Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA VESTURLAND GLÆTAN HEIMURINN BHMR Stefnum á aðgerðir Launabil á milli háskólamanna á almennum markaði og hjá ríkinu 63,7% í desember 1985. Birgir Björn Sigurjónsson: Bilið verðurað brúa. Fjöldauppsagnir verkfallsvopn dagsins ídag Launabil háskólamanna á al- mennum vinnumarkaði og há- skólamanna í þjónustu ríkisins var í desember 1985 63,7% sam- kvæmt framreikningi á könnun- um sem gerðar voru í maí 1984. Þetta bil vill fólk brúa, sagði Birg- ir Björn Sigurjónsson hagfræð- ingur BHMR í samtali við Þjóð- viljann í gær. Nú standa fyrir dyrum fjölda- uppsagnir hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara og að sögn Birgis Björns stefna öll aðildarfélög launamálaráðs BHMR að sam- eiginlegum aðgerðum í heilsu- gæslugeiranum og þá væntanlega í formi fjöldauppsagna. „Hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar starfa ekki á al- mennum vinnumarkaði og því hljóta þeir að miða við meðaltals- tölur,“ sagði Birgir Björn. „Hér þarf verulega launaleiðréttingu til, alltof fáir launaflokkar eru á milli yfir- og undirmanna og sem dæmi má nefna að hjúkrunar- framkvæmdastjórar eru aðeins 5 flokkum hærri en hjúkrunarfræð- ingur á byrjunarlaunum. Hjúkr- unarfræðingur á gjörgæsludeild hefur 30.000 krónur í mánaðar- laun á meðan bensínafgreiðslu- maður hefur 34-35.000 á mán- uði, og svona má lengi telja.“ Aðspurður sagði Birgir Björn að ekki væri ósennilegt að endur- skoða þyrfti hlutverk vinnudeilu- sjóðs BHMR með tilliti til þess að fjöldauppsagnir væru verkfalls- vopn dagsins í dag. „Vinnudeilu- sjóður er nánast ekki til og ef hlutverk hans verður á annan veg þá verður að efla hann mjög.“ -vd. Minkaveiðar Geymdu skottin Lágt verðfyrir minkaskott 1970- 1980. Veiðimenn biðu verðhœkkunar Árið 1980 voru send inn um 5 þúsund minkaskott sem er það mesta sem komið hefur inn á einu ári. Margir halda því fram að veiðimenn hafl geymt skott frá ár- unum 1970-1980 vegna þess hve lítið var fyrir þau greitt á þessum árum. Þegar svo veiðiverðlaun hækkuðu til mikilla muna streymdu skott inn og komu sem fyrr segir 5 þúsund inn 1980. í fyrra voru drcpin um 3.500 dýr, og mér segir svo hugur eftir að hafa talað við veiðimenn að þau verði fleiri í ár, sagði Páll Haf- steinsson veiðistjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Páll sagði að rúmlega eitt hundrað veiðimenn stunduðu minkaveiðar skipulega fyrir utan þá sem rota einn og einn mink. Nú eru greiddar 435 krónur fyrir minkaskott. Fyrir refaskott eru greiddar 560 kr. fyrir hlaupadýr en heldur minna ef menn liggja á greni, enda fá þeir þá einhverjar fastar greiðslur. Alltaf eru einhverjar sveiflur í minkastofninum, sem sennilega eru háðar veðurfari í landinu. Mest taldi Páll vera af mink á Vestfjörðum, en annars sagði hann að töluvert væri af dýrunum meðfram allri strönd Islands. Eini staðurinn sem er laus við minkinn er hálendið. -S.dór Hvalkjötið rennur út og kaupmenn eru duglegir við að gera það aðlaðandi með alls kyns tiltæringum. Á myndinni heldur Heiðar Vilhjálmsson hvalakrásum á lofti. Mynd E.ÖI. Hvalkjötið Allt að verða vitlaust Hvalkjötsæðið virðist engan endi ætla að taka. Lárus Einarsson: Held að hvalkjötið munifesta sig ísessi Það er ekki ofsögum sagt að landinn er fljótur að grípa nýjungar í neyslu ýmiss konar og nú er það hvalkjötið sem á upp á pallborðið hjá neytendum. „Ég hef nú ekki tölur á taktein- um um aukningu í sölunni, en það er greinilegt að hún hefur aukist verulega. Enda er það eðlileg afleiðing allrar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað,“ sagði Magnús Gunnarsson hjá Hvali h.f. þegar Þjóðviljinn for- vitnaðist um söluna. „Það má segja að það sé allt að verða vitlaust í þessu. Við seljum þetta alveg í massavís og alveg ótrúlega mikið miðað við t.d. síð- ustu rnánuði," sagði Lárus Ein- arssson í Vörumarkaðinum. Að- spurður um á hverju þessi mikla aukning bitnaði fyrst og fremst, sagði Lárus að hún kæmi ekki niður á einni tegund matvöru annarri fremur. Mjög algengt væri þó að fólk keypti þetta í hversdagsmatinn og þá í staðinn fyrir t.d. fisk, kjötfars og því um líkt. Mun hvalkjötið festa sig í sessi? „Mér sýnist af viðbrögðum kúnnanna við því að það eigi alla möguleika á að festa sig í sessi," sagði Lárus. Gunnar Bachmann í Kjötmið- stöðinni tók í sama streng og Lár- us og sagði söluna hafa margfald- ast. „Afleiðingin verður sú að sala t.d. lambakjöts minnkar, og var nú nógu erfitt að selja það fyrir," sagði Gunnar. Hvaikjötið er mjög ódýrt mið- að við lambakjöt, svínakjöt og nautakjöt og er víða hægt að fá það í hinum ýmsu búningum. -gg Blaðauki Vestuiiand Elsti bátur á íslandi er varð- veittur í Sjómannagarðinum á Hellissandi auk fjölmargra ann- arra verðmætra muna. í blaðinu í dag er sérstakur blaðauki frá Vesturlandi og er þar m.a. skýrt frá heimsókn á sjóminjasafn Hell- issandsbúa. Að auki er í blaðinu opnuviðtal við Sigríði Beinteinsdóttur hús- freyju og skáldkonu á Hávars- stöðum í Leirársveit, rifjuð upp saga Bárðar Snæfellsáss, rætt við Laufeyju Jónsdóttur forstöðu- mann leikfangasafns Vestur- lands, sagt frá fótboltakrökkum á Grundarfirði og fleira. -gg Sjá SÍÖU 9 Frakkland Bænaherbergi i buðinni Bordeaux - Vörumarkaður einn í Bordeaux í Frakklandi hefur komið upp bænaherbergi á jarðhæð verslunarinnar fyrir viðskiptavini. Biskupar borgarinnar hafa ekki samþykkt þetta framtak, þeir höfðu áður lagt bann á kap- ellu í versluninni. Viðskiptavinir virðast hins vegar ánægðir með bænaaðstöðuna. „Þetta er snið- ugt uppátæki,“ sagði einn þeirra. „Þetta er hluti af nútímanum, líkt og klámbúðirnar,“ bætti hann við. IH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.