Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 21
HEIMURINN Líbýa Fleiri sprengjuárásir? Lundúnum — Vélbyssuskot- hríð braust út í Trípólí í gaer í búðum Gaddafis en opinberir líbýskir fulltrúar segja að skot- hríðinni hafi verið beint að bandarískum flugvélum sem flugu lágflug yfir borgina. Fréttamenn sem voru á leið á blaðamannafund með Gaddafi voru látnir snúa til baka. Þeir sáu líbýska hermenn hlaupa út úr búðunum en fengu enga skýringu á því. Athygli hefur vakið að Gaddafi hefur ekki birst opinberlega eftir árásirn- ar i fyrrinótt. Bandarískir emb- ættismenn telja ekki ólíklegt að uppreisn sé i gangi í Líbýu. Sendiráð Líbýu í Vín sagði frá því síðdegis í gær að bandarískar herflugvélar hefðu ráðist á borg- inaTarhunasemer90km. austan við Trípólí. Sagt var að engin hernaðarnrannvirki væru í borg- inni. „Það hafa orðið einhver meiðsl á fólki en mér er ekki kunnugt um hversu rnikil þau eru,“ sagði ritari sendiráðsins. Bandaríkjamenn hafa hins vegar neitað því að hafa gert nokkra árás í gær. Fréttaflutningur frá Trípólí var nrjög óljós í gær. Philip Shehadi, frétaritari Reuters íTrípólí, sagði að fréttamenn senr færðir hefðu verið í rútu til búða Gaddafis þar sem fréttamannafundur átti að fara franr nreð Gaddafi, hefðu ekki séð eða heyrt í neinum flug- vélunr en margir íbúar í Trípólí hefðu hins vegar heyrt í þeinr. Bandarískur embættismaður í Washington sagði að ekki væri ó- líklegt að uppreisn væri í gangi í Trípólí. Óbreyttir hermenn væru að gera uppreisn gegn lífverði Gaddafis. Líbýumenn neituðu því. Hin opinbera fréttastofa í Lí- býu sagði í gær að Líbýa hefði farið fram á aðstoð frá Sovét- mönnum og bandanrönnum þeirra. Ekki var ljóst hvers konar stuðning hafði verið farið frarn á. í Moskvu var sagt frá því að Gor- batsjof Sovétleiðtogi hefði sent Gaddafi orðsendingu þar sem hann fullvissaði hann um stuðn- ing Sovétmanna. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á blaða- mannafundi ígær að honum þætti leitt að óbreyttir borgarar hefðu særst í árásum Bandaríkjamanna á Líbýu og að Bandaríkjamenn hefðu í grundvallaratriðum hæft hernaðarleg skotmörk sín. Shultz neitaði því að skotárásirnar hefðu leitt til versnandi sanr- bands Bandaríkjanna og banda- lagsþjóða þeirra í Evrópu. Sprengjuárásirnar voru harð- lega gagnrýndar í Evrópu annan daginn í röð (sjá m.a. pistil ívars Jónssonar frá Englandi hér á síð- unni). Gagnrýnin gekk nrikið út á að ofbeldi kynni að breiðast út á landssvæðum nálægt Líbýu. Sendiráðsritari í Líbýska sendi- ráðinu í Brussel sagði í gær að hvert það ríki sem styddi banda- rísku árásirnar yrði að taka af- leiðingum þeirrar stefnu. Hann sagði einnig að allar borgir í S- Evrópu væru nú réttlætanlegar sem skotniörk Líbýumanna. Mótmælaaðgerðir voru víða í Evrópu í gær. Gaddafi kom fram í sjónvarpi í gærkvöldi. Finnland Víðtæk verkföll Palme Rannsókn á rannsókn Stokkhólmi — Sænska ríkis- stjórnin tilkynnti í gær hún ætl- aði að setja á stofn nefnd sem taka á til athugunar rannsókn lögreglunnar á morðinu á Olof Palme. Þessi tilkynning kemur í kjölfar mikillar gagnrýni í sænskunr blöðum í þá veru að rannsóknin á morðinu hafi mistekist. Sten Wickbom, dómsmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði í útvarps- viðtali í gær að sjálfstæð nefnd myndi athuga tilhögun lögreglur- annsóknarinnar. „Þetta er svo al- varlegur atburður að það er bæði rökrétt og nauðsynlegt að hann verði athugaður vel eftir á,“ sagði Wickbom. Hann lagði áherslu á að stjórnin hefði tiitrú á rannsókn málsins. Ýnris sænsk dagblöð hafa gagnrýnt harkalega rannsókn lögreglunnar á morðinu. Lög- reglan hefur verið sökuð um að hafa tekið allt of seint við sér eftir sjálfa skotárásina. Þá hafi tekið allt of langan tíma að leita á morðsvæðinu og spyrja vitni. Sænsku lögreglunni hefur svo til ekkert orðið ágengt undanfar- ið við rannsóknina. Hún hefur neitað að svara því hvort Gunn- arsson, sá er var handtekinn í sambandi við morðið en síðar látinn Iaus, er enn grunaður á ein- hvern hátt. Helsinki — Rumlega 40.000 op- inberir starfsmenn i Finnlandi hófu verkfall í gær til að krefj- ast hærri launa. Verkfallið hefti mjög ailar samgöngur og ýmsa opinbera þjónustu. Um það bil 15.000 opinberir starfsmenn í og unrhverfis höfu- ðborgina hafa verið í verkfalli undanfarnar tvær vikur, í gær bættust síðan við um það bil 27.000 starfsmenn ríkisins. Þá neituðu finnskir hafnarverka- menn í gær að afgreiða vestur- þýsk skip til að sýna stuðning við vestur-þýska hafnarverkamenn sem eru í verkfalli. Sex vestur- þýsk skip hafa nú stöðvast í finnskum höfnum vegna aðgerð- anna. Verkfall opinberra starfs- manna undanfarnar tvær vikur hefur m.a. stöðvað flugsam- göngur á Helsinki-flugvelli, lestir í og við höfðuborgina auk þess senr mjög hefur dregið úr póst- þjónustu. í gær var hins vegar til- kynnt, eftir fund fulltrúa finnska ríkisflugfélagsins, Finnair og full- trúa flugmálastjórnar, að tak- markaðar tlugsamgöngur myndu liefjast unr flugvöllinn á föstudag- inn. Önnur verkalýðsfélög, þ.á.m. starfsfólk í byggingariðnaði og matvælaiðnaði, hafa ákveðið verkföll síðar í þessum mánuði. Opinberir starfsmenn höfðu farið fram á 20% launahækkun. Þeir sögðust hafa dregist aftur úr starfsfólki hjá einkafyrirtækjum í laununr. ERLENDAR FRÉTTIR hjörleífsson/R E (J1 E R Bretland Heath gagnrýnir Thatcher íneyðarumrœðum á breska þinginu ígœr var Thatchergagnrýnd harkalega þegarhún reyndi að verja loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu ogstefnu bresku stjórnarinnar íþessu máli. Frá ívari Jónssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Bretlandi: Thatcher, forsætisráðherra Breta, var á ný gagnrýnd harka- lega á breska þinginu í gær, mið- vikudag, fyrir þátttöku Breta í loftárásum Bandaríkjamanna á Líbýu. í sérstökum neyðarást ands umræðum í breska þinginu var réttlætingum hennar fyrir að- ild Breta vísað á bug bæði af stjórnarandstöðunni og ýmsum þingmönnum íhaldsflokksins, þar á meðal Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra. Réttlæting Thatchers var þrenns konar. í fyrsta lagi fullyrti hún að árásin væri réttlætanleg sem sjálfsvörn Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum Líbýu- manna. Og sem sjálfsvörn er á- rásin réttlætanleg innan ramma 51. greinar sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. í öðru lagi, að óyggj- andi sannanir væru fyrir hryðju- verkastarfssemi Líbýu gegn Bandaríkjamönnum og Evrópu- ríkjum. í þriðja lagi sagði Thatc- her að Bretum hefði borið sið- ferðileg skylda til að styðja Bandaríkjamenn vegna stuðn- ings Bandaríkjamanna í Falk- landseyjastríði Breta fyrir þrem árum. Neil Kinnock formaður breska Verkamannaflokksins, dró mjög í efa lagatúlkun Thatchers og sagði að ekki einn einasti sér- fræðingur Breta á sviði alþjóða- réttar sem ekki sitji í innsta hring íhaldsflokksins, styddi lagatúlk- un Thatchers. Samkvæmt yfirlýs- ingu Sameinuðu Þjóðanna um skynsamleg samskipti sem ein- róma var samþykkt 1970, er rétt- urinn til sjálfsvarnaraðgerða ár- éttaður en beiting hervalds er að- eins leyfileg þegar um stríð rnilli tveggja landa er að ræða. Sam- kvæmt skilgreiningu Sameinuðu Þjóðanna á árás sem samþykkt var 1974, felur árás í sér fyrstu valdbeitingu, innrás eða árás á Iandsvæði annars ríkis. Sprengju- árás er nefnd sem dæmi. Sam- kvæmt þriðju grein skilgreining- arinnar er litið svo á að ef þriðji aðili leyfir afnot af herstöð á landssvæði sínu sem notuð er í árás, þá er hann jafnframt sam- sekur í árásinni. Kinnock skýrði ekki í smáatriðum lagatúlkun sína en meginatriðið er hvort Lí- býumenn hafa sannanlega staðið fyrir árásurn á Bandaríkjamenn sem réttlæti sjálfsvörn þeirra. Stjórnarandstaðan dró ekki í efa hryðjuverk Líbýumanna en lítur ekki svo á að þau sé hægt að líta á sem árás á Bandaríkin. Sé því ekki innan ramma samþykktar Sameinuðu Þjóðanna. 7'hatcher átti í miklum erfið- leikum með að færa sannanir fyrir meintum hryðjuverkum Lí- býumanna og sagði að af örygg- isástæðum og vegna þess að upplýsingar hennar væru komnar stefnu Thatcher í Líbýumálinu. Edward Heath var harðorður um frá bresku og bandarísku leyni- þjónustunni, væri rétt að halda þeim að mestu leyndum. Hún gat þess þó að samkvæmt hinum leynilegu upplýsingum voru send fyrirmæli um hryðjuverkaárás á Bandaríkjamenn í V-Berlín frá Trípólí 25. mars síðastliðinn til Alþýðuskrifstofu Líbýu í A- Berlín. 5. apríl var framkvæmt sprengjutilræði í Berlín sem leiddi til dauða tveggja óbreyttra borgara. Andstætt þessarri full- yrðingu hafa borist fréttir frá lög- regluyfirvöldum í V-Berlín sem fullyrða að ekki sé hægt að sýna fram á tengsl rnilli Líbýu og Sprengjutilræðisins í Berlín. Frá þessu greinir í Financial Times, einnig í dag. Thatcher bætti því við, að vitað væri að Líbýa styddi IRA fjárhagslega og með vopn- um. Nýlega hefðu írsk yfirvöld gert upptæka vopnasendingu frá Líbýu til íra. Sum vopnanna voru frá Líbýu að sögn Thatcher. Hún bætti loks viö að fyrir aðeins þrem vikum hefði komist upp um samsæri í Frakklandi, sprengju- árás á vegabréfsumsækjendur í bandaríska sendiráðinu í Parfs. Franska stjórnin rak tvo starfs- menn alþýðuskrifstofu Líbýu í París úr landi í framhaldi af þessu samsæri. Þar nreð voru sannanir Thatchers greinilega upptaldar. Fréttaflutningur breskra fjöl- miðla hefur verið með eindærn- um hlutdrægur og villandi í Líbý- udeilunni nú. Nær undantekn- ingalaust er sett samasemmerki milli hryðjuverka og Líbýu og hryðjuverk svokölluð eru aldrei skilgreind nánar. Eins og sprengjutilræðið í Berlín sýnir er viðstöðulaust gert ráð fyrir að Lí- býumenn standi að baki sprengjutilræða þó vitað sé að sprengjutilræði v-þýskra bor- garaskæruliða eru tíð. Svokölluð hryðjuverkastarfsemi Líbýu er nánast aldrei sett í samhengi við þjóðfrelsisbaráttu Palestínuara- ba og þá staðreynd að hreyfingar Palestínuaraba eru fjölmargar og mismunandi Það er jafnframt horft kerfisbundið fram hjá ríkis- bundinni hryðjuverkastarfsemi ísraelsmanna og árásargjarnri út- þenslustefnu þeirra. Meðal þeirra þingmanna íhaldsflokksins sem gagnrýndu Thatcher harkalega í gær var Edward Heath. Hann sagði að ekki væri hægt að réttlæta þá áhættu sem loftárásin hefði haft fyrir óbreytta borgara sem hefðu fallið tugum saman. Hann sagði að hernaðarlegar aðgerðir væru máttlausar og rangar og taka yrði á rótum vandans fyrir botni Mið- jarðarhafs, það er vandamáli Pal- estínuaraba og tengslum þess við ísrael. Heath bætti einnig við að aðgerð Bandaríkjamanna væri einhliða í þágu Israela og slík stefna gæti ekki verið stefna Breta. Loks sagði Heath að loft- árásin væri ekki mál Nató. Bretar hefðu því engar skyldur gagnvart Bandaríkjunum. Skírskotun Bandaríkjamanna til 51. greinar Sameinuðu Þjóðanna er að margra mati yfirvarp eitt. Banda- ríkjamenn styðja sjálfir hryðju- verkasveitir í Hondúras sem berj- ast gegn stjórn Nicaragua og 1982 réðust þeir inn í Grenada og ráku stjórn marxista frá völdum. Eins og Denis Healy, fyrrum ráðherra Verkamannaflokksins hefur bent á, hafa Nicaraguamenn rétt til loftárása á Bandaríkin í sjálfs- varnartilgangi samkvæmt rök- semdafærslu Bandaríkjamanna. Þeir virða hins vegar samþykktir Sameinuðu Þjóðanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.