Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 19
MINNING Ljóða- bœkur systkina Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér tvær nýjar Ijóöabækur. „Ég geng frá bænum“ eftirGuönýju Beinteinsdótturfrá Grafardal í Borgarfirði og „Hin eilífa leit“ eftir Pétur Beinteinsson bróðurhennar. í Grafardal í Borgarfirði stóð samnefndur bær. Þar bjuggu hjónin Helga Pétursddóttir og Beinteinn Einarsson. Börn þeirra voru átta. Á heimilinu í Grafardal var ljóðagerð og kveð- skapur dagleg iðja og hvers konar Ijóðlist í hávegum höfð á heimil- inu. Hörpuútgáfan hefur áður gefið út ljóðabækur eftir Einar, Sigríði og Sveinbjörn og í undirbúningi er útgáfa ljóðabókar eftir Hall- dóru systur þeirra. Guðný Beinteinsdóttir andað- ist 29. maí 1968, en Pétur Beinteinsson andaðist 2. ágúst 1942. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Við rýmum fyrir nýjum birgðum. Og þess vegna er lambakjöt ennþá fáanlegt á gamla verðinu. Á meðan birgðir endast gefst þér tœkifœri til þess að fylla frystihólfin af úrvalskjöti á einstœðu verði. Það er góð búmennska! Líttu við í nœstu verslun og mundu a Ekki missir sá ut larnbakjöt fyrstur fœr! Hin eilifa. leit ti<'n& fni iúénurn Stefanía Guðbrandsdóttir Borgarnesi Fœdd 24.1. 1906. Dáin 24.10. 1985 í dag fer fram frá Borgarnes- kirkju útför Stefaníu Guðbrands- dóttur. Hún var fædd að Litlu- Gröf í Borgarhreppi, dóttir hjón- anna Ólafar Gilsdóttur frá Krossnesi í Álftaneshreppi og Guðbrandar Sigurðssonar frá Miðhúsum í sömu sveit. Árið 1907 flutti fjölskyldan að Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi og þar ólst Stefanía upp fjórða í röð ellefu systkina. Tíu þeirra komust til fullorðinsára og eru nú fimm á lífi. Uppvaxtarár Stebbu voru með líkum hætti og tíðkaðist í sveitum landsins á þeim tíma. Börnin lærðu ung að vinna og gekk hún jafnt til verka úti sem inni. Skólaganga var lítil, miðað við það sem nú er, en auk barna- skólanáms sótti hún nám við Húsmæðraskólann að Staðar- felli. Árið 1932 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Geir Jónssyni frá Hjörsey í Hraunhreppi. Hófu þau búskap á Hrafnkelsstöðum, en fluttu í Borgarnes árið 1939. Bjuggu þau fyrstu árin í leiguhús- næði, en síðar festu þau kaup á húsinu að Þorsteinsgötu 4, þar sem þau áttu heima allt þar til þau fluttu á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fyrir rúmlega tveimur árum, en þá var hún orðin heilsu- lítil. Þau eignuðust þrjá syni: Pét- ur f. 3.3. 1934, veitingamaður í Hreðavatnsskála, giftur Hlíf Steinsdóttur, eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn; Jón f. 11.2. 1937, hann fórst með Togaranum Júlí frá Hafnarfirði í febrúar 1959; Guðbrandur f. 27.4. 1941, bílasali í Reykjavík, sambýli- skona hans er Margrét Einars- dóttir. Það var mikið áfall eru þau misstu Jón, í blóma lífsins, en þá eins og ætíð var öllu mótlæti tekið með einstakri stillingu og erfiðleikum ekki velt yfir á aðra. Húsið að Þorsteinsgötu 4 er ekki stórt, en þar voru oft margir samankomnir bæði í mat og gist- ingu, og sannaðist að þar sem hjartarými er, þar er einnig hús- rými. Stebba vann aldrei utan heimilis, en vann búi sínu mjög vel og var óspör á tíma sinn í þágu annarra, má m.a. nefna að fóst- urforeldrar Geirs voru hjá þeim hjónum síðustu æviárin, þá bæði farin heilsu. í áratugi var faðir okkar dag- lega í Borgarnesi vegna atvinnu sinnar, nær allan þann tíma var hann í hádegismat hjá Stebbu og Geir, einnig höfum við systkinin, átta að tölu, dvalið hjá þeim um lengri eða skemmri tíma vegna náms og vinnu. Stebba frænka var okkur sem önnur móðir, og hjá þeim hjónum áttum við okkar annað heimili. Hún var einstak- lega greiðvikin og fórnfús kona, glöð í lund og viðmótsþýð, þau hjónin voru samrýnd og sam- hent, störfuðu saman við hús og heimili og áttu margar stundir í fallegum garði, sem þau ræktuðu við húsið sitt. Stebba tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Borgar- ness um árabil og jafnréttisbarátta kvenna var henni jafnan hugleikin. Á heimili þeirra Stebbu og Geirs var oft rætt um stjórnmál og önnur þjóðmál og tók Stebba ekki minni þátt en aðrir í þeim sam- ræðum, enda hafði hún ákveðnar skoðanir og studdi alla tíð stjórnmálahreyfingar sósíalista og málgagn þeirra. Hún var skemmtilegur viðmælandi, átti gott með að koma fyrir sig orði og tók ætíð málstað þeirra, sem minna máttu sín. Nú, þegar skilja leiðir, er okk- ur efst í huga þakklæti til góðrar frænku, fyrir allt sem hún var okkur systkinum, foreldrum okk- ar og fjölskyldum. Að lokum vottum við Geir og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Systkinin frá Brúarlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.