Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 24
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. DIOÐVIUINN Fimmtudagur 17. apríl 1986 86. tölublað 51. órgangur Sauðárkrókur Nato biður um varaf lugvöll Utanríkisráðherra upplýsir á Alþingi. YfirstjórnNato vill aðstöðu fyrir varaflugvöll. Steingrímur J. Sigfússon: Engin rök sem mœla með þessu. Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherrra játaði því á Al- þingi í fyrrinótt að yfirstjórn her- afla Atlantshafsbandalagsins hefði lýst áhuga sínum á því að fá aðstöðu fyrir varaflugvöll á Is- landi, en engar formlegar við- ræður væru enn hafnar um þessa beiðni NATO. —Það er greinilegt að þetta mál er á talsverðu skriði. Ég mót- mæli þessum áformum harðlega og sé ekki nokkur rök sem mæla með því að við ljáum máls á þessu. Hér er stefnt að því að leggja enn einn landsfjórðunginn undir útþenslu hernámsins á ís- landi, sagði Steingrímur J. Sig- Vertíðin Svartir mánudagar Stór hluti bátaaflans eftir helgarfríin fer í 2. og3.flokk. Miklar umrœður um að taka netin upp á laugardögum ístað þess að láta þau liggja yfir helgina Könnun sú, sem Ríkismat sjáv- arafurða gerir nú reglulega á gæðum bátaaflans leiðir í Ijós að aflinn sem bátarnir landa á mán- udögum, cftir að netin hafa legið í sjó í 2 sólarhringa er mjög lé- legur. Stór hluti mánudagsaflans fer í 2. og 3. gæðaflokk og er mun- urinn á mánudagsaflanum og þeim afla sem landað er aðra Kópasker Berjumst áfram Stjórn Byggðastofnunar hafn- aði í gær óskum þeirra aðila sem standa að Útgerðarfélagi Kóp- askers um 12 miljón króna lán til að kaupa einn af raðsmíðatogur- unum. Útgerðarfélagið bauð í annan togarann sem smíðaður var á Akureyri og var því tilboði tekið. „Við gefumst ekki upp og munum berjast áfram fyrir því að fá skipið. Við erum að verða van- ir því hér að Byggðastofnun hafni lánsbeiðnum okkar, þannig að þessi afstaða stjórnar Byggða- stofnunar kom mér svo sem ekki á óvart. Við vitum að pólitísk öfl berjast gegn því að við fáum þetta skip, þau öfl vilja að Akureyring- ar fái skipið. Að vísu eru svo önnur pólitísk öfl sem styðja okk- ur,“ sagði Kristján Ármannsson oddviti á Kópaskeri í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur Malmquist for- stöðumaður Byggðastofnunar sagði að ástæðan fyrir því að lána- beiðni Útgerðarfélags Kópaskers var hafnað væri sú, að menn teldu ekki að þessi 12 miljón króna fyr- irgreiðsla myndi tryggja hráefnis- öflun til rækjuverksmiðjunnar þar sem ljóst er að greiðslubyrði verður svo mikil að gera verður skipið út sem frystitogara til að standa við skuldbindingar. - S.dór fússon sem krafði ráðherrann svara um fyrirhugaðan varaflug- völl sem mjög hefur verið tengd- ur við Sauðarkrók. —Varaflugvöllur á Sauðar- króki þjónar á engan hátt okkar hagsmunum og það liggur fyrir að með mjög litlum lagfæringum getur Akureyrarflugvöllur þjón- að sem fullnægjandi varaflugvöll- ur fyrir okkar eigið flug og það flug annað í nágrenni við okkur sem þarf á slíkri aðstöðu að halda. Það er því alveg ljóst að það eru einungis hernaðarlegir hagsmunir sem liggja að baki þessari umræðu um sérstakan varaflugvöll og það er einfaldlega lygi þegar verið er að reyna að dulbúa þetta í þann búning að þetta séu einhverjir sérstakir hagsmunir fyrir okkur, enda dett- ur engum manni í hug að við för- um að byggja upp sérstakan var- aflugvöll og reka hann einir, sagði Steingrímur J. Sigfússon. —Ig- daga vikunnar hrikalega mikill. Mikil umræða fer nú fram um það hvort ekki eigi að taka netin upp á laugardögum, þegar helg- arfríið hefst. Margir hafa talið í gegnum árin, að það bæri að gera, og einn harðasti talsmaður þess jafnan hefur verið Lúðvík Jósepsson fyrrum sjávarútvegs- ráðherra. Þegar menn nú sjá svart á hvítu í fréttabréfi ríkis- matsins muninn á mánudagsafl- anum og afla annarra daga hefur umræða um þetta mál magnast. Halldór Árnason forstjóri Ríkismats sjávarafurða sagði í gær að hann hefði orðið mjög var við þessa umræðu eftir að frétta- bréfin fóru að koma út. Hann sagði að auðvitað hefðu menn vitað um þetta, en nú hafa þeir þetta skjalfest fyrir augunum í tölum og súluritum í fréttabréf- inu. Eins kemur í ljós, sem raunar margir hafa haldið fram að sá afli sem látinn er í kör um borð í bát- unum, er mun betri þegar hann kemur til vinnslu en sá sem látinn er í kös. Ljóst er að fréttabréf Ríki- smats sjávarafurða hefur komið af stað aukinni umræðu um betri meðferð aflans og aukin hráefnis- gæði og er það vel. Að sögn Hall- dórs Árnasonar er fyrirhugað að halda áfram útgáfu fréttabréfsins eftir að vetrarvertíð lýkur og taka þá fyrir afla togaranna og annarra fiskiskipa sem veiða yfir sumarið. - S.dór Jenný Jakobsdóttir: Eðlilegt að kona hljóti formannsstöðuna. Póstmannafélag íslands Bráðliggur á leiðréttingum launa Kona ífyrsta skipti kosinformaður Póstmannafélagsins Jenný Jakobsdóttir: Baráttanfyrir bœttum kjörum er forgangsverkefni Jenný Jakobsdóttir póstaf- greiðslumaður hefur verið kjörin formaður Póstmannafé- lags íslands, en þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sém kona fær þetta hlutverk. Jenný Jakobsdóttir sagði í sam- tali við Þjóðviljann að konur skipuðu nú fjóra fimmtu hluta fé- lagsmanna og því hefði það verið eðlilegt að kona hlyti formanns- stöðuna. „Ég er mjög ánægð með það hvernig kjöri mínu hefur ver- ið tekið bæði af kynsystrum mín- um og körlum en það er gott að byrja starfið með þessum með- byr,“ sagði Jenný. „Eitt af fyrstu verkunt nýju stjórnarinnar verður að berjast fyrir leiðréttingu á laununum en við liggjum í neðsta kanti BSRB. Okkur bráðliggur á þessari leiðréttingu því með þeim launum sem eru í boði missum við þjálfað starfsfólk og fáum ekki hæft fólk inn í staðinn," sagði Jenný ennfremur. Þá sagði Jenný að meðal margra annarra verkefna stjórnarinnar væri að auka þátttöku Póstmannafélags- ins í norrænu samstarfi. „Póst- mannafélögin á hinum Norður- löndunum eru komin langtum lengra en við í baráttu sinni. Þau hafa t.d. miklu meiri áhrif á innri mál en við höfum haft fram að þessu og ég er sannfærð um að aukið samstarf við þessi félög myndi verða okkur mjög lær- dómsríkt," sagði Jenný að lok- um. - K.ÓI. Kvennaframboð Borgarspítalinn brást Ingibjörg S. Gísladóttir vegna viðtals við sjúkling ígjörgœslu: Lýsi furðu minni á þessu. mannsins, að því er virðist fyrir einhver mistök. Borgarstjóri mun óska eftir greinargerð frá Borgarspítalan- um vegna viðtals sem birtist í einu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi lýsti á fundi borg- arráðs í vikunni yfir furðu sinni á því, „að sjúklingar á þessari deild skuli ekki njóta rneiri verndar en dagblaðanna við einn þeirra sem lenti í flugslysinu í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi fyrir sköinmu. Blað- amanni og Ijósmyndara var hlcypt inn á gjörgæsludeild til svo, að blaðamanni og ljósmynd- ara er hleypt óhindrað inn á deildina,“ eins og segir í bókun Ingibjargar á fundinum. „Sjúkl- ingurinn sem við var talað hafði orðið fyrir rniklu áfalli og átti skil- yrðislaust rétt á að fá frið fyrir ágangi blaðamanna. Tel ég að spítalinn hafi brugðist sjúkling- num í þessu máli.“ Eftir að Ingibjörg hafði lagt þessa bókun fram í borgarráði, lét borgarstjórinn bóka að hann myndi óska eftir greinargerð um málið frá spítalanum. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.