Þjóðviljinn - 22.08.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Síða 9
VESIURLAND Garöar Guöjonsson UÚÐVIUINN < Stapafeliið gnæfir yfir Jökli. Herinn tók jörðina Ég bjó nú lengi vel á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd, en herinn kom og flæmdi mig burt af jörðinni. Það þýddi ekkert að kreppa hnefana framan í þá amrísku dáta. En síðan bjó ég á Lundi í Lundareykjardal og það var mikil úrvalsjörð. Nú eru komin tíu ár síðan ég brá búi, en sonur minn býr þar núna, segir Gísli Brynjólfsson uppgjafarbóndi eins og hann kallar sig. Gísli var í fyrri viku á Hvann- eyri ásamt félögum sínum á veg- um Borgarfjarðarprófastsdæmis í vikudvöl. Þarnavarum50manna hópur undir leiðsögn séra Ólafs Jens Sigurðssonar í góðu yfirlæti. Það var komið undir hádegi og Gísli var nýkominn úr morgun- göngu ásamt Ingvari Árnasyni Skagamanni og Finni Klem- enssyni, sem sagðist vera upp- gjafarbóndi eins og Gísli, bjó á Hóli í Norðurárdal. Þeir höfðu vitanlega skoðað sig um á búinu og kváðu upp þann dóm að þeir á Hvanneyri kynnu ágætlega til verka. „Og heyin eru bara góð,“ sagði Gísli. Hann kom upp í þeim bóndinn. „Okkur líður alveg dásamlega hérna. Við sitjum við að tefla og spila, förum í morgungöngur og gerum yfirleitt bara hvað sem okkur dettur í hug. Svo er matur- inn svo góður hérna,“ sagði Ing- var. „Það er heilmikil heilsubót í þessu, þetta er svona hvíldarvika. Ég er mjög ánægður með þessa starfsemi kirkjunnar." Prófastsdæmið stendur fyrir slíkum ferðum árlega og hefur aðsókn verið mikil. Viðmælend- ur Þjóðviljans létu í ljósi mikla ánægju með ferðina og allan að- búnað. Sumir höfðu komið áður og sögðust myndu koma að ári ef það væri mögulegt. -gg Föstudagur 22. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.