttriðið um
landið sem stendur?
Við höfum stöðvar í Reykjavík
og Stykkishólmi, á ísafirði, Ak-
ureyri, Blönduósi, Egilsstöðum
og Hvolsvelli. Þær eru misstórar.
Stjórnstöðin er í Reykjavík og
hefur 140 línur, á Akureyri og
Egilsstöðum eru 35 línur en 20
línur á hinum stöðunum. Seinna
fjölgum við stöðvunum og línum
eftir því sem þörf krefur.
Hversu lengi stendur þetta
reynslutímabil og hvaða löndum
er áætlað að ísland tengist er
fram líða stundir?
Tengslum við önnur lönd verð-
ur komið á vetrarbyrjun. Það er
ekki ákveðið hvaða lönd verða
fyrir valinu en menn hafa verið að
tala um eitt Norðurlanda og Eng-
land. Mér finnst ástæða til að
vekja athygli á að með tengslum
við tvö lönd erum við í raun kom-
in í samband við miklu fleiri
þ.e.a.s. öll lönd sem þessi tvö
tengjast í gagnaskiptum. Fram-
haldið verður svo bara í samræmi
við eftirspurnina.
Nú hefur oft verið rætt um að
X-25 samskiptastaðall verði not-
aður en gefst mönnum ekki kost-
ur á fleiri stöðlum?
Jú menn geta fengið hugbúnað
til að vinna eftir svonefndu start-
stop kerfi. Það má þá nota staðla
eins og X-3 og X-28.
En Jónas, það sem fólki liggur
eflaust þyngst á hjarta - hvenær
birtist gjaldskráin og hvernig
verður hún?
Það er búið að leggja fram til-
lögur en ekkert frágengið ennþá.
Þó má reikna með að stofngjaldið
verði jöfnunargjald, þannig að
menn borgi í upphafi hið sama
hvar sem þeir eru niður komnir á
landinu. I biii getur fólk þreifað
sig áfram endurgjaldslaust -
þ.e.a.s. meðan á reynslutíman-
um stendur. -bsk.
Allar geróir af
á lager
Eyðublöð á lager
Bónusseðlar
Launaseðlar
Reikningar
Reikningsyfirlit
Límmiðar
Að auki framleiðum við allar aðrar stærðir
og gerðir tölvueyðublaða samkvæmt pöntun
og prentum í eins mörgum litum og óskað er
Prentsmiöjan
Höföabakka 7 - Reykjavík - Sími 83366
Auglýsingastofa Gunnars