Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISnLL Bákn yfir breikið? / tilefni greinor Gests Guðmundssonar um œskuiýðsmenningu, koupsýslu og sjáifsieit unglingo GesturGuðmundsson hefur blakað sínu gests auga í nokkrum greinum hér í blað- inu og þar hefur margt skemmtilegt komið upp. Hann tekur stórar sveiflur út fyrir hvunndagsamstrið og er það vel. Á þriðjudaginn var skrifaði hann grein sem heitir „Við viljum æskulýðshöll“. Þar er það rifjað upp, að á dögum Atómstöðvar- innar (þegar undirritaður var tólf ára) hafi æskulýðshöll verið á dagskrá. Þar átti æskan að stunda menningarlíf, hlusta á klassíska músík, kappræða um alvörumál- in, stunda myndlist og danslist og fleira. í stað þess að plompa ofan í ómenningu og hlusta þar á grað- hestamúsík með brennivíni. Leit og andóf? í þeim viðhorfum, sem fram komu í þessari umræðu innan At- ómstöðvar Halldórs Laxness og utan hennar, sér Gestur Guð- mundsson íhaldssemi hinna rót- tæku á þeim tíma. Þeir vildu ala æskuna upp í siðprýði og iðkun staðgóðrar „borgaralegrar" menningar. Þeir höfðu svo ekki erindi sem erfiði, segir Gestur. Æskan fór aðra leið. Hlustaði á graðhestamúsík fjandann ráða- lausna og fékk sér bílskrjóð við fyrsta tækifæri og spýtti í. Og enn sem fyrr er æskan á sínu róli með sína „æskulýðsmenn- ingu“. Hún liggur í rokki, breikdansi, fatastælum, mynd- böndum og finnur athvarf í bif- hjólaklúbbum. f þessu og skyldu frístundastússi leita unglingar að sinni sjálfsímynd og sú leit er meira eða minna blönduð andófi eða uppreisn gegn heimi hinna fullorðnu. Stundum verður eitthvað nýtt og skemmtilegt til („sjálfsköpun") - en sá er galli á gjöf Njarðar að kaupahéðnar hafa úti sínar lævísu klær og vir- kja þessa leit í sína þágu. Þeir eru sífellt að sérhanna varning og tísku og stjörnur fyrir unglinga að selja þeim. Sú er þó bót í máli að áliti Gests, að unglingarnir hafa sín áhrif á bisnessinn, þeir eru í miðri „víxlverkun fjöldafram- leiddrar dægurmenningar og eigin menningarsköpunar“. ekki skynsamlegt að reynt sé að trufla þessa víxlverkun með því að halda fram öðrum valkostum. Hann segir: „Hvaða menningarpólitík á fé- lagshyggjufólk að reka í málcfn- um unglinga? Ymsir fauskar og hámenningarsinnar vilja frelsa æskuna úr klóm kaupahéðna og dægurmenningar, en kenna henni klassík og þjóðlega menn- ingu, t.d. með „massívri“ (sjá slangurorðabók) innrætingu í skólum og fjölmiðlum. Þetta tel ég í skásta falli tímaskekkju, svona álíka og ætla að fá landann til að ganga á kúskinnskóm á nýj- an leik“. Við skulum, segir Gestur, ekki vera að setja okkur á háan hest og teljaokkurvita betur. Ekkihalda að unglingum því sem okkur finnst gott. Heldur hj álpa þeim til að finna sjálfa sig, til dæmis með því að reisa mikla æskulýðshöll yfir „lifandi rokktónlist“ með vídeóveri og hljóðveri. (Djass og klassík mega koma við sögu inn á milli, umburðarlyndisins vegna). Með hæfilegri illkvittni má segja að valddreifingarsósíal- istinn Gestur vilji reisa nýtt bákn yfir breikið. Altént er svar hans við „unglingavandamálinu" eitthvað á þessa leið: Það verður og fer sem fer. Og við getum ekk- ert skárra gert en að reisa hús yfir sjálfsleit unglinganna - í þeirri von væntanlega að eitthvað gott kunni út úr þeim gauragangi og þeirri steinsteypu að koma. Ég segi fyrir sjálfan mig: Ég er fauskur að aldri og vonandi há- menningarfól. Samt held ég ekki að unglingamenningin sé neitt sérstaklega skelfileg, enda þótt poppið geti verið feiknalega ein- hæft og þar með hrútleiðinlegt. Þegar ungur ég var Sannleikurinn er sá, að hver kynslóð á sér sína æskulýðsmenn- ingu. Og þótt skipt sé um þætti í henni, og breytt um áherslur, þá hefur hún alltaf þessu hlutverki hér að gegna: Að verða vettvang- ur þar sem unglingar koma sam- an meðan þeir eru að velta því fyrir sér, hvort og hvernig þeir geti komist út úr þeim hjólförum sem foreldrar þeirra hafa skilið eftir sig. Ég man nokkun veginn æsku- lýðsmenninguna á dögum Atóm- stöðvarinnar sem Gestur minnist á. Hún var í böllum með vanga- Tímaskökk menningarfól Og Gestur Guðmundsson telur dansi eða djitterbúggi (sem voru okkar „uppreisn" gegn gömlu dönsum fullorðna fólksins), í slögurum með djassívafi (og góð- um djassi fyrir þá sem lengra voru komnir). Hún var í köflóttum skyrtum og slæðum um hálsinn, í alltof þröngum brókum og stutt- um pilsum, í dsjíæherkötti og rúntakstri. í bíómyndum sem skiptust í fjóra-fimm flokka og voru allar eins og næstsíðasta mynd í viðkomandi flokki og er í nýstu fregnum frá Hollívúd. Hún var í Morðinu í þakherberginu og Manninum með stálhnefana og feiknamiklu enskuslangi. Brennivínið var svo það sem menn reyndu að eiga sameigin- legt með fullorðnum. Þetta var náttúrlega okkar uppreisn og sjálfsleit og við lýst- um frati á óperugaulið í djöfuls útvarpinu og þjóðlegheitin (Njáluhvað?) og rithöfundana - uss hann Kiljan, hvaða bull! Munurinn á okkur og ungling- um samtímans er fyrst og fremst sá, að þeir hafa meiri peninga, fleiri frístundir og meiri tækni og þetta þýöir að þeir eru ögn lík- legri en við til að gera eitthvað sjálfir eins og það heitir. (Annað mál hvort þeir gera það). Þeir hafa stærri gólfflöt, fleiri læstar dyr og eru lengur í skóla. Jæja. Frelsandi fauskar Sem betur fór var ég einn þeirra sem var svo heppinn að einhverjir fauskar og ungir menningarkommar fóru að lesa yfir mér og fleirum. Þeir vildu, hver með sínum hætti, „kenna“ okkur „klassíska þjóðlega menn- ingu“- m.ö.o. stunda það athæfi sem Gestur Guðmundsson telur í skásta falli tímaskekkju en í raun- inni tilræði við frelsi og sjálfsvirð- ingu og sjálfsköpun unglinga. Svo fórum við að lesa Halldór og Þórberg til að vera ekki eins og hverjir aðrir fábjánar í tilverunni og meira að segja að hlusta á Ní- undu sinfóníuna og Leningradsinfóníuna og þegar maður kom við í Reykjavík var komið við á Septembersýningu í Listamannaskálanum áður en fimmbíó hófst. Og við sem lent- um á þessu spori töldum vafa- laust að við hefðum brotist út úr einhverjum leiðindum þar sem dagarnir snerust um helgarnar í tilbreytingalitlu meiningarleysi. Af og frá að okkur hafi dottið það í hug, sem Gestur hefur séð af sinni félagsfræðilegu skarp- skyggni; að við værum bara að herma eftir þeim fullorðnu. Miklu heldur hefur okkur fund- ist, að við værum að safna reynslu til að standa betur að vígi við það eilífðarverkefni unglinga að verða að manni og átta sig á sam- henginu í þjóðfélaginu. Og kunna að njóta lífsins. Og ég fæst ekki ofan af því enn í dag, að eitthvað vorum við betur settir en þeir sem aldrei stigu út fyrir þann samnefnara sem ung- lingamenning er á hverjum tíma. Nútíminn Ég minntist áðan á það, að unglingar nú um stundir hefðu mun meira tæknilegt og fjárhags- Iegt svigrúm en við höfðum. Og því fer fjarri að það sé notað eingöngu til þess að þeir haldi sig innan hins alþjóðlega samnefn- ara sem takmarkast af rokki, breiki, diskó, videó og öðru slíku. í sumum greinum hafa hlutföll breyst hinni „klassísku" menningu í hag. Tónskólabylt- ingin hefur opnað eyru margra unglinga í þeim mæli að þeir stunda klassíska tónleika (sem var nær óþekkt fyrir 30-40 árum). Skólar hafa margir hverjir skipt um inntak í þeim „þjóðlegheit- um“ að lesa bækur - þokast frá setningafræðigreiningu á Völu- spá til ritgerða um íslandsklukku og nýlegar þroskaskáldsögur. Og svo mætti áfram telja. Er þetta „tímaskekkja“ eða þaðan af verra? Er þetta lævfs til- raun fullorðinna (hvaða skepna er það?) til að fá unglinga til að herma eftir sér? Er þetta tilræði við hina frjóu víxlverkun ung- lingafrumkvæðis og Karnabæjar og plötubúða sem Gestur Guð- mundsson talar um? Það er ekki öll vitleysan hálf, sagði Lási. Systir mín átti barn í lausu lofti. Því er stundum haldið fram að það sé heilmikill uppreisnartónn í rokkinu. Má vera að eitthvað sé til í því. Eitthvað svolítið. Stund- um. Oftast hverfa slíkir tilburðir þó í skelfing sálarlausum hávaða. Það er rétt hjá Gesti Guðmunds- syni: Það er í gangi „víxlverkun fjöldaframleiddrar dægurmenn- ingar og eigin menningarsköp- unar“ unglinga. En í þeirri víxlun er ekki um neitt jafnræði að ræða. Kaupahéðnarnir og fjölda- framleiðendurnir hafa undirtök- in. Og þess vegna er nú sem fyrr veruleg þörf fyrir hámenningar- fól á ýmsum aldri til að trufla vissa vélgengni víxlunarinnar. Og þeim afskiptasömu fólum dettur að sjálfsögðu ekki í hug að af- greiða margt af því sem gefur mannlífi lit og línu með mark- lausum vörumiða eins og „borg- araleg menning". Hér gæti komið amen eftir efn- inu. ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.