Þjóðviljinn - 10.08.1986, Page 5
Handritamálinu
er ekki lokið
Rœtt við Stefán Karlsson, norrœnufrœðing, um starfsemi
Árnastofnunar. Þó gengið hafi verið frá samningum við
Dani er óþrjótandi vinna við handritin framundan
unarstigi en önnur langt komin í
prentsmiðju.
„Það er óhugsandi að venjuleg
bókaforlög gefi út fræðilegar út-
gáfur handritatexta því kostnað-
urinn við slíka útgáfu skilar sér
ekki á einni jólabókavertíð. Slík-
ar útgáfur verða því að vera
styrktar af opinberu fé.“
Erlendirfrœðimenn
leita til
stofnunarinnar
Erlendir fræðimenn leita mikið
til Árnastofnunar eða systur-
stofnunarinnar í Kaupmanna-
höfn, Det arna magnæanske in-
stitut. Stefán sagði að ástæðan
fyrir því að erlendir fræðimenn
vilja að þessar stofnanir gefi út
fræðirit þeirra sé að fólk á þessum
stofnunum er með sérþekkingu á
sviði norrænna miðaldabók-
mennta og því vant vinnu-
brögðum af þessu tagi og þykir
því akkur í að slíkt fólk lesi yfir
handritin áður en þau eru gefin
út.
Næstu bækur sem væntanlegar
eru frá stofnuninni eru líklega
safn fyrirlestra, sem haldnir voru
á ráðstefnu í tilefni sjöhundruð-
ustu ártíðar Sturlu Þórðarsonar,
og vísindaleg útgáfa af Færey-
ingasögu, sem Ólafur Halldórs-
son hefur séð um, og ljósprentun
eiginhandrita Bjarna Thorarens-
en á ljóðum hans.
Fingrafita holl
handritunum
Þó búið sé að undirrita sam-
komulag um skiptingu handrit-
anna eru þau ekki öll komin til
landsins enn. „Ætli það láti ekki
nærri að um tveir þriðju hlutar af
þeim handritum, sem eiga að
koma, séu þegar komnir. í
samkomulaginu er talað um að
afhendingin geti tekið allt að tutt-
ugu og fimm árum.“
Handritin eru varðveitt í
traustri geymslu í Árnastofnun
og er haft á þeim ákveðið raka-
og hitastig, sem er þeim hollt.
Fræðileg vinna með handritin fer
nú orðið mest fram með ljós-
myndum, þannig að handritin
verða ekki fyrir sliti. Þó er ætíð
gripið til þeirra af og til þegar
vafaatriði koma upp.
„Þó ljósmyndirnar komi að
góðu gagni, þá vinna fræðimenn-
irnir öðrum þræði með handritin
sjálf, enda eru fæst það illa farin
að það skaði þau. Það sagði eitt
sinn við mig kona, sem hafði unn-
ið lengi að handritaviðgerðum,
að ekkert væri skinnbókum jafn
hollt og fingrafita".
Áhugi ó
miðöldum
hefur aukist
Á síðustu árum hefur áhugi á
eldri bókmenntum farið vaxandi
við Háskólann. „Það má segja að
áhuginn á nútímabókmenntum
sé ekki eins einráður og hann var
um skeið. Víða erlendis hefur
áhugi á miðöldum verið mikill
um langt skeið. og þegar hver
bókin á fætur annarri er skrifuð
um íslenskar miðaldabókmenntir
í mörgum þjóðlöndum, þá hefur
það áhrif hér heima. Vonandi
hefur starfsemi Árnastofnunar
og kennsla starfsmanna hennar
við háskólann líka ýtt undir áhug-
ann. Það var t.d. ákaflega
ánægjulegt hversu stór hópur ís-
lenskra stúdenta sótti alþjóðlega
fornsagnaþingið í Danmörku sl.
sumar.“
Þó áhugi hafi farið vaxandi þá
verður ekki það sama sagt um
skilning hins opinbera á að stofn-
unin þurfi myndarlegan stuðning
til þess að geta þjónað því hlut-
verki sem henni er ætlað.
„Þetta er alvarlegt sé það
skoðað í því ljósi að Árnastofnun
er ein af örfáum stofnunum hér á
landi, sem er sótt af vísinda-
mönnum víðsvegar að úr heimin-
um.“
Starfsliði við stofnunina hefur
ekki fjölgað í 15 ár. Nú eru fimm
fastar fræðimannastöður við
stofnunina og auk þess fjórar
fræðimannastöður til skemmri
tíma.
„Það var myndarlega af stað
farið þegar séð var að handritin
kæmu heim. Þá var byggt yfir
stofnunina en eftir því sem árin
hafa liðið og starfsemin orðið
margþættari hefur gengið erfið-
legar að fá fjárveitingar til að
endast. Hér væri hægt að sinna
miklu fleiri verkefnum ef fé væri
fyrir hendi. Það gerist t.d. árlega
að verk tefjast í prentun þar sem
fé er þrotið og við getum ekki
borgað prentunarkostnaðinn.
Við búum sjálfsagt ekki við
lakari kjör en fjöldi annarra ríkis-
stofnanna og það skiptir ekki
máli hverjir eru í stjórn. Allir
flokkarnir vilja hafa hemil á út-
þenslu þessa svokallaða ríkis-
bákns. En staða Árnastofnunar
er töluvert sérstæð þar sem hér er
verið að vinna að menningararfi
okkar, menningararfi sem jafn-
framt er svo sérstæður að um
hann er fjallað við fræðasetur um
víða veröld“.
íslensk handrit
erlendis
Rannsóknir á Árnastofnun
takmarkast ekki við rannsóknir á
handritum sem hér eiga heima,
heldur felst stór hluti vinnunnar í
samanburði á handritum, sem
geta verið dreifð milli margra
safna hér heima og erlendis. Á
milli Norðurlandanna eru hand-
ritalán tíðkuð en á Bretlands-
eyjum gildir sú regla að sé handrit
einusinni komið á safn þá fer það
ekki út af því. Þaðan verður því
að fá myndir eða filmur af hand-
ritum, og stundum þurfa hand-
ritafræðingar að ferðast víða til
að stunda rannsóknir sínar. Slík-
um ferðum er þó mjög stillt í hóf
að sögn Stefáns.
íslensk handrit eru víða á söfn-
um erlendis m.a. í Danmörku, en
þegar þau handrit, sem samið
hefur verið um að afhenda okk-
ur, eru komin hingað er stór hluti
elstu miðaldahandritanna kom-
inn í vörslu íslendinga.
Svíar varðveita töluverðan
fjölda gamalla íslenskra hand-
rita. Handrit frá síðari öldum eru
að tölunni til langflest á Lands-
bókasafni, en mörg eru á söfnum
í Bretlandi og víðar í Evrópu auk
þess sem slík handrit má finna á
söfnum í Bandaríkjunum. Hér er
fyrst og fremst um að ræða hand-
rit frá 17., 18. og 19. öld.
„Stærstu handritasöfnin á
Bretlandseyjum eru íslensk söfn
sem hafa verið keypt, t.d. safn
Finns Magnússonar í Kaup-
mannahöfn, sem Bretar keyptu.
Þá hafa handrit borist á þessi söfn
eftir ýmsum leiðum. Svíar sendu
t.d. menn til ísiands á 17. öld til
að kaupa handrit hér. Þá keyptu
erlendir ferðamenn fyrr á öldum
töluvert af handritum sem þeir
tóku með sér.“
Handritalgengari
en prentuð bók
Flest íslensku handritanna eru
í eigu safna og því ákaflega sjald-
gæft að verðmæt handrit skjóti
upp kollinum á uppboðum og í
fornbókaverslunum. Þó hefur
það gerst, t.d. þegar Skarðsbók
postulasagna var boðin upp í
London 1965. íslensku bankarnir
sameinuðust um að kaupa hana
og var hún slegin þeim fyrir
36.000 pund.
„Þau handrit, sem hægt er að
rekast á á fornsölum eða uppboð-
um erlendis, hafa oftast lítið
fræðilegt gildi, þó sérhvert hand-
rit sé merkilegt út af fyrir sig,
sjálfstæður vitnisburður um að
texti þess hafi verið þess virði að
skrá hann. Þá má iðulega rekast á
fróðlega punkta á spássíðum
handritanna, um feril handritsins
og viðbrögð lesenda við því sem
skráð er á handritið.
Það má segja að íslensk handrit
síðari tíma séu tvennskonar.
Annarsvegar er um að ræða ung-
ar uppskriftir miðaldatexta og
hinsvegar texta, sem orðið hefur
til á síðari öldum, og eru þeir oft
mikilvægir fyrir sögu síðari tíma
bókmennta.
Menn hér á Árnastofnun ein-
angra sig ekki við miðaldabók-
menntirnar heldur rannsökum
við alla texta sem eru skráðir á
handrit frá þeim tímum er hand-
ritin voru algengari miðill en hin
prentaða bók. _Sáf
Fyrir viku síðan undirrituðu
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra ís-
lands, og Bertel Haarder,
kennslumálaráðherra Dan-
merkur, samkomulag um
skiptingu íslensku handrit-
anna milli þessara þjóða. Átti
undirritunin sér stað á Þing-
völlum við hátíðlega athöfn. í
frásögn dagblaðsins Tíminn
af þessum atburði segir svo í
fréttalok: „Því má nú segjaað
handritamálið heyri nú sög-
unnitil".
Þar sem undirritaður gat ekki
fallist á að með samkomulagi um
að handritin verði flutt til íslands
sé handritamálið úr sögunni, á-
kvað hann að fara á stúfana og
ræða við Stefán Karlsson nor-
rænufræðing við Árnastofnun um
hvað væri framundan hjá stofn-
unni. Varla var tilgangurinn með
því að fá handritin aftur heim sá
að læsa þau ofan í hirslum og láta
þau dúsa þar, tilgangurinn hlýtur
að vera sá að stunda rannsóknir á
þeim og búa slíkar rannsóknir til
útgáfu.
„Það má segja að handritamál-
ið í þessum þrönga skilningi, á-
greiningsefni íslendinga og
Dana, heyri nú sögunni til, en
sjálf handritin eru til og þeim þarf
að sinna um ár og aldir og miðla
því efni sem þau hafa að geyma til
fólks."
Stefán sagði að það væru
stöðugt mörg verk í gangi á veg-
um Arnastofnunar. Verk þessi
væru mislangt komin, sum á byrj-
Stefá Karlsson, norrænufræðingur, með handrit Belgdalsbókar Jónsbókar,
sem er frá 14. öld. Handrit þetta er eitt af þeim handritum sem íslendingar hafa
endurheimt frá Danmörku. Stefán er að athuga skriftina á þessu handriti, en
það er líklega sama skriftin og er á fallegasta lögbókarhandriti Norðmanna, en
Noregskonungur fékk fyrir nokkru gefið Ijósrit af Codex Hardenbergensis, sem
er latneska heiti lögbókarhandritsins. Skrifarinn hefur líklegast verið íslending-
ur, og hefur hann þá á tímabili starfað í Noregi. Mynd Ari.
Sunnudagur 10. ágúst 1986 bJÓÐVILJINN - SÍÐA 5