Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 15
SVONÁGERUM við
NESKAUPSTAÐUR
Spjallaö við Gísla Gíslason,
hafnarvörð, um
smábátaútgerðina
Norðfjarðarfjöllin speglast í smábátahöfninni. Myndir Sáf.
Smábátahöfnin
Hreyfir aldrei sjó
Smábátaútgerð er í miklum
blóma í Neskaupstað einsog
víða annarsstaðar í sjávar-
plassum. Hefur smábátaút-
gerðin rokið upp á örfáum
árum og eru nú um 70 bátar í
bænum.
Blaðamaður Þjóðviljans
staldraði við í smábátahöfninni,
sem hefur verið grafin út í botni
Norðfjarðar. Þykir höfn þessi
með þeim bestu á landinu og að
sögn kunnugra eru bátarnir
öruggari í höfninni en á þurru
landi það jafnt þó stórviðri gangi
yfir, því sjó hreyfir lítið sem ekk-
ert inn í höfninni.
Gísli Gíslason, hafnarvörður
var staddur í smábátahöfninni er
blaðamann bar að garði. Sagði
hann að um tuttugu manns stund-
uðu smábátaútgerðina allt árið
um kring. Sýndist honum þeir
hafa sæmilegt upp úr sér við
þetta, en mjög stutt er á miðin.
Er rauðmagavertíðin á fullu urn
þessar mundir.
Höfnin mun hafa verið tekin í
notkun árið 1975 og hófst þessi
smábátaútgerð fyrir alvöru upp
úr því. Einsog fyrr sagði eru unr
tuttugu manns á fullu í þessu en
aðrir stunda þetta sem aukabú-
grein, t.d. hafa kennarar á staðn-
um farið í auknum mæli út í trillu-
útgerðina yfir sumartímann.
Einnig er viss fjöldi sem er með
eigin fleytur sér til yndisauka og
lítur ekki beint á þær sem
atvinnutæki. —Sáf
Norðfirðingar
Nú eru það vorverkin.
Garðáhöld í úrvali,
seljum einnig áburð og útsæði