Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN Ráðstefna Meðferð og dreifing grænmetis Frummœlendurfráframleiðendum, neytendum, heildsölum ogsmásölum A vegum Búnaðarfélags ís- lands, Stéttarsambands bænda og yfirmatsmanns garðávaxta, Agn- ars Guðnasonar, hefur verið ákveðið að efna til ráðstefnu í Bændahöllinni þann 22. apríl nk. Verða þar teknir fyrir flestir þeir þættir, sem varða meðferð og dreifingu grænmetis. Á ráðstefnunni verða lögð fram drög að nýrri reglugerð við 43. gr. laga nr. 46/1985, um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þess er og vænst að hægt verði að leggja fram tillögur að nýjum flokkunarreglum fyrir kartöflur. Með því að boða til ráðstefnu um þetta efni gefst framleiðend- um og þeim, sem annast dreif- ingu þessara vara, tækifæri til að koma með tillögur og láta álit sitt í ljós á reglugerðinni áður en hún verður staðfest af landbúnaðar- ráðherra. Ráðstefnunni má skipta í eftir- farandi flokka: 1. Drög að reglugerð og flokk- unarreglum. 2. Meðferð, dreifing og gæði kartaflna og grænmetis. 3. Innheimta lögboðinna gjalda af framleiðslunni. 4. Innflutningur kartaflna og grænmetis. Ráðstefnan verður sett kl. 9.30, slitið kl. 17.00 og opin öllum þeim, sem áhuga hafa. Frummælendur verða úr röðum framleiðenda, neytenda, heild- sala og kaupmanna. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna veitir yfirmatsmaður garðávaxta, Agnar Guðnason, í stma 19200. -mhg Bœndaskógar Tugir bænda byrjaðir Þann 22. maí 1984 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um skógrækt, þar sem kveðið var á um stuðning við nytjaskógrækt á bújörðum. Fjárveitingar hafa þó til þessa verið það takmarkaðar að lögin eru þvínær óvirk, en þær hafa verið þessar: Árið 1984 500 þús. kr., 1985 1 milj. kr. og 1986 2 milj. kr., en helmingur þeirrar upphæðar rennur til skógræktar í Laugardal. Áður en lögin voru sett höfðu nokkur héruð hafist handa um gerð héraðsskógræktaráætlana. Bændur í Fljótsdal brutu fsinn 1969. Þessar áætlanir voru gerðar af skógræktarfélögum og búnað- arsamböndum viðkomandi hér- aða ásamt Skógrækt ríkisins, sem hafði til þess nokkurt fé af land- græðsluáætlun 1982-1986. Þessi héruð eru: Eyjafjörður en þar hafa yfir 40 bændur hafist handa um verulega plöntun, Suður- Þingeyjarsýsla, þar sem nokkrir bændur eru komnir af stað. Sömuleiðis í Borgarfirði og Ár- nessýslu. Þá hefur og verið gerð sérstök og ítarleg áætlun um skógrækt á 10 býlum í Laugardal. Þar var sauðfé fargað vegna riðu og bændur reiðubúnir að taka upp skógrækt í stað sauðfjárrækt- ar. Búnaðarþing beinir því til fjár- veitingavaldsins að taka sig svo á „að hægt verði að framfylgja með viðunandi hraða þeim héraðs- skógræktaráætlunum, sem gerð- ar hafa verið“. Ætla má og, að fleiri áætlanir komi til með að líta dagsins ljós. -mhg HVAÐ ER AÐ GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU? AB-Garóabæ :élagsfundur erður haldinn í Alþýðubandalagsfélagi Bessastaðahrepps og larðabæjar laugardaginn 19. apríl kl. 13.30 í Safnaðarheimilinu Cirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Kosningastarfið 2. Bæjarmálin 3. Önnur mál Framkvæmdastjórn 4B Hafnarfirói :undur um húsnæðismál Vlþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur félagsfund um húsnæðis- nál í Skálanum Strandgötu 33, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. Jvavar Gestsson og Guðni Jóhannesson koma á fundinn. Fé- agar, mætið vel og stundvíslega! ABH AB Borgarnesi Fundur til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum sunnudaginn 20. apríl I félagsheimilinu Röðli kl. 15.00. Aðalfundur verður haldinn mánudag 21. apríl í félagsheimilinu Röðli kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Önnur mál. Ath! Aðalf- undurinn var áður auglýsir á föstudegi. Stjórnin AB Kópavogi Kosningaskrifstofa hefur veriðopnuð í Þinghóli, Hamraborg 11. Opið fyrst um sinn frá kl. 15-19. Síminn nú er 45715. Kosningastjóri er Asgeir Matthías- son. Kjörskrá liggur frammi! Alþýðubandalagiö Noróurlandi eystra Vorfundur kjördæmisráðs /erðurhaldinn ÍLárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 Akureyri laugar- Jaginn 19.apríln.k. kl. 14.00. Formennfélagaogframbjóðendur til sveitarstjórnaeru sérstaklega hvattir til að mæta. Á dagskrá m.a. 1) sveitarstjórnarkosningarnar, 2) útgáfumál, 3) forvalsreglur, 4) flokksstarfið framundan (sumarmót o.fl). 5) erind- rekstur þingmanns, 6) önnur mál. AB Húsavík Árshátíð Alþýðubandalagsins á Húsavík verður haldin laugardagirin 19. apríl og hefst hún kl. 20.00. Árshátíðargestir eru hvattir til að tilkynna þátttöku sem allra fyrst til Leifs s. 41761, Hönnu Möggu s. 41998 eöa Kristjönu s. 41934. Nefndin AB Selfoss Opið hús Hittumst laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 að Kirkjuvegi 7. og ræðum bæjarmálin. Kaffi og meðlæti. Mætum og undirbúum bar- áttuna. Aprílnefndin Alþýðubandalag Akureyrar - dagskrá Fundur I bæjarmálaráði, í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 kl. 20.30. Starfað verður í eftirtöldum málefnahópum. Fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30: a) Skólamál b) íþrótta- og æskulýðsmál c) Umhverfis- og skipulagsmál. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk mætið vel og dyggi- lega og hafið með því áhrif á stefnuna. Stjórn bæjarmálaráðs AB Akureyri Árshátíð verður haldin miðvikudaginn 23. april, síðasta vetrardag, í Alþýðu- húsinu við Skipagötu, 4. hæð. Veislustjóri verður Erlingur Sig- urðarson. Hátíðin hefst kl. 20.00 með listauka. Glæsilegur þríréttaður matseðill. Fjölbreytt dagskrá. Hljómsveitin Remix leikur fyrir dansi. Miðar á árshátíðina seldir í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 laugardaginn 19. apríl og sunnudaginn 20. apríl frá kl. 14-17 báða dagana. Takið með ykkur gesti og fjölmennið á árshátíð ABA! Nefndin Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur 2. deildar verðurfimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 í Miðgarði. Deildin spann- ar Austurbæ (kjördeildir Austurbæjarskóla og Sjómannaskóla). Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opið hús Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu í Hafnafirði í Skálanum Strandgötu 41 á laugardagsmorgnum frá kl. 10 - 12 fram að kosningum. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að líta inn og taka þátt í kosningastarfinu. Heitt á könnunni og frambjóðendur á staðnum. - Kosningastjornin. Utankjörstaða-kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins " • Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 16. maí. • Kjörskrá liggur frammi fyrir allt landið. • Kjósendur eru hvattir til að athuga hvar og hvort þeir eru á kjörskrá. • Að láta skrifstofuna vita af þeim sem verða líklega ekki heima á kjördag 31. maí n.k. (vegna náms, atvinnu, sumarleyfa, ferða- laga o.s.frv.). • Kosningaskrifstofan er í Miðgarði Hverfisgötu 105, risi. Símarnir eru 91-12665 og 12571. Umsjónarmaður skrifstofu er Sævar Geirdal. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Reykjavík Fáið frambjóðendur á fund! Hafið samband sem allra fyrst og fáið frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík á vinnustaðafundi því oft reynist erfitt að verða við áskorun um fundi síðustu vikurnar fyrir kjördag. Hringið í síma 17500 og ræðið við Gísla Þór. Alþýðubandalagið í Reykjavík ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Verkalýðsmálanefnd ÆFAB heldur fund fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 í Miðgarði Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1) Aðgerðir 1. maí. 2) Önnur mál. Stjórnin ÆFAB félagarathugið SSUN-námstefna verður haldin dagana 18.-20. april. Æskulýðsfylkingarfélagar fjöl- mennið. Dagskrá nánar auglýst síðar. Utanríkismálanefnd ÆFR félagar Fólagsfundur eftir fund verkalýðsmálanefndar fimmtudaginn 17. apríl. Stjórnin Mllllimi II— lllllWIIIII HHRBI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.