Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 4
Gífurlegt fjölmenni var síðasta kvöldið sem Kvennasmiðjan var opin og glæsileg dagskrá. Hér
sjáum við Eddu Þórarinsdóttur syngja eitt laga Edith Piaf.
Tískusýning Dóru Einarsdóttur vakti mikla athygli, en hér sjáum við hópinn hennar í litskrúðugum
og óvenjulegum fatnaði.
Þetta eru krakkar úr 9. bekk í Réttarholtsskóla, en þau voru meðal fjöldamargra
skólabarna sem skoðuðu básana í Kvennasmiðjunni.
KONUR í
SMIÐJU
Yfir 18 þúsund manns heimsóttu
Kvennasmiðjuna
Aðsókn að Kvennasmiðjunni í
Seðlabankanum varð miklu meiri
en bjartsýnustu konur þorðu að
vona og sem dæmi um það má
nefna að aðgöngumiðana þurfti
að nota tvisvar og jaf nvel þrisvar
sinnum. Alls komu í Kvenna-
smiðjuna um 18 þúsund manns,
þar af nærri helmingur skólabörn
sem ekki greiddu aðgangseyri.
Gert hafði verið ráð fyrir um 8-10
þúsund gestum.
Myndirnar hér á síðunni eru
teknar síðasta daginn sl.
fimmtudag, en þá náði aðsóknin
hámarki og lá við öngþveiti um
tíma vegna troðningsins.
Álfheiður Ingadóttir, sem átti
sæti í undirbúningshópnum sagði
í viðtali við blaðið að mikið hefði
verið reynt að fá að framlengja
sýningu Kvennasmiðjunnar, en
ekki hefði verið talið unnt að
leggja meiri vinnu á þær konur
sem þarna höfðu unnið mikið
starf í sjálfboðavinnu dögum
saman. Sem dæmi má nefna að
eina konan sem er starfandi vél-
stjóri á landinu var í bás vélstjóra
nánast allan tímann. Þurfti mað-
ur hennar að koma í land af sjón-
um til að vera heima hjá þremur
börnum þeirra á meðan eigink-
onan var í Kvennasmiðjunni að
kynna gestum störf vélstjóra.
Dagskrá Kvennasmiðjunnar
var glæsileg: söngur, leikur, tísk-
usýningar og margt fleira var til
skemmtunar, auk þess sem boðið
var upp á margs konar kynningar
og uppákomur í básunum.
„Þetta hefur verið sérlega
ánægjulegt og allar undirtektir á
einn veg. Kvennasmiðjan virtist
auglýsa sig sjálf og gestir urðu
miklu fleiri en við þorðum
nokkru sinni að vona,“ sagði Álf-
heiður ennfremur.
Þegar ljósmyndarinn smellti af
þessum myndum voru stórir hóp-i
ar af skólabörnum að skoða sýn- j
inguna og síðar um kvöldið var
boðið upp á glæsilega dagskrá
með söng og tískusýningu. Þess
má geta að blaðakonur voru með
sérstakan bás á sýningunni og
gáfu út daglega blaðið „Kvenn-
asmiðjan". Er blaðið merk heim-
ild um Kvennasmiðjuna, sem
þegar hefur vakið mikla at'nygli
bæði hér heima og erlendis.
Sigrún Björnsdóttir seldi hlutabréf í Vesturgötunni í gríð og erg. Litla daman á myndinni hafði greinilega mikinn áhuga
Bókin „Konur, hvað nú?“ sem gefin er út í tilefni loka kvennaáratugarins var
seld I Kvennasmiðjunni og þegar lokað var höfðu selst um 800 eintök af
bókinni. Á myndinni er við kynningu Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur sem á
sæti i framkvæmdahóp '85-nefndarinnar sem gefur bókina út. Ritstjóri er
Jónína M. Guðnadóttir.
Ljósm.: Sig.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. nóvember 1985