Þjóðviljinn - 31.05.1985, Síða 15
TOLVUR
Tölvurnar rabba!
Fræösla
HVAR GET
ÉG LÆRT
r
A
TÖLVU?
Námskeiö
Reiknistofnunar
Fyrri hluta júnímánaðar gengst
Reiknistofnun Háskólans fyrir
eftirtöldum námskeiðum:
1. Turbo-Pascal á IBM-
einkatölvum 4.-11. júní.
Menn læra að skrifa
útreiknings- og skráarvinnslu-
forrit í Turbo-Pascal.
2. IFPS áætlanakerfið 3.-4.
júní.
Þetta er sérhæft kerfi ætlað
fyrirfjárhagsáætlanir, arðsem-
isreikninga og þess háttar.
IFPS er á VAX-tölvum
Reiknistofnunar en einnig
fáanlegt fyrir IBM Pc.
3. UNIX-stýrikerfið 10.-14. júní.
Þátttakendur læra m.a. að
nota UNIX-skipanir og C-
hugsunarhátt við tölvuvinnu;
skilyrði er að þeir hafi nokkra
reynslu í tölvunotkun og for-
ritun.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðin geta menn fengið í Frétta-
bréfi Reiknistofnunarnr. 11. Þau
hefjast öll auglýsta daga kl. 18.15
í sumarhúsi Reiknistofnunar við
Hjarðarhaga.
bsk
Tölvufræðsla
fyrir fatlaöa
Þjóðviljinn hafði samband
við Arnþór Helgason á
Blindrabókasafninu til að fá
upplýsingar um tölvufræðslu
fyrir fatlaða. Af beinu skóla-
námi er það helst að segja að í
sérdeild Öskjuhlíðarskólans
hafa tölvur verið notaðar um
skeið við menntun fjölfatlaðra
nemenda.
Rauði krossinn, Öryrkja-
bandalag íslands og fleiri standa
svo að Starfsþjálfun fatlaðra. Frá
því í janúar 1983 hafa þar verið
endurhæfðir í þjónustugreinum,
menn sem fatlast hafa af völdum
slysa eða sjúkdóma. Nemendum
er m.a. kennt á tölvur. Ekki er
unnt að kenna nema einum hópi í
einu og verður næsti hópur tek-
inn inn í skólann árið 1986. Upp-
lýsingar um námið má m.a. fá hjá
Hólmfríði Gunnarsdóttur er
starfar hjá Rauða krossinum.
En ýmislegt er að gerast og hef-
ur gerst sem tengist tölvufræðslu
fatlaðra án þess að um beint
skólanám sé að ræða. Fyrir frum-
kvæði Safírs-hópsins þ.e. Sam-
taka aðstandenda fatlaðra í
Reykjaneskjördæmi, hefur
þannig verið komið á laggirnar
nefnd til að undirbúa stofnun
Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Hún
verður eins konar gagnabanki
eða leiðbeiningarstöð sem stuðl-
ar að gerð vélbúnaðar og hug-
búnaðar fyrir fatlaða.
Blindrafélagið sér um að út-
vega tæki sem nýst geta blindum
og sjónskertum við tölvuvinnslu,
jafnt jaðartæki sem sjálfstæðan
tölvubúnað. Nú er og verið að
vinna að ritvinnslukerfi fyrir
blinda og sjónskerta sem á að
gera þeim kleift að standa
jafnfætis öðrum við skólanám.
bsk
„Easylink - nýjungin felst í því
að nú er ekki lengur nauðsynlegt
að menn fái sér telextæki eða hafi
upp á e-m sem á slíkt tæki, vilji
þeir komast í sambandi við telex-
netið. Eigi menn tölvu, þurfa þeir
bara að tengja hana með modem-
tæki við símann, afla sér áskriftar
að Easylink, verða sér úti um
samskiptahugbúnað aö hringja til
Easylinktölvunnar í London.
Tölvurnar tvær ræða þá málin uns
upplýsingar, sem óskað er eftir,
liggja fyrir eða skilaboð og pant-
anir komin á sinn stað.“ Þannig
fórust Guðmundi Ólafssyni hjá
Símtækni s.f. orð þegar blaðið
leitaði hjá honum fregna af tölvu-
póstþjónustu Easylink sem ís-
lendingum gefst nú kostur á.
Öíl fyrirtæki og einstaklingar
sem vilja afla upplýsinga, senda
skilaboð eða leggja fram pantanir
um telexkerfið geta hagnýtt sér
þjónustu Easylink. Á fslandi hef-
ur verið dýrara en víðast annars
staðar að nota telexkerfið þar eð
innflutningsgjöld á telextækjum
eru há, sömuleiðis afnota- og
rekstrargjöld.
Easylinkþjónustan er miklum
mun ódýrari en venjuleg telex-
þjónusta og skiptir þá engu hvort
miðað er við að menn eigi sín tel-
extæki sjálfir eða noti svonefnt
símatelex. Tölvuþjónustan verð-
ur jafnvel ódýrari þó gert sé ráð
fyrir að menn eigi ekki tölvu, og
kaupi hana sérstaklega til að
komast í sambandi við telexnet-
ið, sbr. eftirfarandi töflu:
Telexgjöld
(Gjaldskrá P&S 1/8 83)
1. Stofngjöld
Númer í telexstöð 19.170kr.
bæjarlína 4.763. kr
telextæki 160-220.000 kr
(rafeindgerð)
2. Afnotagjöld
númer í telexstöð
+ bæjarlína á mán. 2.745. kr
3. Leiga af gömlu telextæki
frá P&S
Á mánuði
Easylinkgjöld
1. Stofngjöld
Áskrift að Easylink
30£ =
Tölvafrá 50
hugbúnaður +
modem frá
2. Afnotagjöld
Ámán. 12£= 603. kr.
„En Easylink sparar ekki að-
eins fé, hún sparar og tíma,“
sagði Guðmundur, „ritvinnslu-
forrit auðvelda t.d. alla vinnu“.
Á skýringarmyndinni kemur
fram hvernig Easylinkþjónustan
virkar. Sem stendur tengist mo-
demtækið Easylinktölvunni um
símnetið en jafnskjótt og tölvu-
netið verður komið í gagnið hér-
lendis munu samskiptin verða um
það og lækkar þá kostnaður veru-
lega. bsk
Ný tölva sem byggir á nýjustu tækni
Þá er hún komin nýja SONY tölvan HiT 3ET
meö nýja tölvustaðlinum rm sem flestir helstu
rafeindaframleiöendur heims hafa sameinast um
ivieöal helstu eiginlelka:
RAM-minni 64 K, stækkanleg strax f 128 K • ROM-minni 32 K, stækkanleg strax í 64 K
Diskettustöö, nú þegar fáanleg 500 K • Hljóö: Átta áttundir, þrír tóngjafar
( ‘ „ Frábær teiknigeta 16 litir • Fullkomið alvöru lyklaborö
Innbyggður tengibúnaður fyrir:
mP Diskettustöö
Prentara
Tvö stýripinna tengi (fáanlegur þráðlaus stýriþinni)
Tvö tengi fyrir forritakubba
Þrjár tegundir skjátengja: Sjónvarþ, myndband og RGB,.
segulbandstengi viö venjulegt kassettutæki
sendibraöi 24 Baud
Þrjú fjölbæf heimilisforrit innbyggö t.d. skrá yfir: símanúmer, heimilisföng,
nafnaskrá og minnisatriði þ.e. reikninga, endurnýjun í haþþdrætti eöa annaö í þeim dúr
(dagbók) og síðast en ekki síst gífurlegt framboö á forritum
bæöi í kubbum og/eöa kassettum.
-c
SOIMY HíTBiT, tölvan sem vex upp meö þér.
Kynningarverð aöeins kr. 12.800,00 stgr.
'JAPIS hf
BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133
HAFNARGATA 38 KEFLAVfK SfMI 92-3883
4.807. kr.
1.508. kr.
-100.000 kr.
10.000. kr.
Nýjung
Hugbúnaður 7
vélbúnaður
Komnar eru á markaðinn
ýmsar nýjungar frá Hugbúnaði
hf. Meðal þeirra eru eftirtaldar:
1. Textaleitarforritið Hugleit
sem auðveldar leit og meðhöndl-
un á upplýsingum úr venjulegum
textaskrám sem útbúnar eru í
skjárita eins og Hugsýn.
2. Forritið Hughnit. Aðgerðir
þess eru að sinni fyrst og fremst
bundnar við gatnagerð og lóða-
mælingar. Þar eru þrjár grunn-
einingar: punktar, línur og hring-
ir og oftast einvörðungu reiknað í
tvívídd.
3. Hugriti á PDP-tölvur. Þeir
sem vilja kaupa þessa nýju útgáfu
af Hugrita fá hana með 10% af-
slætti, panti þeir fyrir 20. júní.
bsk.
Fræðsla
Hvar get
ég lært
á
tölvu?
Einkaskólar
Undanfarin ár hafa ýmsir
einkaskólar staðið fyrir tölvu-
námskeiðum fyrir byrjendur og
þá sem lengraeru komnir, svo og
sérstöku starfsnámi þar sem fólk
er beinlínis þjálfað til ákveðinna
tölvustarfa í atvinnulífinu, t.d.
ritvinnslu. Dálítið er erfitt að
henda reiður á hversu margir
einkaskólar eru starfandi hverju
sinni, en eftir því sem blaðið
komst næst eru þeir nú fjórir
þ.e.a.s. Tölvuskólinn Framsýn,
Tölvufræðslan, Tölvufræðsla
Stjórnunarfélagsins og Tölvu-
mennt sf.
bsk
Nýjung
Ericsson
einka- og
feröatölvur
Kristján Skagfjörð býður um
þessar mundir til sölu Erics-
son-tölvur af ýmsum gerðum.
Um er að ræða einkatölvur,
sambærilegar við IBM og
ferðatölvur sem komu á mark-
aðinn í Hannover fyrir u.þ.b.
mánuði.
Einaktölvurnar eru fáanlegar
jafnt með tveimur disklinga-
drifum sem 10 mb hörðum diski.
Minni þeirra er allt að 640 k og
stýrikerfið MSDOS. Önnur stýri-
kerfi standa og til boða.
Ferðatölvurnar er 7.6 kg að
þyngd og með óvanalegum stór-
um skjá - þ.e.a.s. 12 tommu -
miðað við það sem venjan er með
slíkar tölvur. Hægt er að kaupa
þær með einu disklingadrifi en
stækkunarmöguleikar eru ýmsir.
Stýrikerfið er MSDOS eins og á
einkatölvunum.
bsk.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15