Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 9
Leikhópur ó Galdraloftinu Flóamarkaður í Hafnarstrœti 9 í dag Fjöllistafélagið „Veit mamma hvað ég vil“ efnir í dag til flóa- markaðar á „Galdraloftinu" í Hafnarstræti 9, en þar verður þetta nýja áhugaleikfélag til húsa með fjölbreytta starfsemi sína. Félagið er með ýmsar uppá- komur í bígerð, - í gær föstudag stóð það fyrir götuleikhúsi og á næstunni verður hafist handa við að æfa leiksýningu. Þetta er þriðja áhugaleikhúsið í borginni, hin eru Hugleikur og Gamanleik- húsið, sem var stofnað fyrir skömmu. í VMHÉV eru um 80 félagar, en formaður er Vilhjálm- ur Hjálmarsson. Hópurinn hefur sýnt á leiklist- arhátíð í Finnlandi og vakti þar mikla athygli og sem fyrr segir er ætlunin að koma upp nýrri sýn- ingu í vetur. Ekki er þó afráðið hvar sýnt verður, en fyrirséð hvað það varðar að hópurinn mun lenda í „hinum víðfrægu húsnæðiserfiðleikum" reykvískra leikhópa. En á „Galdraloftinu“ verður hafist handa með flóa- markað á morgun frá 2-6 og eru allir velkomnir. Á „Galdraloftinu": Frá vinstri: Anna Karladóttir, Már W. Mixa, Árni Eiríkur Bergsteinsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Kristinn Pétursson, íris Sveinsdóttir og Birna Imsland. Ljósm. Sig. Bekkja- brögð Þetta er Lu Lixin frá Shandong sirk- usnum í Kína, sem vann „sirkusósk- arinn“ í Monte Carlo á dögunum. Það eru ekki færri en 12 bekkir sem hún hefur raðað þarna upp á fætur Shen Ning samstarfsmanns síns. A ITAKTVIÐ TÍMANN ISLAND PC er hönnuð fyrir þá sem vilja góða og fjölhæfa en ódýra tölvu, ISLAND PC fylgir PC staðli. Hægt er að velja um diskettudrif og fasta diska, 10 Mb eða 20 Mb. í grunn- útgáfu hefur ISLAND PC 256 Kb vinnsluminni. ISLAND AT er enn kraftmeiri og fjölhæfari en samt ódýr. ISLAND AT fylgir AT staðli, hefur innbyggðan 20 Mb fastan disk og tvö diskettudrif. í grunn- útgáfu hefur ISLAND AT 512 Kb vinnslu- minm. ISLAND tölvurnar hafa gula skjái með skýru og góðu letri. Sjónhorn er stillanlegt. ISLAND keyrir hinn öfluga BOS fjölnotendahugbúnað. BOS hugbúnaður er heilsteypt kerfi forrita auðvelt og áreiðanlegt. ISLAND og BOS vinna vel saman. ACO hf. býður BOS hugbúnað fyrir ISLAND tölvur. ISLAND - Hér fara saman gæði og gott verð. ACO hf. er söluaðili ISLAND á íslandi og leggur áherslu á góða þjónustu og rekstraröryggi. Kynntu þér kosti ISLAND PC og AT ISLAND er afbragð a hf Laugavegi 168, 105 Reykjavík. Sími 27333 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.