Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 15
MATURfSJONUM
~ B ..Sand-
HH cí^a/
Tröliakrabbi er stærsta krabba-
tegundin sem finnst hér við land.
Þetta er flækingur sem heldur sig!
á miklu dýpi 800-1200 m og flæk-
ist upp að djúpunum við SA-
ströndina. Hann hefur fengist
nokkuð í troll hjá humarbátum
en ég held að það sé mjög erfitt að
veiða þennan krabba í einhverju
magni. Tröllakrabbi hefur veriði
matreiddur hér á veitingahúsum
og þykir kóngafæða en krabbinn
er allt að 2 kg á þyngd.
Gaddakrabbi
veiðist víða
Gaddakrabbi er nokkru minni
eða V2-\ kg á þyngd. Hann hefur
fengist töluvert í troll og net víðs
vegar um landið og heldur sig
grynnra en tröllakrabbinn, en
getur einnig farið töluvert djúpt.
Gaddakrabbinn er náskyldur
kóngakrabbanum sem er veiddur;
í miklum mæli í Kyrrahafinu og er
vinsæl og dýr matvara. Þar hefur
verið ótæpilega veitt af krabba og
farið að ganga verulega á stofn-
inn einkum stærsta krabbann.
Okkur hefur gengið fremur illa
að fá gaddakrabba í gildrur hér
við land, kannski vegna þess að
við vitum ekki ennþá almenni-
lega hvar hann heldur sig helst.
Við höfum verið að leita upplýs-
inga hjá sjómönnum hvar þeir
verða helst varir við krabbann og
það virðist vera t.d í Breiðafirði
og einnig nokkuð út af Reykja-
nesi. Það hafa nokkrir aðilar sýnt
því töluverðan áhuga að veiða
gaddakrabba og ég held að það sé
rétt að halda þessum athugunum
áfram því það er örugglega góður
markaður fyrir krabbann í
Bandaríkjunum og víðar eftir því
sem gengur meir á stofnana í
Kyrrahafi.
Kuðungar í
miklum breiðum
Hér við land finnast tvær teg-
undir kuðunga sem mögulegt
væri að nýta til matar, hafkóngur
og beitukóngur. Hafkóngurinn er
stærri og hefur fengist töluvert í
troll humarbáta. Hann er hinsi
vegar nokkuð varasamur sem I
matvara og því ekki beint heppi-
legur sem markaðsvara.
Beitukóngur er veiddur í stór-
um mæli af nágrannaþjóðum
okkar en það hafa verið töluverð-
ar sveiflur í veiðinni á undanförn-
um árum. Aðalmarkaðurinn er í
Bandaríkjunum og Japan en eins
og með fleiri skelfisktegundir þá
er spurningin, hvað við getum
veitt mikið hér við strendur og
hvað við fáum fyrir þessa vöru.
Við vitum ennþá ansi lítið um
kuðungastofninn. Kuðungurinn
heldur sig á mismunandi dýpi og
er að öllum líkindum í jafnmikl-
um breiðum hér og við England
þar sem hann er mikið veiddur.
Eitthvað hefur verið veitt fyrir
veitingahúsin en hér er möguleiki
sem þarf að kanna nánar.
Allt á fullu í
kúffiskinum
Nýting á kúfskel hefur lengi
verið í umræðu og undanfarin ár
hefur starfað sérstök kúffisk-
nefnd á vegum sjávarút-
vegsráðuneytisins sem hefur
kannað möguleika á veiðum og
vinnslu hérlendis. Nefndin er að
skila sinni lokaskýrslu nú á næst-
unni og líklega munu veiðar og
vinnsla hefjast innan tíðar á ein-
hverjum stöðum. Það er mikið
fyrirtæki að ná kúfskelinni upp af
botninum og þarf sérstaklega út-
búin skip með miklum dælubún-
aði til.
Hér við land eru líklega ein
stærstu kúffiskmið í norðanverðu j
Atlantshafi og ég er bjartsýnn á'
að við getum veitt mikið af kúf-
fiski. Það er líka grundvöllurinn
fyrir þessum veiðum því verðið er
ekki hátt eins og stendur.
Einn kostur sem fylgir kúffisk-
veiðum er sá að þegar skelin er
grafin upp úr botnleðjunni losar
um mikið æti sem oft eykur fisk-
gengd til muna á þessum veiði-
svæðum.
Rándýr
ígulkerjahrogn
Það er alveg víst að hér við land
er geysilega mikið um ígulker.
Það hafa fengist allt að 100-200
kg af ígulkerjum í skelplóg á að-
eins 10 mínútum. Menn hafa því
verið að gæla við þessar veiðar en
við vitum að það er einungis hægt
að ná í ígulker í takmörkuðu mæli
með skelplóg. Það sem kemur þá
einnig til greina er að láta kafara
tína ígulkerfin upp af botninum.
Það þarf alls ekki að vera ó-
raunhæfur möguleiki og er
reyndar gert víða erlendis, þar
sem verð á ígulkerjahrognum er
mjög hátt í Japan. Þar er góður
markaður fyrir bæði fersk og sér-|
pökkuð hrogn og það hafa fengistj
allt uppí 4000 kr. fyrir kg af þess-
um hrognum. Það er geysihátt
verð þegar tekið er tillit til þess að
nýtingin úr kerjunum er allt að
20-30% upp úr sjó á vissum tím-
um árs.
Hér er hins vegar um mjög erf-l
iðan markað að ræða. Japanir eru
mjög nákvæmir og kröfuharðir
og menn þurfa að vanda vel til
verka auk þess sem þeir vilja fá
fersk hrogn til sín innan 36 stunda.
frá því ígulkerin voru veidd. Þau
tímamörk ættu ekki að útiloka
okkur frá þessum markaði. Égl
held að þetta sé mál sem er vel
þess virði að athuga nánar. Við
getum örugglega veitt ígulker í
töluverðu magni en hér skiptir
mestu eins og oftar að vanda velj
til úrvinnslu og markaðssetning-
ar. Fyrir tiltölulega lítinn pening
er hægt að ráðast í góða athugun
og tilraun í þessa veru. Það er
æskilegt að þetta dæmi verði
kannað og gert upp sem fyrst.
Krœklingur
í hreinum sjó
Kræklingarækt hefur ekkert
verið stundað hérlendis fyrr en
nú alveg á síðustu mánuðum að
menn fóru af stað í Hvalfirði með
tilraunir. í þessum efnum höfum
við á mikilli reynslu að byggja er-
lendis frá og hér eru geysimiklir
möguleikar fyrir okkur, fyrst og
fremst vegna þess að við getum
boðið upp á matvöru sem er rækt-
uð í köldum og hreinum sjó á
sama tíma og mengun er að eyði-
leggja helstu kræklingamið ná-
grannalandanna.
Það hafa verið send kræklinga-
sýni úr fjörum hér heima, utan,
og líkað mjög vel, en almennt
þykir ræktaður kræklingur betri
matvara og í þeim efnum höfum
við alla möguleika með þennan
ómengaða sjó.
Girnilegur
skelfiskur
Aðan er eiginlega stóri bróðir
kræklingsins og á síðustu árum
hefur verið mikill áhugi á því að
hefja veiðar á þessari skelfiskteg-
und. Hún er hér til í miklu magni
en hvergi í heiminum eru stund-
aðar stórveiðar á öðu. Það er hins
vegar mikill áhugi fyrir öðu sem
matvöru og því rétt að kanna
þessi mál nánar.
Krókskel er mjög girnileg átu.
Hún er skyld hjartaskel sem er
þekkt víða erlendis og töluvert
veidd þar. Krókskelin er nokkru
stærri og í vor fundust stórar
breiður af þessari skel í ísafjarð-
ardjúpi þegar verið var að kanna
skelplógsveiðar í djúpinu með
neðansjávarmyndavél.
Sandskel er þekkt í Bandaríkj-
unum en hún er til hér við land í
hlýsjónum og er í nokkuð þéttum
blettum sums staðar. í Kollafirð-
inum höfum við talið allt að 100
skeljar á 1 ferm. en skelin liggur
djúpt í leir alveg í fjöruborðinu.
Þetta er dýr matvara í Bandaríkj-
unum og því full ástæða til að
kanna möguleika á veiðum og
vinnslu hérlendis.
Allar þessar krabba- og skel-
fisktegundir sem við höfum talið
upp, trjónukrabbi, gaddakrabbi,
tröllakrabbi, beitukóngur, haf-
kóngur, kúfskel, ígulker, kræk-
lingur, aða, krókskel, hjartaskel
og sandskel, eru meira og minna
ónýttir möguleikar sem hafið
býður uppá. Allar þessar tegund-
ir eru tilefni til frekari athugana
því þær geta örugglega staðið
undir einhverjum atvinnuvegi
víðs vegar um landið stóran hluta
ársins auk þess að gefa góðar
tekjur í þjóðarbúið. Og allt
skiptir máli í þeim efnum.
-lg
\
Flestarmyndirnar
eruteknaráNátt-
úrufræðistotnun.
Myndir-E.ÓI.
Gadda-
krabbi
Finnstámiklu
dýptarsviði, alltfrá
30mdýpiniðurí
250mdýpi. Færir
sig uppágrunnið
ávissum árstím-
um. Náskyldur
Kóngakrabbasem
ermikiðveiddurí
Kyrrahafi. Hefur
fengist hér i
nokkru magni á
troll og net viðs
vegaríkringum
landið. Erum1/2til
1 kgáþyngd.
Sand-
skel
Hefurfundistá
nokkrum stöðum
hérvið land.t.d.
við Hornafjörð,
Vestmannaeyjar,
Dyrhólaós, einnig í
Faxaflóa og
innanverðum
Eyjafirði. EráO-7
mdýpi. Hefur
fundist í þéttum
klösum í Kollafirði.
Dýrogþekkt
markaðsvara í
Bandaríkjunum.
Aða
Stóribróðirkrækl-
ingsins. Hægt að
veiða í stórum stíl
víðsvegaríkring-
um landið.Tekur
viöafHörpudiskiá
100-200 mdýpi.
Mikill áhugifyrir
ræktunáöðu.
Hvergi stundaðar
stórveiðar á öðu í
heiminumental-
inngóðurmarkað-s
urfyrirþennan
skelfisk.
Króks-
skel
Af Báruskeljaætt.
Mjöggóðurmat-
fiskur. Allalgeng
kringum landiðallt
niðurá120mdýpi
nemaviðsuður-
ströndina, þar hef-
urkróksskel að-
eins fundist úti fyrir
Hornafirði. Hefur
fundist í stórum
klösum í Isafjarð-
ardjúpi.Góð
markaðsvara.
Hjarta-
skel
Finnstmeðallri
vesturströndinni
ogvið NV-land. Al-
gengust í norðan-
verðum Breiða-
firði. Ereinungisá
miklu grunnsævi
að3mdýpi. Þekkt
sem matvara víða
erlendis.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15