Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 20
„VESALINGARNIR
SÓLBLÓMA er þrungið fjölómettuðum fitusýrum
en margir telja þær draga úr líkum á hjartasjúk-
dómum og of háum blóðþrýstingi.
í SÓLBLÓMA er mikið magn af E vítamíni og svo
auðvitað bæði A og D vítamín.
SÓLBLÓMA kemur mjúkt úr ísskápnum.
Ogverðið!!!
Það er því ekki að ástœðulausu að allir róma
SÓLBLÓMA
_, með_
Cremedas
— besta umhirða sem þú getur veitt húð þinni.
Hin einstœða samsetning Cremedas veitir húð
þinni þann raka, sem nauðsynlegur er í okkar
hreytilega loftslagi kulda, hita og vinda.
Notaðu Cremedas Nordic andlitskrem eitt sér eða
undir „make up“, og Crerhedas „bodykrem“ eða
„hodylotion“ í hvert sinn eftir bað.
Stórsigur
Konunglega
Shakespeare-
leikhússins
Við sögðum frá því fyrir
skömmu að Bretar hefðu frum-
sýnt nýjan söngleik, sem vakti
svo mikla athygli að strax daginn
eftir frumsýningu var sagt frá
honum í fréttaskeytum Reuters
meðöðrumstórviðburðum. Þetta
er söngleikur sem byggður er á
hinni frægu sögu Victors Hugo,
Vesalingunum, en aöstandendur
verksins eru þeir sömu og gerðu
hina rómuðu sýningu á Nikulási
Nickelby (sýnd m.a. hér í sjón-
varpi).
Hinn 45 ára gamli Trevor
Nunn, leikhússtjóri Royal Shak-
espeareleikhússins á heiðurinn af
leikstjórninni og leikgerðinni
ásamt með John Caird. Tónlist-
ina og söngtextana gerðu Frakk-
arnir Alain Boublil og Claude-
Michel. Allir eru þeir á svipuðum
aldri og Trevor og Frakkarnir lítt
þekktir utan Frakklands, enda
fáir franskir söngleikir sem hafa
náð alþjóðlegum vinsældum.
Það er ekki nóg með að um-
fjöllun og gagnrýni hafi birst í
öllum ensku blöðunum, nú eru
Time og Newsweek einnig með
heilu síðurnar undir „Vesaling-
ana” og allt er þetta á einn veg:
„Brotið blað í gerð söngleikja.
Frábær sýning. Ný My fair
Lady... og ennþá betri...”
Það hefur löngum þótt með
erfíðari verkefnum að koma upp
söngleik og á bak við hvern sigur
liggja tugir ósigra. „Fiðlarinn á
þakinu”, „My fair lady”, „West
side story” og „Hárið”, og svo-
sem þrír í viðbót, hafa náð um-
talsverðum vinsældum, en
hundruð söngleikja skilja ekkert
eftir nema galtóma buddu í
leikhúsunum.
í umsögnum er sagt að margt sé
líkt með Nikulási og Vesalingun-
um, nema hvað Vesalingarnir eru
allir sungnir. Er þetta í fyrsta sinn
sem RSC, sem er rómað fyrir frá-
bæran textaflutning leikaranna,
„Lay mizz” kalla Bretar „Vesalingana” og þyrpast í leikhúsið til að rifja upp þessa gömlu sögu Hugos. „Brotið blað í söngleikjagerð" segja gagnrýnendur
beggja vegna Atlantshafsins. Myndin er úr sýningu RSC sem var frumsýnd fyrr í mánuðinum.
býður upp á sýningu þar sem ekki
heyrist talað orð. Hefur það vak-
ið sérstaka athygli þar sem skáld-
sagan hefur einmitt verið rómuð
fyrir málfarið og frábæran stíl
Hugos. Leiktexti (samtölin) er
aðeins efsti hluti ísjakans, sagði
frægur leikhúsmaður eitt sinn og
samkvæmt þeirri formúlu kemst
verk Hugos vel til skila, þótt
hvergi sé orðrétt setning úr bók-
inni í sýningunni.
í Newsweek segir ennfremur
að verkið sé stórkostlegt leikhús;
- dans, söngur, litir og líf. „Lay
mizz” eins og Bretarnir kalla
verkið (stytting á frönskunni,
„Les Miserables”) er auk þess
fýrsti söngleikurinn sem gerist
nánast alfarið í mjög fátæklegu
umhverfi, en svolítið fínerí hefur
jafnan þótt ómissandi í sígildum
söngleikjum.
Það er mikið grátið á sýningum
á „Vesalingunum”, - svo mikið
að gagnrýnendur hafa bent fólki
á að hafa með sér vasaklúta á sýn-
inguna. „Helst heilan borðdúk”,
sagði einn gagnrýnandinn, sem
viðurkenndi að hann hefði grátið
hástöfum, „enda búinn að
gleyma endinum á skáldsögunni.
Eg mundi ekki fyrr en í leikhús-
inu hvað þetta er átakanleg
saga”.
„Hlátur og tár í jöfnum
skömmtum”, segir annar
gagnrýnandi og lofar RSC í há-
stert fýrir að falla ekki í þá gryfju
að gera verkið „sentimentalt” en
ná í staðinn út úr því „litríku, lif-
andi og djúpu leikhúsi”.
Þótt verkið sé allt sungið eru
hlutverkin svo erfið að óhugsandi
er að söngvarar sem ekki hafa
leikreynslu geti flutt þau. Patti
LuPone sem er betur þekkt sem
söngkona en leikkona (þótt hún
hafi reyndar leikið Evitu á sviði)
fær frábæra dóma sem Fantine og
sömuleiðis leikarinn Colm Wilk-
inson sem Valjean.
Þeir sem hyggjast fara til
London í vetur ættu því að kanna
hvort ekki sé hægt að ná í miða á
Vesalingana, en nauðsynlegt er
að panta með mjög góðum fyrir-
vara. Sýningin er sýnd í Barbican
leikhúsinu, og þegar' er farið að
ræða um að fara með hana til
New York.
JOPCO HF. VATNAGÖRÐUM 14 - SlMAR/39130, 39140
ED smjörlíki hf.