Þjóðviljinn - 22.08.1986, Síða 21

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Síða 21
HEIMURINN Vinstrisinnaðir skæruliðar í El Salvador eru nú á fundum með fulltrúum stjórnvalda El Salvador í Mex- íkóborg. Ætlunin er að ná samkomulagi um að koma af stað friðarviðræðum. Tals- maður Þjóðfrelsisfylkingar El Salvador (FMLN) sagði við fréttamenn I fyrradag að von- ast væri til að deiluaðilar gætu sameinast um að koma deilumálum á „mannlegri" grunn eins og hann orðaði það. Siíkt væri höfuðatriði til að eitthvað fengist út úr friðar- viðræðum. í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér, sagði að mikilvægt væri að komist yrði að pólitísku samkomulagi til að binda endi á borgara- styrjöldina í El Salvador þar sem 60.000 manns hafa látist, mest allt óbreyttur almenning- ur. FMLN lagði tii að samið yrði vopnahlé í hvert sinn sem friðarviðræður stæðu yfir. Því hefur Jose Napoleon Duarte, forseti landsins hins vegar hafnað. Vinstriflokkar í El Sal- vador og erkibiskupinn af San Saivador, höfuðborg landsins, iýstu því yfir nýlega að þeir væru bjartsýnir á að sam- komulag tækist nú í viðræðun- um. Diplómatar telja slíkt hins vegar ekki líklegt. Þeir segja að þó samkomulag takist á fundi í Mexíkóborg um að koma á friðarviðræðum, sé ólíklegt að deiluaðilar nái endanlegu samkomulagi. Þeir segja einn- ig að ástand mála hafi lítið breyst frá 1984 og lítið hafi komið fram að undanförnu sem bendi til að von sé á breytingum. Trompet- leikarinn Thad Jones, er látinn, 63 ára að aldri. Jones hefur undanfarin ár verið starfandi og búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Kaup- mannahöfn þar sem hann hef- ur m.a. stjórnað Radioens Big Band við góðan orðstír. Hann tók við stórsveit Count Basie í fyrra eftir að Basie lést. Jones lést á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn í fyrradag eftir nokkurra mánaða veikindi. Ekki var tilkynnt um dánaror- sök. Jones lék um tíu ára skeið á trompet í stórsveit Count Basie. Hann lék meðal annars inn á hljómplötur með pían- ósnillingnum Thelonius Monk og saxófónleikaranum Sonny Stitt. Kona Jones sagði í gær að Miles Davis „hefði frekar viljað heyra Thad Jones missa úr nótu en að heyra Freddie Hubbard spila allt á fullkominn máta.“ Rafmagnsleysi varð á öllum norðurhluta Fil- ippseyja í gær, þar á meðal í Manila, eftir að bilun varð í tveimur raforkuverum á Luzon eyju. Bilunin átti sér stað að kvöldi til þannig að myrkt varð. Rafmagnsleysið varð á sama tíma og þess var minnst að þrjú ár eru liðin frá því að Ben- igno Aquino, eiginmaður nú- verandi forseta Filippseyja, Corazon Aquino, var myrtur við heimkomu til Filippseyja eftir margra ára útlegð. Orð- rómur komst strax á kreik í Manila um að stuðningsmenn Ferdinands Marcosar hefðu unnið skemmdarverk á rafork- uverunum. Yfirvöld neituðu þessum orðrómi harðlega. Varaforseti fyrirtækisins sem á raforkuverin sagði hins veg- ar við fréttamann Reuter að orsökin fyrir biluninni væri ekki enn þekkt en rafmagn væri smátt og smátt að komast á. Orðrómur gekk einnig um Manila að átök hefðu átt sér stað í borginni en engar opin- berar fregnir voru um slíkt. Orsakir Tsjernóbíl slyssins Mannleg ■ ■ ■ ■ ■ mistok Sovéskir embœttismenn kynntu ígœr heildarskýrslu um Tsjernóbílslysið þar sem sagði að helsta orsökinfyrirþví hefði verið sú að kœlikerfi voru allt of lengi úr sambandi Moskvu - Sex mistök leiddu til þess að Tsjernóbíl slysið í So- vétríkjunum átti sér stað, til- kynntu sovéskir embættis- menn í gær, þeir sögðu að mannleg mistök hefðu átt stór- an þátt í slysinu. Embættismennirnir héldu í gær fréttamannafund þar sem þeir skýrðu frá niðurstöðum heildar- skýrslu sovéskra vísindamanna um orsakir slyssins. Skýrslan verður bráðlega lögð fyrir Al- þjóðlegu kjarnorkumálastofnun- Mannleg mistök segja embættismenn. manns látnir vegna þess. ina. Staðfest var á fundinum að nú hefðu 31 manneskja látist vegna slyssins senr átti sér stað 26. apríl síðastliðinn. Einnig var tilkynnt að yfir 200 manns hefðu orðið fyrir alvarlegri geislun og væru fárveikir. Einnig var til- kynnt að 135.000 nranns hefðu Palme morðið Oryggismál vom í ólestri Yfirmaður nefndar sem rannsakar hvernig örryggismálum var háttað þegar morðið varframið á Palmefyrir hálfu ári síðan segir að sœnsk yfirvöld hafi haft litla stjórn áþvísem gerðist eftir að morðið varframið Stokkhólmi - Sænsk yfirvöld voru á engan hátt undirbúin þegar Olof Palme, fyrrum for- sætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur fyrir næstum sex mán- uðum síðan og voru allt of fljót að gefa frá sér þá hugmynd að um væri að ræða hernaðarlega árás. Þetta var haft eftir yfir- manni rannsóknarnefndar sem kannar nú öryggismál sem tengjast rannsókn morðs- ins á Paime. Per-Erik Nilsson, formaður nefndarinnar sagði í viðtali við Dagens Nyheter í gær að enn væri allt margt á huldu um hvað gerð- ist fyrstu klukkustundirnar eftir morðið. „Enginn hafði minnstu hugmynd um það hvort um var að ræða verk brjálæðings, sérþjálf- aðrar sveitar eða vel skipulagða hryðjuverkaárás á fjölmarga ráð- herra sænsku stjórnarinnar," sagði Nilsson í viðtalinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að æðstu menn innan lögreglu og hers landsins ættu stöðugt að bera á sér tæki sem gæfi merki ef nauðsynlega þyrfti að ná sam- bandi við þá. Nefndin birtir end- anlegar niðurstöður rannsóknar sinnar snemma á næsta ári. Öryggisgæsla var engin á Palme þegar hann var myrtur, hann hafði gefið lífvörðum sínum tveimur frí þegar morðið átti sér stað. Mikill fjöldi lífvarða er nú hins vegar stöðugt umhverfis Ing- var Carlsson sem tók við af Palme sem forsætisráðherra og formað- ur sænskra jafnaðarmanna. Nilsson nefndin rannsakar nú m.a. hvernig hinni umfangsmiklu leit að morðingjunum hefur verið hagað. Prátt fyrir yfirlýsingar annað veifiö frá yfirmönnum lög- reglunnar um að umtalsverður árangur hafi náðst við rannsókn morðsins, er ekki enn vitað hver framdi morðið, né hefur morð- vopnið fundist. Ekki er heldur vitað hver var ástæðan fyrir morðinu. Samkvæmt heintildum úr varn- armálaráðuneytinu sænska var strax eftir morðið athugað á land- amærunum hvort um innrás væri að ræða. Þeir segja einnig að nú séu rúmlega 30 verið fluttir burtu af svæðum um- hverfis kjarnorkuverið í Úkra- ínu. Embættismennirnir sögðu að verstu mistökin hefðu verið mjög óregluleg notkun kælikerfisins í fjórða kjarnaofni versins meðan á mælingum stóð. Þær mælingar áttu að finna út hversu lengi væri hægt að halda uppi öruggu ork- ustreymi eftir að skipt hefði verið yfir á díesel rafal. „I næstum 12 klukkustundir var slökkt á kæii- kerfinu í fjórða ofninum," sagði Andronik Petrosjants, yfirmaður ríkisnefndar um kjarnorkumál, á fundinum. „Slíkt er algjörlega gegn öllum reglum," bætti hann við. Hann sagði að einnig hefði liðið of langur tími þar til slökkt var á kjarnaofninum eftir að ljóst varð að ekki var allt með felldu. Sovétríkin Viöskiptaráöherra handtekinn Moskvu - Fyrrum vara- viðskiptaráðherra Sovétríkj- anna, Vladimir Súskof, var handtekinn nýlega í tengslum við smyglhneyksli sem komið hefur upp í Sovétríkjunum. Það var dagblaðið Izvestia sem sagði frá þessu í gær. I blaðinu sagði að nokkrir tollstarfsmenn hefðu „sett blett á búning sinn með því að leyfa sér að tengjast ýmsum vélabrögðum" meðan „virðulegt" fólk sem hefði vald til þess að ferðast erlendis og undir- rita samninga færi í gegnum toll- inn án nokkurrar athugunar. Meðal embættismanna sem „not- uðu tollinn eins og eigin heimili" var einmitt Súskof sem handtek- inn var nýlega að sögn Izvestia. I blaðinu sagði einnig að sovéska tollembættið yrði framvegis undir beinni stjórn æðstu yfir- valda. Hingað til hefur það til- heyrt ráðuneyti sem sér um er- lend viðskipti. Izvestia gaf engar uppiýsingar um það hvar eða hvenær Súskof var handtekinn né hvað hann hafði þá meðferðis. Súskof sem er 66 ára gamall, var skipaður í eitt af æðstu embættum viðskipt- aráðuneytisins sem sér um erlend viðskipti. I síðasta mánuði var háttsettur embættismaður í við- skiptaráðuneytinu og undirmað- ur hans ásamt öðrum embættis- manni úr sérstakri ríkisstofnun sem hefur með höndum erlend viðskipti, handtekinn. Þeir voru hver um sig dæmdir í 15 ára fang- elsi fyrir að taka við mútum áður en samningar voru undirritaðir. Norðurlönd Berjatínsla fyrir bí? Osló - Berjatínsla á þessu hausti, og líkast til á næstu árum, er fyrir bí í Skandinavíu, ástæðan er Tsjernóbíl kjarn- orkuslysið. Eins og kunnugt er af fréttum hafa hreindýr á norðlægum slóð- um orðið illa úti vegna slyssins og hafa norsk neytenda- og náttúru- verndarsamtök áhyggjur af því að afleiðingar kjarnorkuslyssins séu nú fyrst að koma í ljós. Hreindýrin nærast mikið á skóf og sú jurt tekur næringu úr lofti. Skófin fékk í sig þá auknu geisla- virkni sem varð vart við í Skand- inavíu eftir Tsjernóbíl slysið. Hvað varðar berin hefur komið í ljós í nýlegum mælingum í Sví- þjóð að þau eru óhæf til matar, líkt og orðið hefur með fisk og hreindýrakjöt. Geislavirkni er enn að aukast. Vestur-þýskir innflytjendur hafa sett ber frá Svíþjóð á svartan lista og innlendir kaupendur hafa dregið mjög úr kaupum á blá- berjum og rifsberjum frá norður hluta Svíþjóðar. Sósíalistaflokkur Japan Kona næsti foimaður? Tokyo - Það hefur vakið mikla athygli í Japan að líklegt þykir að kona hreppi formannssæti í Sósíalistaflokki Japans, eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Flokkurinn varð reyndar fyrir rniklu áfalli í þingkosningunum þar í landi um síðustu mánaða- mót en talið er að þessi kona, Takako Doi, eigi eftir að lífga mjög upp á flokkinn, verði hún formaður. Búist er við að niður- staða fáist í formannskjöri á allra næstu dögum. I japönskum stjórnmálum eru karlmenn ráð- andi, og eins má segja um jap- anskt þjóðfélag. í ríkisstjórnar- flokknum, Frjálslynda Lýðræðis- flokknum sem er langstærsti flokkur landsins eru engar konur í ráðherrastöðum og aðeins 4% þingmanna á japanska þinginu eru konur. I sveitarstjórastöðum eru engar konur, allir borgar- stjórnar landsins eru karlmenn og aðeins tvær konur eru í yfir- mannastöðum í 2005 stærri bæj- um landsins. Hins vegar fá 44 milljónir kvenna að kjósa í kosn- ingum Þeir sem helst standa í vegi fyrir Doi eru vinstri sinnar í flokknum þar sem verkalýðsleið- togareru áberandi. Helstuvalda- menn í flokknum hafa hins vegar lýst yfir þeim vilja sínum að Doi verði næsti flokksformaður. Það hefur nefnilega komið á daginn að fólk í verkalýðsstétt kaus Frjálslynda Lýðræðisflokkinn í stórum stíl í síðustu kosningum. Þeir telja sig því í sterkri stöðu gagnvart verkalýðsleiðtogum. Fjárframlög til flokksins eru hins vegar að þrentur fjórðu hlutum frá Sohyo stærstu verkalýðssam- tökum Iandsins og verkalýðsleið- togar vilja helst Tetsuo Ueda sem formann í stað Mashashi Ishibas- hi, sem nú lætur af stöðu for- manns eftir niðurlægjandi ósigur í þingkosningunum. Flokksleiðtogar vonast til að Doi geti fengið konur til að kjósa flokkinn í auknum mæli. Hún hefur sjö sinnum verið þingmað- ur flokksins. Föstudagur 22. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.