Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR Föstudagur 22. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Golf Ulfar annar á Doug Sanders Lék á 7 höggum undirpari HM/Sund Heimsmetið féll Ragnheiður 22. í 100 m bringusundinu undir pari vallarins, 277 höggum. Skoti sigraði á 273 höggum en í þriðja og fjórða sæti urðu Spán- verji og Norðmaður á 281 höggi. Þetta er einhver albesti árang- ur íslensks golfmanns á erlendri grundu og Úlfar á greinilega möguleika á að ná langt í íþrótt- inni. -VS England Falco í leikbann Strangur dómurfyrir ögrun við áhorfendur Mark Falco, miðherji enska knattspyrnuliðsins Tottenham, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ögra aðdáendum Aston Villa í leik liðanna í 1. deild sl. vor. Hann fékk einnig 2,200 dollara sekt. Þetta er þyngsta refsing sem enskur knattspyrnumaður hefur verið látinn sæta fyrir svona sakir og er hún liður í áætlun enskra knattspyrnuyfirvalda um að koma í veg fyrir óeirðir á leikjum. Falco æsti stuðningsmenn Villa það mikið upp að margir þeirra reyndu að brjóta sér leið inná völlinn til að hefna sín. -VS Úlfar Jónsson, íslandsmeistar- inn ungi úr Golfklúbbnum Keili, náði þeim frábæra árangri að verða annar á Doug Sanders ung- lingamótinu sem lauk í Skotlandi í fyrradag. Úlfar hafði forystu framanaf mótinu og þegar upp var staðið hafði hann leikið á 7 höggum Austur-þýska stúlkan Sylvia Gerasch bætti eigið heimsmet í 100 m bringusundi á heimsmeist- aramótinu í Madrid í gærkvöldi. Hún synti vegalengdina á 1:08,11 mín. en gamla metið hennar var 1:08,29 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir var meðal keppenda í greininni og varð 22. af 37 keppendum á l:15,52mín. Þaðerumhálfri sek- úndu lakara en tveggja vikna gamalt íslandsmet hennar. -VS/Reuter Knattspyrna Sigur og tvö jafntefli Góð útkoma Norðurlandaliða gegn Austur- Evrópuþjóðum ífyrrakvöld Svíar og Sovétmenn gerðu jafn- tefli, 0-0, frammi fyrir 13 þúsund áhorfendum í Gautaborg í gær- kvöldi. Sigi Held landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu fylgdist með leiknum en Sovétmenn koma hingað til lands og leika í Evrópu- keppni landsliða þann 24. sept- ember. Þeir hafa tilkynnt 20 manna hóp fyrir þann leik og í honum eru flestallir sem léku í heimsmeistarakeppninni í Mex- íkó fyrr í sumar. Noregur og Rúmenía skildu jöfn, 2-2, í Osló. Sjálfsmark Norðmanna og mark frá Hagi komu Rúmenum í 0-2 í fyrri hálf- leik en Arne Larsen Ökland jafn- aði með tveimur mörkum fyrir Noreg í þeim síðar. Finnar sigruðu Austur- Þjóðverja óvænt 1-0 í Lathi og skoraði Ari Hjelm sigurmarkið. Norðmenn og Austur-Þjóðverjar eru í riðli með íslendingum í Evr- ópukeppninni, ásamt Sovét- mönnum og Frökkum. -VS/Reuter Erla Rafnsdóttir skallar að marki Sviss. Fjölmennt í vítateig Sviss eins og oft í leiknum, Ingibjörg Jónsdóttir er lengst til vinstri og Kristín Arnþórsdóttir nr. 13. Mynd: E.ÓI. Ísland-Sviss Heppnin ekki með Þótt úrslitin í kvennalandsleik Islands og Sviss á Valbjarnarvelli í gærkvöldi hafi orðið 3-1, þeim svissnesku í hag, segir það ekki allt. Islenska liðið var síst lakari aðilinn í Iciknum og hefði getað náð jafntefli, jafnvel sigri, með smá hcppni. Svissnesku stúlkurnar búa yfir betri knatttækni og hafa betra vald á samspili en þær íslensku pg það réði sennilega úrslitum. Is- lenska liðið er líkamlega sterkara og getur sigrað á góðunt degi, en liðin leika aftur á Akranesi á morgun, Iaugardag, kl. 15.30. Gegn gangi leiksins náði Sviss forystu á 15. mín. þegar Nadja Poncioni skoraði úr vítaspyrnu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Soja Spinner með góðu skoti frá vítateig, 0-2. íslensku stúlkurnar gáfust ekki upp og Kristín Arnþórsdóttir skoraði af miklu harðfylgi eftir að Erla Rafnsdóttir hafði sent bolt- ann innfyrir vörn Sviss á 26. mín., 1-2. Á næstu tveimur mínútum fengu Kristín og Erla mjög góð færi til að jafna en skutu naurn- lega framhjá. Fyrri hálfleikur var skemmtilegur á að horfa, mörg færi á báða bóga, og íslenska liðið sótti mun meira. í scinni hállleik doi'naði heldur yfir leiknum og þá var langtímum saman lítið annað cn barátta á miðjunni. Poncioni fylgdi vel sláarskoti Sus- önnuGublerá62. mín. ogkomSvissí 1-3. Lokamínúturnar voru líflegar og ísland fékk góð færi. Halldóra Gylfa- dóttir skallaði rétt framhjá og Ingi- björg Jónsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir voru nærri því að skora. Hinum megin varði Erna Lúð- víksdóttir glæsilega skot frá Poncioni og í lokin braust Asta B. inní vítateig Sviss en þrumaði rétt yfir slá. _VS Tennis Sigursæl fjölskylda Úlfar Jónsson á framtíðina fyrir sér í golfinu. Úlfur Þorbjörnsson sigraði þrefalt á íslandsmótinu í tennis sem lauk um síðustu helgi við Hótel Örk í Hveragerði. Hann sigraði Kjartan Óskarsson í úr- slitaleik í einliðaleik karla, vann tvfliðaleik ásamt Atla Þorbjörns- syni bróður sínum og tvenndar- leik ásamt Margréti Svavarsdótt- ur, móður sinni. Samstillt fjöl- skylda það! Margrét sigraði sjálf í kvenna- flokki, vann Dröfn Guðmunds- dóttur í úrslitaleik. í tvíliðaleik kvenna sigruðu hinsvegar Þórdís Edwald og Guðný Eiríksdóttir. Einar Sigurðsson sigraði í b- flokki karla, Stefán Pálsson í ein- liðaleik yngri pilta, Eiríkur Ön- undarson og Ölafur Eiríksson í tvíliðaleik yngri pilta, Ragnar T. Árnason í einliðaleik eldri pilta, Ásgeir Baldursson og Ólafur Sveinsson í tvíliðaleik eldri pilta og Áslaug Jónsdóttir og Aðal- heiður Pálsdóttir í tvíliðaleik stúlkna. Getraunir Fyrstu leikir á laugardaginn Boðið uppá nýja tegund seðla Fyrsta leikvika Gctrauna er nú um helgina, og á getraunaseðlin- um eru leikir 1. umferðar í ensku knattspyrnunni. Það eru 11 leikir 1. deildar og einn úr 2. deild og eru þeir sem hér segir: Arsenal-Manchester United Aston Villa-Tottenham Charlton-Sheff.Wednesday Chelsea-Norwich Everton-Nottingham Forest Leicester-Luton Manch.City-Wimbledon Newcastle-Liverpool Southampton-Q. P. R. Watford-Oxford West Ham-Coventry Stoke-Birmingham Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að viðskiptavinum gefst nú kostur á nýjum seðli þar sem þeir ráða sjálfir hversu margar raðir þeir kaupa. Þessi seðill kemur til með að spara þeim vinnu sem hafa áhuga á að spila mikið og auka þannig vinningsmögu- leikana. Seðillinn fæst eingöngu hjá sérstökum sölumönnum íþrótta- og ungmennafélaganna og auk þess á aðalskrifstofu ís- lenskra getrauna sem nú eru til húsa í miðbyggingu íþróttamið- stöðvarinnar í Laugardal. Pétursmálið Pétur löglegur Úrskurður héraðsdómstóls ÍBH Héraðsdómstóll íþróttabanda- Iags Hafnarfjarðar úrskurðaði í gær að Pétur Pétursson væri lög- legur sem leikmaður 1. deildar- liðs ÍA í knattspyrnu. FH hafði kært þátttöku hans í leik FH og ÍA. „Ég hef ekki fengið úrskurðinn í hcndur en við ákveðum fram- haldið um leið og það gerist. Það þarf að fá betur á hreint alla þætti í þessu máli,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knatt- spyrnudeildar FH í spjalli við Þjóðviljann í gærkvöldi. -VS Everton Watson á miljón Everton gekk í gær frá kaupunum á enska landsliðs- miðverðinum Dave Watson frá Norwich fyrir eina miljón punda. Everton hafði áður boðið 700 þúsund í hann en Norwich neitaði. Watson hefur leikið 6 leiki með enska landsliðinu í knatt- spyrnu. Hann er 25 ára gamall og Norwich náði í hann á sín- um tíma úr varaliði Liverpool. -VS/Reutcr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.