Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 5
- Hvers vegna er þetta svona? Ég held að skýringarinnar sé að leita í samfélaginu. Samfé- lagið vill oft ekki skilja þetta. Ef við skoðum þessa félagslegu hlið, þá kemur í ljós að við fráfall maka missa menn oft stöðu sína, sinn status. Þeir njóta ekki sömu virðingar og áður. í viðbót við sorgina standa menn allt í einu frammi fyrir því að vera orðnir samfélagslega afskiptari en áður. Mér virðist konur fara mun verr út úr þessu. Kona sem er ein, hún er tabú í samfélaginu. Það skiptir ekki öllu máli hvort eiginmaður- inn deyr eða skilur við hana. Konan fellur niður í virðingar- stiganum. Henni er síður boðið að fara með kunningjafólkinu, jafnvel þótt hún þurfi enn meira á því að halda en nokkru sinni áður. Allt í einu stendur hún frammi fyrir því að vera einskon- ar grey sem umhverfið bara vor- kennir. Það er nauðsynlegt að fólk þekki þessa staðreynd lífsins og viti á hverju það getur átt von, bæði af samfélaginu og sjálfu sér. Það er alveg bráðnauðsynlegt. - Veitir trúin meiri styrk en hœgt er að fá med öðrum hœtti? Eg held að fyrir því sé margföld reynsla. Sjálf hefði ég til dæmis aldrei komist í gegnum mitt áfall án trúar á Guð. Og eins og ég sagði þér áðan þá hef ég áhuga á því að aðstoða fólk sem orðið hefur fyrir svipuðu áfalli. Sem guðfræðingur mun ég hafa að baki reynslu sem auðveldar mér að setja mig í spor þeirra sem slíkrar aðstoðar þurfa með. G.Sv. Ólöf Ólafsdóttir guðfræðinemi. tilhneigingu til að ýta frá okkur í stað þess að horfast í augu við. Ástvinamissir, til dæmis fráfall maka, er þó einhver áhrifamesti og alvarlegasti skellur sem fólk verður fyrir á sinni lífsgöngu. Fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við, hvernig það getur brugðist við. Allar bjargir virðast bannaðar og fólk verður ráðvillt. í þessu ástandi gerir fólk oft svo miklar vitleysur. Sumir æða strax inn í nýtt hjónaband. Aðrir selja húsið sitt í fljótfærni. Oftast reynir fólk að bera sig vel á dag- inn, en þegar kvöldar og enginn sér til, þá gráta menn sig í svefn. í lengstu lög streitast menn gegn sínum eðlilegu viðbrögðum. Menn eiga að vera svo sterkir, miklu sterkari en þeir raunveru- lega eru. Nauðsynlegt aðþekkja sorgina Rœtt við Ólöfu Ólafsdóttur guðfrœðinema Það er fremur fátítt að fólk á sextugsaldri taki sig til og hefji háskólanám. Þaðgerði þó Ólöf Ólafsdóttir fyrir fjórum árum. Þá hóf hún nám í guðfræði eftir að hafa komið uppþremursonum. Við heimsóttum Ólöfu til að ræða við hana um námið og ástæður þess að hún lagði útí það 35 árum eftir að hún lauk stúdentsprófi. Ólöf tókokkur vel og hafði ekkert við hnýsni okkar aðathuga. Maður verður alltaf að vera til- búinn til að taka lífshlaup sitt til endurskoðunar, sagði Olöf, að vera tilbúinn til að endurheimta hlutina og stokka upp í lífi sínu. - Var þetta kannski gamall draumur? Já, mig langaði alltaf til að halda áfram. f rauninni var ég aldrei dús við að hætta strax eftir stúdentspróf. Við vorum liðlega sjötíu sem útskrifuðumst saman úr Menntaskóla Reykjavíkur vorið 1947, þar af aðeins sextán stelpur. Strákarnir héldu flestir áfram en aðeins tvær af okkur stelpunum. Á þessum tíma voru engin námslán og stelpur gerðu sig mjög ánægðar með stúdents- próf. Maður var barn síns tíma. - Hvað tók við? Ég fór að vinna hjá Bókaversl- un Snæbjarnar, þar sem ég hef starfað lengst af síðan, en á þess- um tíma fékkst ég einnig lítillega við kennslu. Fyrir 18 árum missti ég svo manninn minn. Það áfall varð mér mjög þungbært. Ég saknaði hans og ég held að sú sorg, sú lífsreynsla, hafi ráðið miklu um að ég valdi guðfræðina öðru fremur. Prestar og félagsfrœðingar Það er óhemjuerfitt að verða ekkja og í raun og veru veit það enginn sem ekki hefur reynt það. Allt í einu stendur maður aleinn og að því er virðist bjargarlaus í tilverunni. Þessari lífsreynslu hefur ótrúlega lítill gaumur verið gefinn, þó er sorgin ákveðið ferli sem allir ganga í gegnum. Að missa ástvin er reynsla sem nán- ast allir verða fyrir einhverntíma í lífinu, yfirleitt þá oftar en einu sinni. Þessi mál eru mér mjög hugstæð og í lokaritgerð minni fjalla ég einmitt um þau. Ég á mér þann draum að starfa við stofnun, í tengslum við kirkj- una, þar sem fólk getur komið í sálusorgun, þar sem fólk getur komið án þess að gefa upp nafn og vera skráð í spjaldskrá! Per- sónulega finnst mér syrgjenda- þjónusta kirkjunnar ekki nógu mikil. Sjálfri fannst mér ég ekki geta leitað til kirkjunnar eins og ég hefði kosið. - Á síðustu árum hefur þetta hlutverk í auknum mœli fœrst í hendur sálfrœðinga og félagsráð- gjafa? Já, nú eru félagsfræðingar alls- staðar og ekki ætla ég að gera lítið úr þeirra hlutverki. Þeir vinna vafalaust mjög þarflegt og gott starf. En þú leitar ekki til félags- fræðings ef þú vilt ræða um Guð og hinstu rök tilverunnar í tengsl- um við þitt vandamál. Slík við- fangsefni eru fyrir utan hans starfssvið. Þú getur ekki ætlast til þess að hann ræði einnig við þig um þau mál. Kannski er viðkom- andi alls ekki trúaður og þú setur hann bara í vanda með því að bera upp slík mál. -Ená ekki presturinn að gegna þessu hlutverki? Auðvitað, en vandinn er sá að fólk veigrar sér við að leita til hans með vandamál sín. Okkur hættir til að líta á prestinn sem framkvæmanda prestsverka en ekki mann sem hægt er að leita til þegar erfiðleikar steðja að. Þegar fólk lendir í alvarlegum vand- ræðum þá telur það sig eingöngu geta leitað til sálfræðinga og fé- lagsfræðinga. Menn eiga að vera sterkir Sorgin er ein af þeim stað- reyndum lífsins sem við höfum Hirðisbréfið Forsenda friðarins er réttlæti Hirðisbréf biskups íslands, Péturs Sigurgeirssonar, hefur nú verið skrifað og útgefið. Hirðis- bréf biskups, sem er skrifað til prcsta og safnaða á íslandi, hefur að nokkkru verið kynnt í Þjóð- viljanum og var þar m.a. vakin athygli á afstöðu biskups til fóst- ureyðinga. Þar segir að það sé aðeins stigsmunur cn ekki eðlis- munur á útburði barna í hciðnum sið og fóstureyðingu á félags- legum forsendum. Biskup segir einnig að þetta séu tilfinningamái og ekki við hæfi að setja sig í dóm- arasæti. í hirðisbréfi sínu rekur biskup sögu kristinnar trúar og skoðar hlutverk hennar í samfélögum nútímans. Hann vitnar í boðskap 7. þings Lútherska alheimssam- bandsins þar sem segir að kirkjan eigi ekki að vera spegilmynd þjóðfélagsins heldur salt þess og Ijós. f sumum samfélögum, segir biskup, er kirkjan þvinguð í hlut- verk spegilmyndarinnar. Trúin getur og ætti að vera leiðandi og er það afl sem getur leitt heimsálfurnar fimm úr greipum hvirfilvinds. Heimsástandið er slæmt, segir í hirðisbréfinu, og alvarlegast í því ástandi er ógnunin við heimsfrið- inn. Heimspólitíkin í dag getur ekki bjargað ástandinu því hún kemst ekki niður fyrir rætur meinsemda þjóðfélagsins né heldur upp til þeirra háu hug- sjóna bræðralags og frelsis. „Friður verður aldrei, ef réttlætið er ekki í heiðri haft, þar sem menn njóta réttar síns og hafa sem jafnasta aðstöðu til gæða lífs- ins. Því er frumskilyrði friðar að réttlæti ríki,“ segir í bréfinu. Í þessu sambandi lofar biskup friðarhreyfingar og spyr: „Hvar værum við á vegi stödd í átt til friðar á jörð ef fólk hins frjálsa heims hefði ekki látið til sín heyra?“ Íslenska þjóðin er í stöðugri hættu að verða ekki annað en spegilmynd af heiminum eins og hann er í dag. Heimi sem ein- kennist af efnishyggju, græðgi og siðleysi. í þessu sambandi gerir biskup menningarlífið að sér- stöku umræðuefni: „í menning- arlífi nútímans hefur lengi ríkt sú stefna, að í listum og skáldverk- um ætti fyrst og fremst að útmála, sundurgreina og útskýra hve djúpt er hægt að sökkva í hyldýpi synda og lasta...Þjóðfélag okkar smitast smátt og smátt af þeirri glæpa- og hryðjuverkastarfsemi, sem einatt er á dagskránni og elur af sér stjórnmál án stefnu, auð- söfnun án vinnu, skemmtun án samvisku, þekkingu án dreng- lyndis, verslun án ráðvendni, vís- indi án mannúðar. Það er létt verk að lækka siðferðisstigið, en erfiðara að lyfta því aftur. Það er m.a. hlutverk kirkjunn- ar,“ segir biskup, „að lyfta sið- ferðisstigi þjóðarinnar og vinna fyrir friði í heiminunt og gefa lýs- andi dæmi gegn tortímandi tíðar- anda, þ.e. vera salt þjóðfélagsins og ljós“. Föstudagur 22. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.