Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Betra aðhald - betri Öllum stjórnkerfum er nauösynlegt aö hafa þaö innbyggða aöhald sem felst í lýðræöislega kjörinni stjórnarandstööu. Virk og starfsöm stjómarandstaða er vartappi kerfisins gegn mistökum, gegn spillingu. Hún er einkar nauösynleg þar sem einn flokkur hefur byggt upp langvarandi valdakerfi, ekki síst þegar flokkurinn fer aö snúast aö verulegu leyti í kring- um einn eða fáa valdamenn. Viö slíkar aöstæö- ur fara gæðingarnir á kreik, potararnir fara aö ota totanum sínum í skjóli flokksræðisins, og spillingin verður partur af kerfinu. í Reykjavík hefur Sjálfstæöisflokkurinn byggt upp langvarandi valdakerfi. í borgarkerfinu hef- ur hann öll tögl og hagldir og fer sínu fram og hefur ekki ævinlega starfaö mjög í anda lýöræö- isins. Síðustu misseri hefur svo ástandið versnað mjög til muna. Flokksræöiö hefur aö vísu veriö hert mjög á kjörtímabilinu, en nú er þaö nánast aö snúast upp í einræði, þar sem mjög fámenn klíka í borgarstjórnarflokknum fer meö völd. Slík staöa býöur aö sjálfsögðu upp á góöan jarðveg fyrir spillingarfjólur af ýmsu tæi. Og þaö verður aö segjast, aö síðasta kjörtímabil hefur fætt af sér óvenju mörg og skýr dæmi um spillingu, sem hefur beinlínis þrifist í skjóli Sjálf- stæðisflokksins. • Ölfusvatnsmálið. Kaupin á landi Ölfus- vatns í Grafningi eru dæmi um furöu opinskáa spiliingu. Fasteignamat jarðarinnar var 400 þúsund krónur. En Ölfusvatn má hins vegar teljasttil vildarjaröa, því íþriöjungijaröarinnarer aö finna háhita. Og vildarjaröir eru gjarnan lagðar á fjór- til’fimmfalt fasteignaveröiö. En Sjálfstæðisflokkurinn þröngvaði gegnum borg- arstjórn kaupsamning, þar sem samþykkt var aö greiða, - ekki tvær miljónir, ekki tuttugu milj- ónir, ekki fjörutíu, heldur SEXTÍU MILLJÓNIR KRONA!! Jafnframt var hinu gömlu eigendum leyft aö fá afnot af jöröinni næstu hálfa öldina, og meira aö segja veitt leyfi til að reisa þar þrjú hús. Vörn Sjálfstæðisflokksins fyrir þessari óverjandi sóun á fjármunum borgarinnar var meir en hlægileg. Hún var einfaldlegasú, aö mögulega kynni að verða þörf fyrir hitann úr Ölfus- vatnslandinu seint á næstu öld!! Ástæöan fyrir þessari tilgangslausu eyöslu á fé okkar borgarbúa var auðvitað aöeins ein: eigendur Ölfusvatns voru gamalgróin og áhrifa- mikil ætt í Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn sér um sína, og jafnvel þó þaö kosti aö 60 miljónum króna (raunar 71 miljón á núvirði) af fjármunum borgarbúa sé sóað á óverjandi hátt. Svona skýr veröur spillingin aöeins, þegarvaldhafarnirtelja sig svo trygga í sessi, aö enginn geti hróflaö viö þeim. • Grandi hf. Þaö er skammt síðan Grandi hf. varö til viö samruna Bæjarútgerðarinnar og ís- bjarnarins. Meö því var Sjálfstæðisflokkurinn að Reykjavík gera tvennt: drepa Bæjarútgerðina og bjarga flokksgæðingum í ísbirninum. Því allir vissu aö fyrirtækið var í miklum erfiðleikum, og að tjalda- baki tók flokkurinn ákvörðun um að launa eigendum þess langa og dygga þjónustu meö því aö framkvæma björgunaraðgerðina. Borgin þurfti aö taka á sig 200 miljóna króna skuld BUR til aö Grandi hf. gæti byrjað með hreint borö. • Skúlagatan. Styrr hefur staðið um skipulag fyrir Skúlagötuna og samþykkt þess tafðist. Aft- ur og aftur frestaöi Sjálfstæöisflokkurinn aö taka upp gjaldskrá fyrir gatnageröargjöld af eignarlóöum, einungis til aö eigendur lóðanna viö Skúlagötu þyrftu ekki aö borga þessi gjöld. Þarmeð tapaöi borgin auövitað af stórum upp- hæöum en eigendurnir græddu aö sama skapi stórfé. Og þaö þarf aö sjálfsögðu ekki aö orö- lengja þaö, aö eigendurnir eru áhrifamenn í Sjálfstæöisflokknum. Þannig mætti rekja fleiri, fleiri dæmi. En þaö er óþarfi. Staöreyndin er sú, að Sjálfstæðis- flokkurinn hagar sér einsog hann sé viss um aö ekkert geti hróflað viö meirihluta hans í borginni. Þess vegna koma upp spillingardæmi einsog þessi. Þess vegna þarf aö veita honum miklu strangara aöhald, einungis þannig er unnt aö uppræta óþrifnaðinn. Betra aðhald - betri Reykjavík. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ „Khadafy var svarað á máli sem hann skilur“ Bandarískur sendiráðsmað- ur særður lífshættulega í Súdan H'eimur vestrænum •endiráðMtarfiunðanuni í um hundrað nuutna hefðu fallið i lofUrÍMua aðfaranótt þriðjudafs, en Ubýskir enbvUh- Mrgir befðu lAtið tífið“. Ubýumenn réðurt á kiptmtðð BjuKUrO^amanoa á ftðlsku eynni er um 215 km tuður mt f Miðjarðar- 'SNHIBr i íar, nákvæmar og\ '' óhrekjanlegar sa.nna.nir Ohugsandi að leyfa" ekki afnot herstöðva ■ rtyðja •ðgerðir Uailaafliga- i araí rtaiiv<TiU|ft-rv. k, w» djðrnir fleatrm annarra I___________TVpúnur nkeytum var ur_akeytum var ^ # ^ «;;A þessan stundu stendur öll þióðin með forsetanum‘i JL .. . r—... yum. | nana og viðbrógð Sovétmanna ........... -*•*, v.^a-fífceini viö ræturnar yTjón varö á franska oendiráðinu f I sVndu afstöðu f^irm til albióöleirra r ——— • -W„r |og Khadafv ‘ 1 T’*~*t‘l**~ £ « Herbækistöðvar megin skotmorkm Þau bregðast- aldrei Árás Bandaríkjamanna á Lí- býu hefur verið fordæmd víða um heim. Margir bandamenn í Nató eru gramir, sárir og reiðir. Hitt getur Reagan svo huggað sig við, að í álfunni finnast þó tveir aðilar sem styðja hann með ráðum og dáð. Þeir eru Margaret Thatcher og Morgunblaðið. Eins og menn vita eru þeir á Morgunblaðinu sífelit að hrósa sjálfum sér af því hve hlutlægt fréttablaö þeir séu að gefa út. Þeir séu nú aldeilis upp yfir það hafnir að leggja út af tíðindum á röngum stað-m.ö.o. ífréttunum sjálfunr. í reynd er þessu svo allt öðru vísi farið og Morgunblaðið í gær er einmitt gott dæmi um tvö- feldnina. Þegar DV var í fyrradag að segja frá loftárásunum á Líbýu sem gerðar voru nóttina áður, var aðalfyrirsögnin á forsíðu á þessa leið: „Loftárásin á Líbýu bitnaði eintiig á óbreyllitm borgurum: Borgarar í valnum og 100 á spít- ala“. Fyrirsögn af þessu tagi mundi hljóma eins og hver annar laumukommúnískur fjandskapur við Bandaríkin á Morgunblað- inu. Enda eru fyrirsagnir blaðsins í gær allt annars eðlis. Þær fela allar í sér skilyrðislausa réttlæt- ingu árásarinnar og svo það, að tekið er með fyrirvaralausri vel- þóknun undir allt það, sem Reag- an og hans menn hafa að segja um málið. Hver drepur hvern? Aðalfyrirsögnin á forsíðu er höfð eftir einhverjum „talsmanni Bandaríkjastjórnar" og er á þessa leið: „Khadafy var svarað á máli sem hann skilur". Og undir- fyrirsögnin er ekki síður fróðleg. Þar segir: „Bandarískur sendi- ráðsmaður sœrður lífshættulega í Súdan". Og þótt enginn viti hvers vegna sá maður varð fyrir skoti, þá er þetta atvik í öðru landi ber- sýnilega margfalt meira mál fyrir Morgunblaðið en að hundrað Lí- býumenn hafi látið lífið og mikill fjöldi særst og að ef til vill séu börn Gaddafis meðal fórnar- lambanna. Fullkomin undirgefni Það er ekki sama hver drepur hvern. Særður bandarískur dipl- ómat í Súdan á víst að vera staðfesting á því að Reagan hafi rétt fyrir sér einsog endranær - en hitt skiptir engu þótt hundrað Ar- abar hafi verið drepnir fyrir þær sakir einar að eiga heima í borg- ínni Tripoli... Þessu næst geta menn flett yfir á heila opnu sem lögð er undir fréttir og útskýringar á Líbýumál- um. Sex fréttir og greinar eru á opnunni. Ein - og sú lang- minnsta, - segir frá því að á Ítalíu ríki „Ahyggjur og undrun á við- búnaði hersins“ - skrýtin fyrir- sögn í frétt þar sem aðalmálið er reyndar það að Craxi, forsætis- ráðherra ftalíu, er að lýsa van- þóknun sinni á framferði Banda- ríkjamanna. En allar hinar fyrir- sagnirnar (þriggja eða fjögurra dálka) eru svo í anda hinnar af- dráttarlausu undirgefni. Ein segir: „Herbœkistöðvar megin skotmörkin" (blóðbaðið er sem- sagt slys sem best er að tala sem minnst um). Önnur er höfð eftir Margaret Thatcher: „Óhugsandi að leyfa ekki afnot af herstöðv- um“. Hin þriðja er höfð eftir Reagan sjálfum: „Beinar, ná- kvœmar og óhrekjandi sannanir“ - sem hann kveðst hafa um aðild Líbýumanna að tilteknu hryðju- verki - en þess má geta að enn hefur enginn fengið að sjá þær „sannanir" og Vestur-Þjóðverjar hafa enn ekki fengist til að taka þær gildar. Hin fjórða fyrirsögnin er höfð eftir bandarískum öldungardeildarþingmanni: „A þessari stundu stendur öll þjóðin með forsetanum". Hin fimmta er svo „hryðjuverkaannáll“ - „Síð- asta ár var það blóðugasta í sög- unni" - þar eru talin upp ótal hryðjuverk hér og þar í heimin- um (morðið á Olof Palme ekki undanskilið) - og þessi listi á svo að reka einskonar moggasmiðs- högg á þá túlkun, að það hafi þurft að refsa Líbýu! - Eða eins- og í inngangi samantektarinnar segir: ,,Bandaríkjamenn hafa lengi sagst hafa fyrir því órækar sannanir, að ráðamenn i Líbýu hafi staðið að baki mörgum of- beldisverkum". Á öðrum stað í blaðinu er svo sagt frá því að „flest ríki heims fordœma árásina“ - þó nú væri. Hitt er víst að ekki gerir Morgun- blaðið það og ekki ríkisstjórn fs- lands. Lögregluvald hvaðan? Leiðari Morgunblaðsins um málið er í flestum greinum í sam- ræmi við þá fyrirsagnatúlkun at- burða sem að ofan var lýst. En þótt Ieiðarahöfundur finni enga ástæðu til að gagnrýna Banda- ríkjamenn fyrir það, sem þeir hafa gert, þá getur hann ekki hrundið frá sér þeim þanka, að kannski geri árásin aðeins illt verra. Eftir að hafa snúist í nokkra hringi í kringum þá hugs- un, ber hann allt í einu upp spurn- ingu, sem kemur eins og „þjófur úr heiðskíru lofti“ yfir saklausan lesandann eftir allt sem á undan er gengið í blaðinu: „Aðgerðir Bandaríkja- manna... vekja líka upp spurn- ingar um það hvaðan Bandaríkja- mönnum kemur lögregluvald í heiminum". Reagan forseti heldur náttúr- lega að „lögregluvald" hans komi frá guði almáttugum. Hann hefur ákveðið að Gaddafi skuli verða sá „óði hundursá illi Satan, sem útrýma skal. En svarið við spurningu leiðarans liggur reyndar í augum uppi. „Lög- regluvald“ Bandaríkjamanna til að fara með sprengjukasti og skothríð um heiminn, það kemur frá þeim sem hugsa eins og Marg- aret Thatcher og Morgunblaðið. -ÁB DJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristin Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. óri: Baldur Jónasson. ára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. nn: Brynjólfur VilhjálmSson, Ólafur Björnsson. greiðsla, ritstjórn: Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð ó mónuði: 450 kr. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. april 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.