Þjóðviljinn - 04.08.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Side 4
„Þú færð Gárra“, Elísabet Ásta skipar fyrir af hestbaki. „Af hverju viö fluttum upp í sveit? Viö lentum í vaxtasúp- unni eins og svo margir, vor- um í íbúðakaupum og endarn- ir náöu hreinlega ekki saman. Við þræluðum bæði myrkr- anna á milli og sáum þó aldrei eyri. Ég réði mig hingað að Tónlistarskólanum í Vík. Við leigðum í Reynisbrekku í eitt ár og svo fréttum við af þess- ari jörð, sem er ríkisjörð og var til leigu. Og við slóum til og sjáumekkieftirþví.” Við erum stödd austur undir Vík í Mýrdal, nánar tiltekið á Eystra-Skagnesi. Húsið var ekki vandfundið, svart og hvítt eins og Torfan. Hér búa hjónin Valva Gísladóttir, flautuleikari, sem talar, og Paul Richardsson, þýð- andi og enskukennari, auk tveggja barna. Þau eru bæði vel menntuð, hvort á sínu sviði. Paul kenndi ensku við Háskólann og í MH auk þess sem hann er af- kastamikill þýðandi, hefur m.a. gert enska textann við kvikmynd- irnar „Punktur, punktur, komma strik”, „Atómstöðin” og „Hrafn- inn flýgur”. Paul er mikilvirkur þýðandi og vinnur allt beint á tölvu. Hjónin Valva og Paul heimsótt austur í Mýrdal, þar sem þau reka búskap og hestaleigu, enhúnermenntaður flautuleikari og hann enskukennari og þýðandi. „í Reykjavík sáum við aldrei fólk...“ „Ég hlaut framhaldsmenntun í Guildhall skólanum í London og varfarin að spila mikið, m.a. með Sinfóníunni þegar við tókum þessa ákvörðun,” segir Valva. „Við höfum engan áhuga á að verða rík, en vonumst til að geta lifað sómasamlega hér. Paul hef- ur líka verið í kennslu hér fyrir austan, en nú ætlum við að hætta bæði að kenna og snúa okkur alfarið að búskapnum. Hér eru ýmsir möguleikar. Við erum með nautgripi, hesta, endur og gæsir. Ég er sjálf skóaradóttir (Gísla dóttir Ferdinandssonar), og vön ýmiss konar leðurvinnu og mig langar að setja hér upp verk- stæði, - gera við beisli og reið- tygi. Svo dreymir mig auðvitað um sveitakrá, útiveitingastað með þetta fína útsýni,” og Valva Vincent Gísli að gefa gæsunum. Mynd: eik. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 'Sunnudagur 4. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.