Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 1
IÞROTTIR LANDSBYGGÐIN NESKAUPSTAÐUR Þar sem ísland er aðili að Nató og vegna þess að hér á landi cr bandarísk herstöð með árásar- vopnum er veruleg hætta á að landið dragist inní átök sem þessi, segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum útifundi á Austur- velli í gærdag. Thor Vilhjálmsson var fundar- stjóri á fundinum og afhenti hann Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra áiyktunina í fundarlok í gær. „Það er því skýlaus krafa okkar að bandaríkjastjórn láti tafarlaust af hernaðarbrölti sínu þarsem stigmögnun átakanna getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar,“ segir í ályktuninni þarsem árásirnar eru harðlega fordæmd- ar. Skorað var á ríkisstjórnina að „hún fordæmi árásirnar og hvetji bandaríkjastjórn til að hætta þeim þegar í stað“. Mikill baráttuandi var á fund- inum, - og þau Steinunn Harðar- dóttir og Steingrímur J. Sigfús- son fluttu stuttar ræður. Eftir fundinn var gengið að bandaríska sendiráðinu. Talið var að á milli 600 og 800 manns hefðu verið á Austurvelli. kól/óg Líbýa Gaddafi talar í sjónvarpi Svo virðist sem vangaveltum um það hvort Muammar Gadd- afi, Líbýluleiðtogi, hefði látist í sprengjuárás Bandaríkjamanna í fyrrinótt eða í mögulegri upp- reisnartilraun í gær, hafi lokið í gærkvöldi. Gaddafi hélt ræðu í líbýska sjónvarpinu, ekki var Ijóst hvort hún var þegar upp- tekin. Gaddafi var í hvítum búningi með kort af Afríku fyrir aftan sig. Hann sagði um sprengjuárásir Reagans: „Reagan hefur gefið út skipanir um að herinn skuli drepa börn okkar. Við höfum ekki gef- ið út neinar skipanir um að drepa neinn.“ Reagan hefði „tilkynnt öllum heiminum hrokafullur að börn Gaddafis og annarra Lí- býlumanna skyldu drepin", sagði hann einnig í 21 mínútna langri ræðu. Helgi Þór Jónsson, eigandi Hót- el Arkar sem er í byggingu í Hveragerði keypti í gær hlutabréf Flugleiða í Arnarflugi fyrir 3 miljónir sem hann staðgreiddi. Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra og Steingrímur forsæt- isráðhera kváðu í gær forstjóra Flugieiða hafa gengið á bak orða sinna og að vinnubrögð þeirra í þessu máli hefðu valdið vonbrigð- um. Níu nafnkunnir aðilar úr við- skiptalífinu höfðu boðið í bréfín og hugðu auka hlutafé fyrirtækis- ins. Að loknum hinum nýju kaupum Helga ríkti mikil óvissa um hvort aðilarnir níu muni ganga inní Arnarflug. Mjög fáir í viðskiptaheiminum könnuðust við nafn Helga fyrir þessi kaup. Helgi keypti bréfin á 14% af nafnvirði. Aðilarnir níu höfðu ætlað að kaupa þau á 10% af nafnvirði. Um leið og Helgi hafði fengið bréfin í hendur sögðu fulltrúarnir tveir, sem Flugleiðir höfðu í stjórn Arnarflugs af sér. Á tveggja stunda fundi sem Helgi hélt með yfirstjórn Arnarflugs og tveimur ráðgjöfum sínum í gær, mun Helgi hafa tekið af öll tví- mæli um það að hann hyggst ekki færa verðgildi bréfa sinna niður á 10% afnafnvirði. En það varein- mitt eitt af skilyrðum sem aðil- arnir níu settu fyrir inngöngu sinni í Arnarflug, að hlutabréfin yrðu þannig færð niður. Sökum þessarar afstöðu Helga er óvíst hvort þeir komi inní fé- lagið og Arnarflug muni þarmeð missa af 60 miljónum sem ní- menningarnir hugðust færa með sér. „Mér skilst hins vegar, að verið geti að Helgi kunni að koma með eitthvert hlutafé með sér,“ sagði háttsettur aðili innan Arnarflugs í gær. „Að öðru leyti erum við litlu nær eftir fundinn með honum." Eftir fundinn með yfirstjórn Arnarflugs hélt Helgi Jónsson ásamt ráðgjöfum sínum rakleiðis til fundar við nímenningana. Fundurinn var haldinn á skrif- stofu Harðar Einarssonar útgáfu- stjóra Frjálsrar fjölmiðlunar (DV). Á þann fund var Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs boðaður. Þar átti að ræða, hvort leiðir Helga og aðil- anna níu gætu legið saman. Talið er að fyrir hádegi í dag liggi fyrir, hvort kaup Helga á hlutabréfum Flugleiða leiði til þess að hinir aðilarnir dragi sig í hlé. Mun meiri óvissa mun þá ríkja um framtíð Arnarflugs. - ÓS/óg „Enn einu sinni hafa saklausir borgarar orðið fórnarlömb stríðsæsingamanna. leysi er óréttlætanlegt," sagði í ályktun fundarins á Austurvelli. Steingrímur Atburðirnar í Lýbíu á síðustu sólarhringum eru ógnun við heimsfriðinn. Lífi og Sigfússon flytur ræðu við þinghúsið í gær. -SigMar framtíöaröryggi barna okkar og alls mannkyns er stefnt í hættu. Slíkt ábyrgðar- Mótmœlaaðgerðir Arásimar fordæmdar Fjölmennur fundur á Austurvelli ígœr. Árásir bandaríkjahers á Líbýu fordœmdar. Minnt á veru sama hers hér á landi Póstgíróþjónustan Heimild til útlána- starfsemi Póstmálafrumvarpið var til lokaafgreiðslu í efri deild í gær- kveldi. Við lokaafgreiðslu var samþykkt breytingartillaga frá Eiði Guðnasyni með yfirlýstum stuðningi Egils Jónssonar Skúla Alexanderssonar o.fl. um heim- ild til póstgíróþjónustunnar að taka upp útlánaþjónustu. Til- lagan var samþykkt með 11 at- kvæðum gegn 4. Frumvarpið fer nú til neðri deildar og samþykkt- ar. -óg Arnarflug Dularfull hlutabréfakaup Verður Arnarflug af60 miljónum króna? Helgi Jónsson óþekktur í viðskiptaheiminum fœr Flugleiða- bréfin. Ráðherrar íríkisstjórninni: Forstjórar Flugleiða hafa gengið ábak orðasinna. Háttsettur Arnarflugsmaður: Skilst að Helgi komi með hlutafé. Fundur hjá Herði Einarssyni í Frjálsri fjölmiðlun í gœr. Úrslitin ráðast í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.