Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 20
Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1986 Samkvæmt ákvæöum heilbrigðisreglugeröar, er lóðareigendum skylt aö halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði, og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk.. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari við- vörunar. Þeir, sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn kostnaö, tilkynni það í síma 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistaravelli, Vatnsmýrarveg (gamla Laufás- veginn), Grensásveg, Kleppsveg, við Súðarvog, Stekkjarbakka, Rofabæ og Breiðholtsbraut. Eigendur og umráðamenn óskráðra umhirðu- lausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borg- inni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorp- hauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: mánudaga-föstudaga kl. 8-21 laugardaga kl. 8-20 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í um- búðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild. Jfe' Frá menntamálaráðuneytinu: WM Lausar stöður Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar ein til tvær kennarastöður í stærðfræði. Við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: íslensku og vélritun, félagsfræði og jarðfræði, stærðfræði, sögu, dönsku % staða og hálf til heil staða í viðskiptagreinum. Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, staða frönskukennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfigötu 6, 101 Reykjavík fyrir 17. maí. Menntamálaráðuneytið. Tilkynning frá Lánasjóði íslenskra námsmanna til námsmanna á íslandi og umboðsmanna námsmanna erlendis Af tæknilegum ástæðum hefur því miður dregist að afgreiða námslán fyrir apríl og maímánuð. Miðað er við að skuldabréf vegna þessara lána verði send til námsmanna og umboðsmanna í lok þessarar viku. Reykjavík, 14. apríl 1986. Lánasjóður íslenskra námsmanna SKÚMUR ÁSTARBIRNIR FOLDA Æ, æ, æ ég hef þyngst svoj svakalega að undanförnu, \ að ég er alveg að farast. Þetta fylgir víst óléttunni! ^ ■ ^ H KROSSGÁTA NR. 138 Lárétt: 1 svín 4 maga 6 vökva 7 kall 9 sundfæri 12 hékk 14 lærdómur 15 er 16 úrgangsefnið 19 galla 20 seðill 21 auðir Lóðrétt: 2 pípur 3 drekka 4 skipaði 5 dæld 7 versla 8 hamast 10 óþéttir 11 vorkennir 13 hest 17 arinn 18 leiði. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 2 æsir 4 líka 6 ólu 7 tæki 9 góða 12 örmum 14 íss 15 eld 16 tötur 19 ámur 20 skán 21 rissa. Lóðrétt: 2 sæl 3 róir 4 lugu 5 kóð 7 tvíráð 8 köstur 11 andinn 13 mót 17 öri 18 uss. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN . Fimmtudagur 17. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.