Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 7
Ekki eru mörg ár síðan litið var svo á, að íslendingar væru í hópi tekjuhæstu þjóða heims. Nú virð- ist þetta viðhorf breytt. Stundum er jafnvel rætt um ísland sem Singapúr norðursins, og þá átt við, að hér séu tekjur á svipuðu stigi og best gerist í löndum Suðaustur-Asíu, en langt fyrir neðan tekjur í nágrannalöndun- um. Hverjar eru staðreyndir þessa máls? Hér verður reynt að svara því að hluta, með því að bera þjóðartekjur á íslandi sam- an við það sem gerist í öðrum löndum. Þjóðartekjurnar segja þó ekki nærri allt um lífskjörin. Þannig er skipting þeirra misjöfn í einstaka löndum. Samanburður þjóðartekna er þó á ýmsan hátt nauðsynlegur undanfari þess að bera saman laun og aðra þætti lífskjara, og því mun ég ein- skorða mig við þann samanburð í þessari stuttu blaðagrein. Þjóðartekjur á mann Algengt er að bera saman þjóðartekjur á mann í mismun- andi löndum. Þá eru þjóðartekj- urnar mældar í einhverri sam- eiginlegri mynt, t.d. dollar, og síðan er deilt í þær með mann- fjöldanum. Það er margt sem tor- veldar túlkun á niðurstöðum slíks samanburðar, en hér verður að- eins nefnt tvennt. í fyrsta lagi er mæling þjóðarteknanna misgóð. Hætt er við því t.d. að raunveru- legar þjóðartekjur séu vanmetn- ar í löndum þar sem sjálfsþurft- arbúskapur er útbreiddur, eins og í mörgum löndum þriðja heimsins. Þetta er eitt af því sem gerir innbyrðis samanburð þjóð- artekna meðal landa með þróað- an markaðsbúskap marktækari en á milli slíkra landa og þriðja heimslanda. í öðru lagi geta tíma- bundnar gengisafstæður sett strik í reikninginn. Þannig mælast þjóðartekjurnar að öðru óbreyttu hærri, þegar þeim hefur verið breytt yfir í eina sameigin- lega mynt, í þeim löndum sem hafa hátt gengi en í þeim sem búa við lágt gengi. Með þessa fyrirvara í huga skulum við líta á meðfylgjandi töflu, sem sýnir þjóðartekjur á mann í mismunandi löndum í hlutfalli við þjóðartekjur á mann á íslandi, annars vegar árið 1980 og hins vegar árið 1984. Löndun- um er raðað í töflunni í samræmi við upphæð þjóðartekna á mann árið 1984. Taflan sýnir greini- lega, að þrátt fyrir að ísland hafi dregist afturúr á undanförnum árum eru þjóðartekjur á mann enn tiltölulega háar miðað við það sem gerist í heiminum, eða á svipuðu stigi og í Japan, Dan- mörku og V-Þýskalandi og tölu- vert fyrir ofan Frakkland og Bret- land, að ekki sé minnst á Singap- úr. Gengi Aðeins Svíþjóð hafði hærri þjóðartekjur á mann en ísland á árinu 1980, af þeim löndum sem sýnd eruítöflunni. Ástæðurþess, að ísland fellur í röðinni á milli 1980 og 1984, eru annars vegar minni hagvöxtur hér á landi en í öðrum sambærilegum löndum, og hins vegar lækkun raungengis íslensku krónunnar. Ef raun- gengi krónunnar hefði verið það sama 1980 og 1984, hefðu þjóð- artekjur á mann mælst hærri en í Japan, þjóðartekjur á mann hefðu mælst 2% hærri í Svíþjóð en á íslandi í stað 10% og rúm- lega 40% hærri í Bandaríkjunum í stað 53% . Flestir voru sammála um, að gengi dollarans hafi verið óeðlilega hátt á árinu 1984, þótt deilt hafi verið um hve mikið, og er það ein ástæða hárra þjóðar- tekna á mann í Bandaríkjunum miðað við önnur lönd á þessu ári. Þjóðartekjur á unna stund Þjóðarframleiðslan verður til í starfi vinnandi fólks, en ekki við svefn ungbarna. Þess vegna er auðvitað athyglisverðara að líta á hverjar þjóðartekjurnar eru á vinnandi mann, eða helst á unna stund, heldur en á hvert manns- barn. Það er þó sjaldan gert, þar sem alþjóðlegur samanburður af því tagi er enn erfiðari en saman- burður þjóðartekna á mann. Sér- staklega verður samanburður á milli landa með þróaðan kapítal- ískan markaðsbúskap og landa þriðja heimsins erfiður í þessu til- felli. Már Guðmundsson skrifar: Á meðfylgjandi töflu eru born- ar saman þjóðartekjur á unna stund á íslandi og í ýmsum öðrum löndum, annars vegar árið 1980 og hins vegar árið 1984. Saman- burðurinn takmarkast að mestu við aðildarlönd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), en aðild að henni eiga öll helstu iðnríki V-Evrópu og Norður-Ameríku, auk Japans, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Einn- ig var mögulegt að taka Singapúr með. Löndunum er raðað í sam- ræmi við upphæð þjóðartekna á unna stund árið 1984. Hér kemur margt athyglisvert í ljós. Þjóðartekjur á ársverk voru 1984 hærri hér á landi en á Bret- landi og Italíu, en þar sem vinnu- tíminn er mun lengri hér verða þjóðartekjur á unna stund lægri en í þessum löndum. Það lætur nærri að vinnutíminn hér á landi sé um fjórðungi lengri en í þeim löndum, sem við höfum viljað bera okkur saman við, og skiptir þá ekki máli hvort litið er á árið 1980 eða 1984. Það vekur athygli, að vinnutíminn hér á landi er svipaður og í Singapúr. Það er látið lesendum eftir að túlka töfl- una frekar, en rétt er að benda á, að ef raungengi krónunnar hefði verið það sama 1984 og 1980, en annað óbreytt, hefðu þjóðartekj- ur á unna stund orðið 8% hærri hér á landi, eða 1% hærri en á Nýja-Sjálandi. Vinnutími Ekki eru nein tök á að fjalla ítarlega í þessari stuttu blaða- grein um, hvers vegna vinnutím- inn er svona langur hér á landi og hvers vegna þjóðartekjur á unna stund eru eins lágar og raun ber vitni. Rétt er þó að benda á, að hér eru tveir möguleikar fyrir hendi. Annars vegar sá, að fram- leiðslan á hverri stund geti hrein- lega ekki orðið meiri í Ijósi þeirra framleiðslutækja, verkþekking- ar, náttúruauðlinda og fleiri þátta, sem ákvarða framleiðnina, og hér eru til staðar. íslendingar verði bókstaflega að vinna svona mikið til að þjóðarframleiðslan verði þó þetta mikil. Hins vegar sá, að það sé þjóðarframleiðslan á ársverk, sem sýni hina raun- verulega framleiðni, en að lengd vinnutímans markist annars veg- ar af hefð og hins vegar af lágu tímakaupi. Þetta þýðir, að það er nauðsynlegt fyrir fólk að treina sér verkin og kraftana til að vinna lengi og hafa þannig viðunandi tekjur, um leið og það er kostn- aðarlítið fyrir fyrirtækin vegna hins lága tímakaups og vegna þess að þetta er eins alls staðar. Ef þetta er staðreynd, þá er hér um vítahring að ræða. Sannleikurinn liggur auðvitað einhvers staðar þarna á milli, eins og oftast. En það skyldi þó ekki vera, að það sé mögulegt að hækka þjóðartekjur á unna stund með því að auka kaupmátt tíma- kaups og beita samræmdum að- gerðum til styttingar vinnuvik- unnar? Áhrif yfirvinnubannsins 1977 og ýmislegt fleira bendir til þess að svo geti verið. Niðurstöður Þjóðartekjur á mann og á árs- verk eru á alþjóðlegan mæli- kvarða með hæsta móti hér á landi. Vinnutíminn er hins vegar mun lengri en víða annars staðar, og því verða þjóðartekjur á unna stund hlutfallslega lægri en hvort sem er þjóðartekjur á mann eða á ársverk. Það er þó Ijóst, að sam- anburður þjóðartekna gefur ekk- ert tilefni til að kalla ísland „Sing- apúr norðursins". Hvað beinn samanburður á launum kann að leiða í Ijós er hins vegar önnur saga. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: lnter- national Financial Statistic. OECD: Labour Force Statistics. OECD: Ouarterly Labour Force Statistics. Alþjóðlega vinnumálaskrifstofan (ILO): International Labour Statist- ics 1985. Þjóðartekjur á mann - Hlutfall (%) af þjóðartekj- um á mann á Islandi - 1980 1984 Bandaríkin 84 153 Kanada 77 127 Svíþjóð 108 110 Japan 66 103 Finnland 77 101 ísland 100 100 Danmörk 92 100 V-Þýskaland 96 100 Frakkland 88 88 Bretland 69 75 Nýja-Sjáland 55 70 Singapúr 33 64 Ítalía 51 60 Grikkland 42 48» Spánn 41 40 Portúgal 18 21» S-Kórea 12 20 Braselía 14 182> Kenýa 3 3 Indland 2 3 » 1983. 2> 1982. Þjóðarframleiðsla á unna stund - Hlutfall (%) af sömu stærð á íslandi - 1980 1984 Þjóðarfram- Vikulegur Þjóðarfram- Þjóðarfram- Vikulegur Þjóðarfram- leiðsla á vinnu- leiðsla á leiðsla á vinnu- leiðsla á ársverk tími unna stund ársverk tími unna stund Bandaríkin 89 72 124 167 142 72 231 Kanada 80 78 102 120 79 179 V-Þýskaland 107 84 126 104 84 143 Svíþjóð 98 72 136 112 73 143 Frakkland 103 83 123 104 80 140 Japan 64 82 78 86 83 125 Nýja-Sjáland 62 79 79 81 80 107 Ítalía 66 79 83 87 79 102 Bretland 72 85 84 100 87 101 ísland 100 100 100 640 100 100 Singapúr 34 99 34 480 101» 67» Grikkland 42 83 50 240 79» 61» Portúgal 21 • 77 27 »1983. 78» 31» Fimmtudagur 17. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.