Þjóðviljinn - 22.08.1986, Page 11

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Page 11
VESTURLAND Lestu Akranes: Finnur Malmquist, Dalbraut 55, sími 93-1261. Borgarnes: Sigurður B. Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-7190. Stykkishólmur: Einar Steinþórsson, Silfurgötu 38, sími 93-8205. Grundarfjörður: Guðlaug Pétursdóttir, Fagurhólstúni 3, sími 93-8703. Ólafsvík: Jóhannes Ragnars- son, Flábrekku 18, sími 93- 6438. Hellissandur: Drífa Skúla- dóttir, Laufás 6, sími 93-6747. Búðardalur: Sólveig Ingólfs- dóttir, Gunnarsbraut 7, sími 93-4142. Leikfangasafn Vesturlands Hefur borið mikinn árangur Laufey Jónsdóttir forstöðumaður leikfangasafnsins: Óska eftir samstarfi við heilsugæslustöðvar á Vesturlandi Þetta starf hefur borið mik- inn árangur og það er tvímæla- laust full þörf fyrir safnið hér á þessu svæði, segir Laufey Jónsdóttir þroskaþjálfi og for- stöðumaður Leikfangasafns Vesturlands og starfsmaður Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra í sama landshluta. Svæðisstjórnin kom safninu upp árið 1982, enda var þá víða annars staðar búið að stofnsetja leikfangasafn fyrir fatlaða. Nú eru 9-10 slík söfn á landinu. „ÖIl leikföng gegna því hlut- verki að þjálfa börn og þroska þau. Heilbrigð börn ná tökum á þessu á tiltölulega sjálfsagðan hátt, en notkun leikfanga með fötluðum er markvissari. Hlut- verk safnsins er að lána börnum leikföng og kenna þeim og for- eldrum þeirra að nota þau þannig að þau komi að bestum notum. Og í því felst mitt starf", segir Laufey þegar hún er spurð um hlutverk safnsins. „Við höfum t.d. viss leikföng sem er ætlað með réttri notkun að þjálfa börn sem eiga við talerfið- leika að stríða. Börnin koma með foreldrum sínum til mín í safnið og staldra við í einn til tvo tíma. Þau geta þá fengið leikföng og, auk þess sem ég veiti þeim ýmsa ráðgjöf, kanna ég á þessum tíma hvaða leikföng henta hverju barni best. Hins vegar heimsæki ég svo fjöl- skyldur á Vesturlandi. Á þessum ferðalögum heirri- sæki ég líka dagvistarstofnanir í kjördæminu, þar sem þessir krakkar eru, og bæði lána leikföng og gef starfsfólkinu ráð um notkun leikfanganna og fleira." A hvaða aldri eru þessi börn? „Þau eru aðallega á forskóla- aldri, upp í 6 ára, en ég fylgist einnig með börnum sem eru komin í skóla. Þó minnkar sam- bandið við þau, því þá taka aðrir að mestu við þeim, sérkennarar og sálfræðingar. Ég tel að veigamesti þátturinn í þessu starfi sé samskiptin við fjöl- of London skyldurnar og það er minn draumur að geta aukið það til muna. Sambandið við fjölskyld- urnar er í raun forsenda fyrir því að starfið geti skilað árangri, og það hefur gengið vel í flestum til- vikum. Ég hef einnig átt gott samstarf við talkennara á Akranesi. en sambandið við annað fagfólk á svæðinu mætti vera meira, t.d. við starfsfólkið á heilsugæslu- stöðvum. Ég óska hér með eftir slíku samstarfi." Er þetta skemmtilegt starf? „Mér finnst þetta vera gefandi, en þetta er líka lýjandi", sagði Laufey. -gg Sambandið við fjölskyldurnar er mikilvægt. Mynd gg. aðeins stjómar- blöðin? DJÓÐVILJINN Höfuðmálgagn stjórnar- andstöðunnar. Gerist áskrifendur! /m// Umboðsmenn Þjóðviljans á Vesturlandi ARGUS/SlA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.