Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 12
islenska járnblendifélagið hf, VERKFRÆÐINGUR EÐA EÐLIS/EFNAFRÆÐINGUR íslenska járnblendifélagiö hf. auglýsir starf verkfræðings eöa eðlis/efnafræöings laust til umsóknar. Rafmagnsverkfræöingur mun aö ööru jöfnu hafa forgang. Starfið er einkum fólgiö í daglegri umsjón járnblendiofna. Ennfremur þarf viökomandi að sinna ýmiss konar sérverkefnum. Nauðsynlegt er aö viökomandi hafi reynslu í stjórnun. Ennfremur er kunnátta í meðferð PC tölva æskileg. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Sig- tryggur Bragason, framleiðslustjóri, í síma 93-3344 á vinnutíma og heima í síma 93- 2153. Umsóknirskulu sendarjárnblendifélaginu hf. eigi síöar en 10. febrúar n.k.. Umsókn fylgi ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt prófskírteinum. Grundartanga, 21. janúar 1986. ÁHUGAFÓLK UM KVENNARANN- SÓKNIR Næsti fundur á vegum áhugahóps um ís- lenskar kvennarannsóknir veröur mánudag- inn 3. febrúar kl. 20.30 í Skólabæ, Suöurgötu FUNDAREFNI: Kvennarannsóknir og stjórnvöld 1. Afgreiðsla Alþingis á tillögum um fjár- veitingu til kvennarannsókna. Stutt fram- saga: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Umræöur. 2. Nýleg embættisveiting í íslenskum bók- menntum: Forsendur og afleiöingar fyrir kvennarannsóknir og jafnrétti. Stutt fram- saga: Helga Kress, Ragnhildur Richter. Umræður. Framkvæmdanefndin. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir til sölu snjótroðara fyrir Bláfjallanefnd, gerð Kássbohrer P.B. 39145 D árg. 1975, ásamt tilheyrandi búnaði. Troðar- inn er keyrður um 6000 klst. og í góðu ásigkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Hjaltason umsjónarmaður í Bláfjöllum. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 10. febrúar nk. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Djúpfryst sæði er geymt í mjóum plaströrum í Blóðbankanum I Reykjavík við mínus 196°C. Sæðið kemur hingað frá stærsta sæðisbanka i Evrópu, Central Sædbank í Kaupmannahöfn. Árangur við tæknifrjóvgun með frystu sæði er talinn vera um 10-15% lakari en með fersku sæði og er frystiþol sæðisins sérstaklega kannað þegar sæðisgjafar eru valdir. Jóhannes Long tók þessa mynd fyrir tímaritið Heilbrigðismál, sem gaf leyfi til birtingar hennar hér. Framhald af bls. 11 sem sæðisgjafa. Ekki er hægt að nota sæði úr nema um 20% þeirra sem gefa sig fram, þar sem mjög ítarleg læknisskoðun, auk ættar- og heilsufarssögu þurfa að liggja til grundvallar. Þá er kannað frystiþol sæðisins, sem skiptir einnig miklu máli. Nú hafa bæst við ítarlegar rannsóknir vegna alnæmishættu og hefur danski sæðisbankinn, sem við höfum átt samvinnu við ekki sent frá sér sæði um nokkurn tíma vegna þeirra.“ „Gætum við komið okkur upp aðstöðu hér til rannsókna á sæði?“ „Þetta eru mjög dýrar rann- sóknir og auk þess er ýmislegt sem mælir með notkun erlends sæðis á íslandi. Vegna fámennis- ins hér er talið að sú leynd sem nauðsynlegt er í kringum tækni- frjóvgun verði tæplega haldin hér ef notað er innlent sæði og einnig er alltaf meiri hætta á skyldleika- tengslum í svo fámennu landi sem íslandi." „Eru engin sérstök læknis- fræðileg vandkvæði sem hafa komið í Ijós við þungun og fæð- ingar barna eftir tæknifrjóvgun?" „Nú orðið er talið að tíðni fóst- urláta eftir tæknifrjóvgun sé ekki meiri en eftir venjulegan getnað, þyngd barnanna er einnig eðlileg og kynskipting sömuleiðis. Hins vegar má ekki gleyma því að frjóvgun tekst ekki nema í nálægt 70% tilfella og fer það m.a. eftir aldri kvennanna. Yfirleitt er til- raunum hætt eftir 6 mánuði, ef ekki hefur tekist frjóvgun." „Nú þurfa bæði hjónin að skrifa undir yfirlýsingu vegna tæknifrjóvgunar, samkvæmt þeirri vinnureglu sem nú er við- höfð. Bendið þið fólki sem á við ófrjósemi að stríða á þennan möguleika?" „Já, ef ófrjósemin stafar af því að karlinn er ófrjór er fólki oftast kynntur þessi möguleiki. Fólk hefur jafnan nokkurn tíma til að hugsa sig um, því fylgjast þarf með konunni nokkurn tíma áður, skrá egglos o.fl. Að sjálfsögðu skrifar fólk ekki undir svona yfir- lýsingu nema að vel athuguðu máli. Yfirleitt er þetta fólk búið að reyna nokkuð lengi að eignast barn, en þó er ekki óalgengt að aðeins annað hjónanna óski eftir tæknifrjóvgun. Oft er það ekki síður karlinn en konan sem telur þetta æskiiega lausn. Almennt er talið að það sé fólk í haldgóðum hjónaböndum sem fer fram á tæknifrjóvgun, enda sýna banda- rískar skýrslur að skilnaðartíðni hjóna sem hafa eignast börn með þessum hætti er lægri en almennt gerist.“ „Nú hafið þið eingöngu sinnt hjónum/sambýlisfólki. Hvað með einhleypar konur?“ „Það er nokkur vandi að velja fólk í þessa meðferð. Hingað til hef ég verið einn í þessu og nánast stuðst við brjóstvitið eitt, en víða erlendis hafa læknar stoð af sál- fræðingum við þetta val. Varðandi einhleypar konur eða ógiftar er óneitanlega enn meiri vandi á höndum. Auðvitað óskar maður hverju barni að eiga bæði föður og móður. Þó held ég að niðurstaða mín yrði sú að neita ekki konu á þeirri forsendu einni að hún ætti sér ekki karl að maka. Við höfum til þessa stuðst við sömu reglur og Danir. Biðtíminn er um eitt ár og hlutfall tækni- frjóvgana miðað við fólksfjölgun er allhátt. Það er því öllum til bóta að skýrari ákvæði verði sett sem fyrst," sagði Jón Hilmar enn- fremur. Lœknavfsindin í þágu allra? Vonandi verður þess ekki langt að bíða að skipuð verði nefnd til að kanna réttaráhrif tæknifrjóvg- unar og þess má vænta að hún geri síðan tillögur um lagasetn- ingu þar að lútandi. Það er ljóst að örar framfarir í læknavísind- um munu opna fleiri möguleika til getnaðar og þungunar en til þessa hafa þekkst og raunar eru þegar komin fram erlendis mörg slík tilfelli. Glasabörn þykja ekki lengur fréttamatur og meðgöngu- mæður fæða nú fólki börn, sem ella hefur ekki eygt þann mögu- leika. íslenskir læknar fylgjast vel með þessari þróun og þess er að vænta að við munum taka þátt í henni ekki síður en tæknifrjóv- gununum. Eftilvillerslíkt aðeins tímaspurning, enda margt sem kallar á að allir möguleikar til fólksfjölgunar séu nýttir, nú þeg- ar er kominn mikill afturkippur í fæðingar á íslandi. Margir eru þeirrar skoðunar að læknavísindin eigi fyrst og fremst að koma til hjálpar, þegar um er að ræða hjóna eða sambýlisfólk, þar sem það hljóti alltaf að vera til bóta fyrir barn að eiga bæði föður og móður en aðeins annað hvort, sé þess nokkur kostur. Þarna þarf að setja skýrar reglur og taka af öll tvímæli um það hvort tæknifrjóvgun sé fyrst og fremst lausn þar sem ófrjósemi eða erfðasjúkdómur karls komi í veg fyrir að hann geti eignast barn, eða hvort þetta skuli skoðast sem ný fólksfjölgunar- leið fyrir litla þjóð án tillits til hjónabandsstöðu einstakling- anna. Umræður um erfðir og uppeldisáhrif eru sveiflukenndar og hafa nokkur áhrif bæði þegar um tæknifrjóvganir er rætt og ættleiðingar barna frá öðrum löndum. Telji menn æskilegast að börn, hvort sem þau eru getin með tæknifrjóvgun eða á annan máta, eigi bæði móður og föður, er spurning hvort ekki sé rétt að gera barneign sambúðarfólks eða hjóna æskilegan kost með félags- legum og efnahagslegum aðgerð- um. Um leið er hæpið að unnt sé að synja einhleypum konum al- farið um þessa leið til barneigna á íslandi. Framfarir á sviði læknis- fræði og líffræði þurfa að nýtast til að auka hamingju fólks og það þarf að beita aukinni þekkingu af skynsemi og forsjá. Það verður væntanlega verkefni þeirrar nefndar sem skipuð verður, ef þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir Alþingi, verður sam- þykkt. þs Heimildir: Tæknifrjóvgun: Ritgerð Jóns H. Höskuldssonar, Tæknifrjóvgun með frystu gjafasæði: grein í Læknablaðinu eftir Jón Hilmar Alfreðsson, Tillaga til þings- ályktunar um réttaráhrif tækni- frjóvg., Heilbrigðismál, Ny tid, Le Nouvel Observateur, o.fl. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.